Þingvallasund 25 ágúst

September 9, 2012 by · Leave a Comment
Filed under: Fréttir 

Kláruðu að synda 5 km leið yfir Þingvallavatn.

Laugardag 25 ágúst, kláruðu þeir Kristinn Magnússon, Árni Þór Árnason, Hálfdán Örnólfsson og Benedikt Hjartarson sund yfir Þingvallavatn.  Lagt var af stað frá Mjóanesi og tóku sundmenn land við Markarvík 5 km síðar.  Sundið gekk að óskum, þótt nokkuð þung alda hafi komið á hlið sundmanna megnið af leiðinni.

Vatnið mældist um 10 gráður og nýttu sundmenn sér engin hjálpartæki svo sem galla eða blöðkur, heldur voru í hefðbundnum sundbuxum,  með sundhettu og sundgleraugu.  Hálfdán Örnólfsson kom fyrstur að Markarvík á tímanum 1 tíma og 40 mínútur, en svo komu félagar hans inn einn af öðrum á næstu 10 mínútum.

Þingvallasund er draumur margra sundmanna, en einungis 5 menn hafa synt það frá upphafi.  Fylkir Þ Sævarsson synti það fyrstur manna sumarið 2001, en félagi hans Kristinn Magnússon synti það árið eftir og svo aftur núna og stóð fyrir skipulagningu þess.

Þingvallasund er nr 17 í röðinni yfir alþjóðlega upptalningu yfir áhugaverð sund, sjá http://www.worldstop100openwaterswims.com/

Sundmenn nutu dyggrar aðstoðar Björgunarsveitarinnar á Selfossi og góðra vina sem studdu sundmenn með ráð og dáð og viku ekki frá þeim allt sundið.  Sveinn Valfells og kona hans buðu svo sundmönnum og fylgdarliði upp á gúllassúpu í sumarbústað þeirra við vatnið.

Allar sögulegar upplýsingar er hægt að finna á www.thingvallasund.com

 

Upplýsingar veita

Árni Þór Árnason, gsm 8938325

Kristinn Magnússon, gsm 8486313

Hér eru svo þrír linkar með myndum og video.

http://www.facebook.com/Thingvallasund

http://thingvallasund.com/

http://www.youtube.com/watch?v=Nost1RL1Auk

Share

Syndum í Kleifarvatni

August 28, 2012 by · 1 Comment
Filed under: Fréttir 

Í aðdraganda þess að 4 kappar syntu Þingvallasund á laugardag, leituðu menn að hentugum æfingarstað fyrir ferskvatnssund.  Kleifarvatn varð fyrir valinu þar sem það er frekar stutt í burtu, alla vega fyrir þá sem búa í Hafnarfirði J

Þegar menn hófu æfingar í Kleifarvatni, opnaðist nýr heimur af skemmtun og allir sem tóku þátt í þessum undirbúningi voru sammála um að leyfa yrði fleirum að njóta þess og upplifa.

Kleifarvatn er kaldara en sjórinn, en það skrítna er að líkaminn er mjög fljótur að aðlagast vatninu.  Tært vatnið og útsýnið er stórkostlegt.

Myndbönd og myndir frá Kleifarvatni hafa vakið skemmtileg viðbrögð og margir spurt hvort ekki væri hægt að setja saman skemmtilegan viðburð á vegum SJÓR við Kleifarvatn.

Næstkomandi fimmtudag 30 ágúst, er hugmynd að fara uppeftir kl 17.30 og væri gaman ef fólk tæki með sér pulsupakka til að grilla áður eða á eftir sundferðina.  Einhverjir eiga líka ferðagrill og væri vel þegið að kippa þeim með.

Gott er að fara í skýluna eða sundbol undir fötin sýn, vera í léttum fötum svo sem jogging eða álíka, taka með sér baðskó og svo góða skapið.  Nauðsynlegt er að hafa með sér sundgleraugu, þar sem gaman er að skoða botninn.

 

Hittumst svo við enda vatnssins, þar fyrst er keyrt að vatninu, sé komið úr Hafnarfirði.

 

Með tilhlökkun að sjá sem flesta.

Kv,

Árni Þór

Kiddi Magg

Hálfdán

Bjössi

Share

Boðsundssveit kvenna syndir frá Reykjavík til Akraness

August 26, 2012 by · 6 Comments
Filed under: Fréttir 

Þær Raggý, Birna, Sigrún og Kidda höfðu nákvæmlega ekkert að gera núna á sunnudag svo þær ákváðu að synda upp á skaga í boðsundi og horfa á Fótboltaleik.  Þær byrjuðu sundið kl. tíu frá Seltjarnarnesi og settu stefnuna á Langasand.  Hver sundkona synti klukkutíma í einu og þá tók næsta við. Sundið tók átta og hálfan tíma og syntu því allar tvisvar  og svo syntu þær allar í land.

