Allir að taka upp prjónana !

August 24, 2013 by · Leave a Comment
Filed under: Fréttir 

prjon

Share

Sundnámskeið fyrir sjósundsfólk 8 vikur á 9500 kr.

August 20, 2013 by · 1 Comment
Filed under: Fréttir 

8 vikna sundnámskeið byrjar 2. september í Kópavogslaug og kennari er Arnar Felix Einarsson. Verðuð er frábært eða 9500 krónur þið borgið sjálf aðgangseyri í sundlaugina.

Þetta yrði sambland af kennslu og þjálfun og með það að markmiði að ná byggja upp þol og tækni. Þetta byggist svo aðeins á hverjir skrást í tímana.

Kennsla er mánudaga og miðvikudaga kl 20:00 og stefnan er að ná saman ca 10 manna hóp og í lagi að með séu byrjendur í skriðsundi en þáttakendur verða annars á mismunandi getustigi. Allar upplýsingar og skráning er hjá mér og best að senda tölvupóst á sigurlaug@simnet.is

(námskeiðið er ekki á vegum SJÓR heldur mín hugmynd sem ég ákvað að framkvæma)

kv. Sigurlaug

Share

Synt út í Viðey

August 14, 2013 by · Leave a Comment
Filed under: Fréttir 

SJÓR er með hina árlegu sundferð fram og til baka til Viðeyjar föstudaginn 23. ágúst. Lagt verður af stað kl. 17:30 frá Skarfakletti. Það kostar ekkert fyrir félagsmenn SJÓR en 1000 kr. fyrir aðra, og fer það í að greiða kostnað við báta og annan tilfallandi kostnað við sundið. Hægt verður að velja um aðra leið eða báðar. Við viljum benda sundfólki á að það er á eigin ábyrgð í sjónum. Við verðum með nokkra báta og nokkra kayaka sem að fylgja fólki alla leið. Einnig verður mjög vant sjósundsfólk með blöðkur sem fylgist vel með og er tilbúið að hjálpa. Bendum fólki á að hafa meðferðis eitthvað heitt að drekka og hlý föt sem auðvelt er að klæða sig í eftir sundið. Ekki verra að hafa einhvern sem tekur á móti þegar sundið er búið. Allir sem taka þátt fá frítt í Laugardalslaugina eftir sundið og hvetjum við ykkur til að notfæra ykkur það og ylja ykkur í heitu pottunum þar. SJÓR áskilur sér rétt til að stöðva sund þeirra sem hann telur að sé hætt kominn.

Skráning fer fram hér

Share

Vel heppnað Íslandsmót í sjósundi.

July 19, 2013 by · 1 Comment
Filed under: Fréttir 

islandsmot

Hátt í fimmtíu manns tóku þátt í Íslandsmótinu í sjósundi í Nauthólsvíkinni í gær. Coldwater ásamt Sundsambandi Íslands stóðu fyrir mótinu í samvinnu við Securitas.

Mikið rigndi á meðan að á sundinu stóð en sundmenn og áhorfendur létu það ekki á sig fá og var stemmingin góð. Gott var í sjóinn, lítil alda og hitastig sjávar 12,3°C. Keppt var í tveimur vegalengdum, 3 km og 1 km. Mótið hlaut mikla athygli í fjölmiðlum en hér má sjá tengla á nokkrar fréttir af mótinu:

Rúv

Mbl

Vísir

Eftirfarandi er listi yfir verðlaunasætin.

3 km án galla.

Aldursflokkur 39 ára og yngri:

Karlar.

 1. Þorsteinn Már Jónsson

Konur.

 1. Bára Kristín Björgvinsdóttir
 2. Íris Dögg Jónsdóttir
 3. Harpa Hrund Berndsen

Aldursflokkur 40 ára og eldri:

Karlar.

 1. Þorgeir Sigurðsson

Konur.

 1. Margrét J. Magnúsdóttir
 2. Þórdís Hrönn Pálsdóttir

1 km án galla.

Aldursflokkur 39 ára og yngri:

Karlar.

 1. Ólafur Sigurðsson
 2. Dado Milos
 3. Hafþór Jón Sigurðsson

Konur.

 1. Ásdís Birta Guðnadóttir
 2. Jóna Helena Bjarnadóttir
 3. Kristín Jóna Skúladóttir

Aldursflokkur 40 ára og eldri:

Karlar.

 1. Steinn Jóhannsson
 2. Einar Hauksson
 3. Jakob S Þorsteinsson

Konur.

 1. Corinna Hoffmann
 2. Sigrún Þ. Geirsdóttir
 3. Guðbjörg Matthíasdóttir

3 km í galla

Aldursflokkur 39 ára og yngri:

Karlar.

 1. Torben Gregersen
 2. Hordur Valgardsson

Aldursflokkur 40 ára og eldri:

Karlar.

 1. Benedikt Ólafsson

1 km í galla

Aldursflokkur 39 ára og yngri:

Konur.

 1. Stefanie Gregersen

Aldursflokkur 40 ára og eldri:

Karlar

 1. Þórhallur Halldórsson

 

Hér má sjá úrslitin í heild sinni.

