Sund til Viðeyjar

August 16, 2012 by · 1 Comment
Filed under: Fréttir 

Á morgun 17. ágúst er hið árlega sund til Viðeyjar. Mæting kl 17. á bryggjuna þaðan sem Viðeyjarferjan fer. Þeir sem synda báðar leiðir leggja frá Skarfakletti kl 17.30 og fá gull fyrir. Sundfólki sem hyggst synda aðra leiðina verður skutlað út í Viðey. Önnur leiðin gefur silfur. Bátar og kæjakar fylgja sundmönnum og við treystum einnig á reyndari sundmenn til aðstoðar. Þátttökugjald er 1000 kr. og greiðist við skráningu á staðnum. Að sundi loknu fá allir þátttakendur powerade. Líka Kristín. Hægt verður að kaupa boli á staðnum sem staðfesta sund viðkomandi. Gott er að hafa hlý föt með sér og poka til að geyma fötin í á meðan verið er að synda. Gerum þetta auðvelt mætum tímanlega. Öll aðstoð er vel þegin.
Stjórnin.

Share

Almennt herútboð

August 1, 2012 by · Leave a Comment
Filed under: Fréttir 

SJÓR hefur borist beiðni um aðstoð.

Sælir,

Ég er að leita að sjósundsfólki ( reyndar aðallega karlmönnum) til leika í atriði í kvikmyndinni “Secret life of Walter Mitty” Leikstýrð af Ben Stiller sem einnig leikur aðalhlutverkið. Tökur eru á september og mig vantar allavega 100 manns. Gætuð þið komið þessu á framfæri fyrir mig? Þeir sem hafa áhuga geta haft samband við mig eða komið á skrifstofu Eskimo, Skúlatún 4,milli Borgartúns og Skúlagötu. Það er hægt að koma alla virka daga milli 12-2 eða 5-7. Einnig á sunnudögum milli 2-3. Endilega látið mig vita hvort þið gætuð aðstoðað mig við að koma þessu áleiðis.

Kær kveðja,
Andrea

Share

Bessastaðasundi lokið

July 21, 2012 by · 2 Comments
Filed under: Fréttir 

Hinu árlega Bessastaðasundi er lokið og kláruðu flestir sem það hófu. Óvæntir hlutir gerðust í þessu sundi. Fyrst biluðu bátar og voru því færri bátar til fylgdar en ráð var fyrir gert. Ein stúlka slæddist með í ferðina fyrir röð af tilviljunum. Sú hafði aldrei áður farið í sjóinn en kláraði sundið með glæsibrag. Er það von mín að hún segi okkur sögu sína hér því hún er skemmtileg.
Takk fyrir samfylgdina.
Stjórn SJÓR vill þakka þeim sem gerðu þessa ferð mögulega. Óttari frá Siglunesi og hans fólki, Benna kafara, Vífilfelli fyrir drykkinn og síðast en ekki síst þeim fjórum ræðurum sem fylgdu. Án ræðarana hefði sundið verið ógjörningur.

Share

Bessastaðasundið / Verðlaunapeningar

July 19, 2012 by · Leave a Comment
Filed under: Fréttir 

Bessastaðasundið er í dag 19. júlí.
Tvær vegalengdir eru í boði
Fullt Bessastaðasund 4.5 km. Gullverðlaun
Hálft Bessastaðasund 2,4 km. Silfurverðlaun
Skráning á staðnum Sjá nánar Bessastaðasund hér við hliðina.

Share

Íslandsmót Securitas í sjósundi 2012

July 13, 2012 by · Leave a Comment
Filed under: Fréttir 

Íslandsmótið í sjósundi fer fram í Nauthólsvík 18. júlí. Nánari upplýsingar og skráningar eru á coldwater.is

Share

Ermarsund 2011 og fyrsta sólarhrings sjósund íslandssögunar

June 22, 2011 by · Leave a Comment
Filed under: Fréttir 

Undirbúningur fyrir Ermarsundið stendur sem hæst.  Kominn er heimasíða og Facebook síða.