Á leiðinni sáu þær makríltorfur og hvali og var það upplifun fyrir þessi dýr að fá að synda með sundkonunum.

Óskum við þeim til hamingju með þetta frábæra sund og bíðum spennt eftir því hvað þeim tekst að finna upp á næst.

p.s. Skaginn vann .)

Share

Og alllir komu þeir aftur og engin þeirra,,,,,,,varð of kaldur

August 18, 2012 by · 3 Comments
Filed under: Fréttir 

Sund út í Viðey var synt í kvöld. um 140 manns tóku þátt í þetta sinn og náðu allflestir markmiðum sínum.  Ferðin út í viðey var létt og lagóð vegna hagstæðra skilyrða, vindur með sundmönnum og straumur ýtti fólki áfram. Hinsvegar var ferðin frá Viðey og að skrafakletti mun erfiðari þar sem synt var móti vindi og straumi sem var mikill við garðsendan í landi.

Ekki þurfti að hjálpa mörgum sundmönnum við þessar erfiðu aðstæður  sem er ótrúlega gott.

Þegar í land kom tók móttökunefnd á móti fólki með Powerade og medalíur handa öllum.

Einhverjir voru ekki með seðla á sér og hér eru því upplýsingar fyrir þá til að leggja inn á félagið 1.000 kr. vegna sundsins sjálfs.

Bankaupplýsingar:   Rnr. 516-26-66011, Kt. 660110-0460,  (endilega sendið kvittun á skraning@sjosund.is)

Þeir sem vilja kaupa Viðeyjarboli á 1.000 kr. geta gert það í Nauthólsvíkinni, ath, að SJÓR hefur ekki posa svo það þarf að borga með seðlum, eða leggja inn á reikninginn hér að ofan og prenta út kvittun og fara með í víkina til að fá bol.

Tölur: tæðlega 140 manns skráðir í sundið, af þeim voru um tæpir 50 sem syntu aðra leiðina.  Sá elsti 74 ára og sá yngsti var 10 ára. Lagt var að stað frá Skarfakletti kl. 17:47 fyrstu menn og frá Viðeyjarhöfn 17:57 fyrstu menn, svo geta glöggvir sundgarpar reiknað út sinn tíma.

Viljum þakka þeim sjálfboðaliðum sem aðstoðuðu við skarfaklett mikið og gott verk sem gerði allt auðveldara fyrir skipuleggjendur.

Benni Kafari var með tvo báta, björgunarsveitin með stóran bát, Kayakklúbburinn með fullt af Kayökum og Reykjavík Safarí kom með slatta líka.  Þetta fólk er stór partur af þeim sem gerðu þetta sund mögulegt og viljum við þakka þeim öllum fyrir frábæra hjálp.

Eftir sund fóru allflestir í Laugardalslaugina þar sem allir sundmenn fengu frítt í laugina í boði sundlauga Reykjavíkur.

Share

Synt yfir Hrútafjörðin

August 17, 2012 by · Leave a Comment
Filed under: Fréttir 

Gaman að segja frá því að verið er að synda í sjónum um land allt.

Rakst á þessa frétt á fésinu, skemmtilegt sund án vafa

Share

Eygló Halldórsdóttir og Harpa Hrund synda Viðeyjarsundið

August 17, 2012 by · 7 Comments
Filed under: Fréttir 

Þær stöllu Eygló og Harpa Hrund tóku sig til í gærkveldi að synda Viðeyjarsundið góða.  Mikill hiti er í borginni þessa dagana og var ákveðið að leggja af stað kl. 18:30 frá fjörunni í Viðey.  Harpa var á tímanum 2:20 mínútur og Eygló var á tímanum 3:02.  Sjórinn var 14,5 gráður og smá gjóla um mitt sund sem lagaðist svo þegar að hafnarmynni var komið. Mikill fjöldi tók á móti þeim báðum þegar þær kláruðu og var það mjög gaman.

Óskum við þeim til hamingju með afrekin og gaman að sjá hvað þær gera næst af sér.