Share

Yfirheyrslan: Dagný Finnsdóttir

July 5, 2013 by · Leave a Comment
Filed under: Fréttir 

dagny1

Hvernig atvikaðist það að þú fórst að synda í sjónum?
Mig hafði langað til að prufa þetta í þónokkurn tíma, svo sl haust þá heyrði ég af
nokkrum sem voru farin að synda reglulega á Ólafsfirði ,ákvað að hafa samband
og kanna hvort að ég mætti ekki prufa og það er ekki aftur snúð.

Í hvernig sundhettu langar þig mest? Æji er nú ekki mikið fyrir sundhettur.

Hvar er draumurinn að synda? Það er eiginlega engin draumastaður

Eftirminnilegasti sundstaðurinn? Er nú svo mikill nýgræðingur í þessu, ég hef bara synt á Ólafsfirði og á Siglufirði

Hvað hefur sjósundið gert fyrir þig? Ekkert nema gott. Þetta er svo hrikalega hressandi og kætandi. Og frábært félagsskapur.

Hefur þú sett þér sjósundsmarkmið? Já stefnan er í sumar að synda yfir bæði Siglufjörð og Ólafsfjörð

Er sjósund smart eða púkó? Ótrúlega smart

Syndari eða syndgari? Ætli ég sé ekki bara bæði

Hvað ertu að gera þessa dagana?  Bíða eftir sumrinu.

Hvenær og hvar ertu hamingjusöm/samur?  Ég nýt stundarinnar og gæti þess að hafa alltaf eitthvað skemmtilegt og spennandi að gera . Eintóm hamingja á þessum bæ

Eru einhverjar hefðir í kringum sjósundið hjá þér?  Nei engar

Hvaða sjávardýr værir þú til í að vera? Höfrungur

Ef þú mættir breyta einu í Nauthólsvíkinni, hverju myndir þú vilja breyta?  Á eftir að synda þar svo ég verð að segja pass við þessari spurningnu

dagny2

Og svo koma nokkrar spurningar til að auðvelda úrvinnslu þessara spurningarlista

Hver eru launin þín? þokkaleg

Hverja á að kjósa í næstu alþingiskosningum? Pass

Kók eða Pepsí? Hvortugt, drekk ekki svart gos

Borðar þú vini okkar, sjávardýrin? Já það geri ég.

Hvaða sjávardýr er best á bragðið? Humarinn hefur alltaf verið í uppáhaldi en laxinn er að koma sterkur inn.

Æfir þú aðrar íþróttir? Já ég spila blak, strandblak og golf, auk þessa að sprikla í ræktinni af og til

Ætlar þú á tónleikana með Hasselhoff? Nei ég held að ég sleppi þeim J

Share

Félagsskírteini SJÓR tilbúin

July 4, 2013 by · Leave a Comment
Filed under: Fréttir 

Félagsskírteinin eru tilbúin. Hægt er að nálgast þau í afgreiðslunni í Nauthólsvíkinni.

Share

Styttist í Bessastaðasundið

June 27, 2013 by · Leave a Comment
Filed under: Fréttir 

Bessastaðasundið fer fram á fimmtudaginn í næstu viku, þann 4. júlí.

Tvær vegalengdir eru í boði 4,5 km og 2,4 km. Skráningu lýkur degi fyrir sundið.

 Frekari upplýsingar og skráning:  hér.

Share

Glæsilegur árangur hjá Sækúnum !

June 26, 2013 by · 4 Comments
Filed under: Fréttir 

saekyr

Sækýrnar kláruðu Ermarsundið klukkan fjögur í nótt eftir 19:32:08 klst. sund. Þær eru fyrsta íslenska kvenna boðsundssveitin sem syndir Ermarsundið.  Sundið vakti gríðarmikla athygli og fylgdust yfir þúsund manns með sundinu á netinu í dag og í nótt. Stelpurnar skiptust á að synda og synti hver þeirra í klukkutíma í senn. 

Birna, Raggý, Sigrún, Anna, Kidda og Kristín til hamingju með þennan glæsilega árangur !

Share

Sundsamband Íslands heiðrar sjósundsfólk

November 21, 2012 by · 2 Comments
Filed under: Fréttir 

 

Uppskeruhátíð SSÍ var haldin s.l. sunnudagskvöld. Stjórn SSÍ ákvað að veita þeim sex sundmönnum sem syntu boðsund yfir Ermarsund á árinu silfurmerki sundsambandsins. Í reglum SSÍ um heiðursviðurkenningar kemur fram að veita megi þeim sem hafa náð viðurkenndum alþjóðlegum árangri silfurmerki SSÍ. Sjósundskapparnir sex eru þeir Hálfdán Freyr Örnólfsson, Árni Þór Árnason, Birna Jóhanna Ólafsdóttir, Kristinn Magnússon, Björn Ásgeir Guðmundsson og Ásgeir Elíasson. Að auki var Jón Karl Helgason kvikmyndagerðarmaður sæmdur silfurmerkinu. Á uppskeruhátíðinni var talað um að hann hafi sýnt heilmikinn kjark og þor við að kynna sundíþróttir og þróun sunds á Íslandi undanfarin misseri. Kvikmynd hans Sundið er ómetanleg heimild um sund á Íslandi frá landnámi.  Jón Karl lagði óhemju vinnu í verkefnið og er því vel að merkinu kominn.

Share