 

Share

Fyrirlestur um næringarfræði

February 2, 2011 by · Leave a Comment
Filed under: Fréttir 

Miðvikudaginn 2. febrúar kl. 19:15 mun Fríða Rún Þórðardóttir næringarfræðingur koma til okkar með fyrirlestur um næringarfræði og næringarráðgjöf. Hún mun bæði koma inn á almenna næringarfræði sem og íþróttatengda næringarfræði.

Þetta verður án efa gagnlegur fyrirlestur fyrir okkur sjósundsfólk, því eins og við vitum þá skiptir næring miklu máli hvort sem er í styttri eða lengri sundum. Eins er stór hópur farin að æfa sund á okkar vegum og ætti þessi fyrirlestur að vera mjög gagnlegur fyrir þann hóp.

Tími: Miðvikudagur 2. febrúar kl. 19:15-20:30

Staður: Háskólinn í Reykjavík, stofa: Antares (V.1.01)

Share

Fyrirlestur um næringarfræði

February 2, 2011 by · Leave a Comment
Filed under: Fréttir 

Miðvikudaginn 2. febrúar kl. 19:15 mun Fríða Rún Þórðardóttir næringarfræðingur koma til okkar með fyrirlestur um næringarfræði og næringarráðgjöf. Hún mun bæði koma inn á almenna næringarfræði sem og íþróttatengda næringarfræði.

Þetta verður án efa gagnlegur fyrirlestur fyrir okkur sjósundsfólk, því eins og við vitum þá skiptir næring miklu máli hvort sem er í styttri eða lengri sundum. Eins er stór hópur farin að æfa sund á okkar vegum og ætti þessi fyrirlestur að vera mjög gagnlegur fyrir þann hóp.

Tími: Miðvikudagur 2. febrúar kl. 19:15-20:30

Staður: Háskólinn í Reykjavík, stofa: Antares (V.1.01)

Léttar veitingar – Frítt inn

Share

Fleiri æfingatímar í sundi

January 19, 2011 by · Leave a Comment
Filed under: Fréttir 

Æfingatafla fyrir SJÓ-GARPA
Staður: Laugardalslaug, innilaug
Mánudagur: Morguntími kl: 07:00-08:00 og kvöldtími kl: 20:30-21:30
Þriðjudagur: Morguntími kl: 07:00-08:00 og hádegistími 11:30 – 13:00
Fimmtudagur: Morguntími kl: 07:00-08:00 og kvöldtími kl: 20:30-21:30
Föstudagar: Morguntími kl: 07:00-08:00

Þjálfari: Vadím Forofonov, email vadimf@hive.is, gsm 843-0922
Ábm. Fh SJÓR: Árni Þór Árnason, arnia@itn.is, gsm 893-8325

Æskilegur búnaður:
Sundgleraugu, sundskýla/ sundbolir, sundhetta, stuttar og langar froskalappir, flotkorkur til að setja milli lappa og eins til að halda í fyrir framan sig þegar einungis er synt með löppum!

Verð:
Æfingagjaldið er kr. 4000 pr. mánuð, aðgangur í lauginna ekki innifalinn.