Share

Fossvogssundið fór fram í bongóblíðu

August 16, 2012 by · 2 Comments
Filed under: Fréttir 

Rúmlega 80 sundmenn tóku þátt í Fossvogssundinu hjá okkur síðasta í frábæru veðri og góðri stemmingu. All flestir syntu báðar leiðir og höfðum við fylgd frá sjóbjörgunarsveit Garðabæjar.

Smalarnir okkar syntu fram og aftur um voginn til að fylgjast með sundfólki og gekk allt eftir bestu leiðum og fengu sundmenn powerade að sundi loknu.

Þær stöllurnar Katrín 11 ára og Tindra Gná 10 ára syntu yfir í Kópavog og til baka í þessu sundi og eru þær af því sem best er vitað yngstar til að klára þetta sund. Myndin var tekin rétt fyrir sundið og þær voru þær mjög kátar þegar því var lokið, og farnar að ræða um Grettissund,,,,,,,

Viljum við að lokum þakka öllum sem að sundinu komu og gerðu það mögulegt, sjáumst á föstudaginn í Viðeyjarsundinu sem er síðasta ákveðna hópsund sumarsins.

kv. Stjórnin

Share

Ægisíðusundið yfirstaðið

August 10, 2012 by · 5 Comments
Filed under: Fréttir 

Ægisíðusund fór fram í vindasömum aðstæðum í gær.  35 manns tóku þátt að þessu sinni sem er meira en á síðasta ári.  18 manns syntu 3,8 og 3,0 km. og 17 manns syntu 2,0 og 1,5 km.  Háfjara var svo að ekki þurftu sundmenn að synda gegn straumi.  Mótvindur var á þeim sem syntu lengri vegalengdirnar fyrri part leiðar og lagaðist svo seinni partinn.  Tailenska leiguhjólið þurfti að koma tveim í pottinn sem er það sama og í fyrra við mikla kátínu þeirra sem skokkuðu hjá.  Miklir sigrar hjá mörgum og t.d. var Eygló okkar 3:05  í sjónum, og ekki sást á henni þegar hún kom í höfn að henni væri kalt “Ég er eiginlega bara aðeins þreitt” heyrðist í henni.  Snillingur þar á ferð.

Við viljum þakka þeim sem aðstoðuðu okkur við framkvæmdina,  Haukur fylgdi sundfólkinu í styttri vegalengdunum, Guðrún hjólaði út um allt að fylgjast með, Sæþór og Benni fylgdu þeim sem syntu lengri vegalengdina, Anna Guðrún tók á móti sundfólkinu í fjörunni og Tindra lét alla fá Powerade.    Starfsfólk Nauthólsvíkur hjálpaði okkur mikið og fleiri og fleiri.

Nú eru tvö hópsund eftir: Fossvogssund 15. ágúst og Sund út í Viðey 17. ágúst og vonandi mæta sem flestir í þau sund.

 

Share

Upplýsingar vegna Ægisíðusunds

August 7, 2012 by · Leave a Comment
Filed under: Fréttir 

Nú styttist í Ægisíðusundið og mikið af fólki búið að skrá sig, Það verður mikil hjálp í því að einhverjir af þeim sem fara lengri vegalengdirnar (3,0 og 3,8 km) séu á bílum og geti ferjað sundfólk á byrjunarstað.

 

Þeir sem synda 3,8 og 3.0 km sund fara sambíla frá Nauthólsvík kl. 16:15 að byrjunarstað sunds og svo verða bílarnir skildir eftir þar. Bílstjórum verður skutlað til að ná í bílana sína eftir sund. Þeir sem fara 2 km og 1,5 km sund ganga saman frá Nauthólsvíkinni út eftir ströndinni og mun SJÓR svo taka við fötum og flytja í víkina góðu frá öllum vegalengdum.

Það verður fjara á meðan sundið er sem þýðir að fólk þarf að synda aðeins utar en vanalega, en muna bara að alltaf synda MEÐ landi, ekki stytta sér leið yfir víkur og voga.  Það verður fylgt hópnum eftir alla leið og fólk í landi til að aðstoða og koma ykkur í pottinn ef þess þarf.

Ef einhverjir sjá sér fært um að aðstoða okkur við framkvæmdina endilega senda póst á birgirskula@gmail.com.

Því fleiri sem aðstoða því skemmtilegra er þetta fyrir sundfólkið.

kv Stjórnin

Share

Ægisíðusund!

August 7, 2012 by · Leave a Comment
Filed under: Fréttir 

Viljum minna á næsta hópsund hjá okkur sem er Ægisíðusundið

Allar upplýsingar á linknum og minnum við á að skráning fer þar fram líka.

kv. Stjórnin

Share

Next Page »