Share

Nýjárshugvekja formanns

January 2, 2011 by · Leave a Comment
Filed under: Fréttir 

Nýjárshugvekja formanns.
Ár er liðið frá því að Sjósunds og sjóbaðsfélag Reykjavíkur var stofnað.
Það er því stór dagur í dag og gaman að skoða hverju félagið hefur áorkað en það telur nú rúmlega 350 manns.
En það eru líka önnur tímamót í sundinu. SSÍ heldur upp á 60 ára afmæli um þessar mundir. SJÓR óskar þeim velfarnaðar og til hamingju með tímamótin.
Nýjárssundið tókst með ágætum og voru vel á þriðja hundrað manns sem skelltu sér í sjóinn í Nauthólsvík. Nýjárssundið hefur nú sitt annað hundraðasta ár en það var fyrst haldið 1910. Það var Lögreglan í Reykjavík sem hóf þessi sund sem oftast fóru fram í Reykjavíkurhöfn. Það fluttist svo í Nauthólsvíkina fyrir nokkrum árum og hér verður það vonandi um ókomin ár í samstarfi Íþróttafélags Lögreglumanna, ÍTR og SJÓR.
Með nýjum félagsmönnum koma ný markmið og draumar. Margir hafa sett sér markmið og þau náðst. Hvort sem var að fara í sjóinn, komast að fyrstu bauju, annarri eða synda yfir Fossvoginn.
SJÓR stóð fyrir mörgum uppákomum á liðnu ári. Farið var í Hvammsvík, Stykkishólm, Drangsnes, Borgarnes til Hríseyjar og óvissuferð á Reykjanes.
Félagið stóð líka fyrir nokkrum hópsundum þar sem synt var yfir Fossvoginn, til Viðeyjar, frá Bessastöðum og Skeljarfjarðarsund. Félagsmenn syntu Drangeyjarsund og hefðbundið Viðeyjarsund.
Í sumar voru tvö óvenjuleg sundmót haldin. Um þau mót sá skemmtilega nefndin, sem sett var á laggirnar á árinu. Skemmtilega nefndin hefur verið mikill hvalreki og á hún miklar þakkir skildar. Hún stóð fyrir dýfingamóti og keppni í samhæfðu sundi. Stórkostleg skemmtun sem mikla athygli vakti.
Ellefu sinnum á ári er synt milli mánaða. Fer þá vaskur hópur sundmanna út í sjó fyrir miðnætti og kemur upp úr sjónum eftir miðnætti.
Fræðslumál og öryggismál eru ofarlega á baugi og nokkrir fræðslufundir voru haldnir á árinu t.d. um ofkólnun og fyrstu hjálp. Einnig erindi um það hvað Ermarsund snýst. Enginn var svo svikinn af árshátíðinni sem lukkaðist stórkostlega.
Haldið var skriðsundnámskeið sem 40 manns sóttu og nú er búið að setja upp tíma fyrir garpahópa en sjá má á heimasíðunni okkar hvenær æfingar eru.
Gott samstarf hefur verið milli marga aðila. Má þar nefna starfsfólk í Nauthólsvíkinni og ÍTR. Einnig samstarf við SSÍ sem við sjáum að á eftir að eflast í framtíðinni. Mikil hjálp var í Kajakræðurum sem hjálpuðu við hópsundin. Þau fyrirtæki og stofnanir aðrar sem SJÓR hafði samstarf við á árinu eru: Lýsi, Lyfja, Olís, Vífilfell, Heilsuhúsið, Reykjavíkurborg og Faxaflóahafnir en Faxaflóahafnir hafa ákveðið að stuðla að auknu hreinlæti í höfnum sínum. Öllum þessum aðilum er þakkað samstarfið.
SJÓR heldur úti heimasíðu þar sem getið er frá því helsta sem er á dagskrá.
SJÓR vinnur að því að koma upp veðurathugunarbauju í Nauthólsvíkinni. Þá verður hægt að skoða hitastig sjávar og lofts á netinu og skoða myndir af staðnum í rauntíma. Þeirri vinnu miðar vel.
Framtíðin er björt fyrir sjósund og sjóböð. Fyrirsjáanleg er fjölgun félaga, fleiri spennandi atburði tengda sjónum og að aðstæður batni. Eitt það skemmtilegasta við sjósundið er hvað góður andi er ríkjandi meðal iðkenda. Gleði skín úr hverju andliti enda stórir sigrar unnir í hvert sinn sem farið er í sjóinn og samstaðan mikil milli ólíkra.
Sjósund á sér sögu og við erum að skapa sögu.
Sjósund er
Fegurð, félagsskapur, gætni.
Sjósund og Sjóbaðsfélag Reykjavíkur óskar þér og þínum gleðilegs sjósundsárs .

Share

Next Page »