July 30, 2012 by · 1 Comment
Filed under: Fréttir 

Írena Líf Jónsdóttir, 17 ára stúlka úr Reykjanesbæ, synti tvöfalt Viðeyjarsund í gærkvöldi.
Fyrst synti hún út í eyjuna þar sem hún fékk sér hressingu, án þess að stíga á land, og síðan aftur til lands. Hún kom að landi laust fyrir miðnætti, og hafði þá verið í þrjár klukkustundir á sundi.

Írena synti Viðeyjarsundið á síðasta ári og var þá yngsta sundkona til að synda það sund.  Þessi stelpa er MASSA góð í sjósundi og eigum við eftir að sjá mikið af góðum sundum frá henni og ekki skemmir að hún hefur æft sund frá blautu barnsbeini og yfirferðin á henni í sjónum er mikill.

Óskum við henni til hamingju með þetta frábæra afrek.

Share

Viðtal við lækni um sjósund og hversu hollt það er.

July 27, 2012 by · 1 Comment
Filed under: Fréttir 

Hallgrímur Magnússon læknir var í viðtali á bylgjunni um hollustu sjósunds.

Margt gott kom út úr þessu og gaman er að hlusta á viðtalið til að hafa þetta á hreynu.

Ýttu hér til að fara á tengilinn

Share

Birna og Sigrún synda Grímseyjarsundið.

July 23, 2012 by · Leave a Comment
Filed under: Fréttir 

240Þær sundsystur, Birna og Sigrún, syntu frá Grímsey í Drangsnes í gær (22. júlí).

Sjávarhiti var 10 °C  Aðstæður voru nokkuð erfiðar þar sem það var töluverður straumur.

Tveir bátar fylgdu þeim eftir, í öðrum voru skipstjóri, háseti og læknir um borð en hreppstjórinn tók ekki annað í mál.  Í hinum þrír þrautþjálfaðir björgunarsveitarmenn.

Birna synti þetta á tímanum 28:14 og Sigrún á 41:20

Birna var sú þriðja til að synda þetta sund og Sigrún sú fjórða.  Þess má geta að af þeim fjórum sem hafa synt þetta sund eru þrjár konur.

Óskum við þeim að sjálfsögðu til hamingju með þetta afrek.  Og auðvitað eru nokkrar myndir í myndaalbúminu góða

Share

Benedikt S. Lafleur syndir Hegranessundið.

July 23, 2012 by · Leave a Comment
Filed under: Fréttir 

Benedikt S. Lafleur vígði nýja sjósundsleið í Skagafirði sem hann nefnir Hegranessund. Sundið nefnir hann eftir Hegranesvitanum, en þaðan synti hann í dag fyrstur manna alla leið inn í Sauðárkrókshòfn. Vegalengdin er ca 5,2-5,5 km. Ferðin tók Benedikt lengri tíma en áætlað var eða tæpa 3 tíma í stað 2-2,5 klst. Fyrri helmingurinn skotgekk og Benedikt þaut áfram og synti hann á 1 klst en átt í basli með þann seinni vegna hafgolu sem óx úr algöru logni og vann þvert gegn sundleið Benedikts. “Êg þurfti stundum að synda 6-8 sundtök af krafti án þess að anda. Og þegar ég var orðinn verulega pirraður á því að komast vart áfram brá ég á gamla trixið mitt að synda kröftugt kafsund, það klikkar aldrei við svona aðstæður. Var mest hissa á því að ég skyldi ekki vitund finna fyrir kalda álnum úr ósi Héraðsvatnanna, en honum fylgir gjarna mikill straumur. Ég hafði hins þann varann á að fara á háflóði til að vega á móti útstreymi álsins. Hins vegar sé ég að ég hefði mátt halda fyrr af stað til að sleppa við hina erfiðu hafgolu… Sem sagt reynslunni ríkari..”

 

Björgunarsveit Skagfirðinga fylgdi Benedikt allt sundið og stóð sveitin sig mjög vel, ekki síst síðasta spölin, þar sem hún beitti gömlu bragði til að hvetja Benedikt áfram…

 

“Sjálfum fannst mêr sundið ekki síður erfitt eða erfiðara en Grettissundið sem êg synti 2009, vegna hafgolunnar. Ef mêr hefði tekist að sleppa við hana hefði þetta verið mjög fínt æfingasund fyrir Drangeyar – eða Grettissund.”

 

Hegranessundið er æfingasund Benedikts nr 2 fyrir meiriháttar afrekssund. Næsta  æfingasund er Grettis- eða Drangeyjarsund. Eftir það meiriháttar afrekssund!

Óskum við Benedikt til lukku með þetta sund og bíðum auðvitað eftir næsta afreki hjá honum.

Share

Afmælispartý í Helgusundi

July 4, 2012 by · Leave a Comment
Filed under: Fréttir 

Tvær sundkonur syntu Helgusundið í gærkveldi í spegilsléttum öldum og blíðu.  Sigrún og Birna héldu upp á fertugs afmæli Sigrúnar með því að synda þessa vegalengd með einum sel og slatta af marglittum.

Við Óskum báðum til hamingju með sundið og auðvitað Sigrúnu til hamingju með STÓR-afmælið.

Hér eru nokkrar myndir sem teknar voru við tilefnið.

Share

Myndir úr útilegunni í Stykkishólmi 2012

July 2, 2012 by · 1 Comment
Filed under: Fréttir 

Heimir Logi tók mikið af myndum í í útilegunni síðustu helgi í Stykkishólmi og hann leyfir okkur öllum að njóta þeirra.

Þær eru komnar í myndasafnið góða á síðunni

Share

Yfirheyrslan: Hermann Bridde

June 4, 2012 by · 1 Comment
Filed under: Yfirheyrslan 

 

Hvernig atvikaðist það að þú fórst að synda í sjónum?

 

Svar__ Var boðið í prufusund fyrir tveimur árum og hef ekki hætt síðan

 

Í hvernig sundhettu langar þig mest ?

 

Svar_Æðislega litríka með fiska mynstri

 

Hvar er draumurinn að synda?

 

Svar_Enginn  sérstakur staður bara þangað sem félagskapurinn fer

Eftirminnilegasti sundstaðurinn

 

Svar_Upp á Akranesi í briminu á Langasandi

 

Hvað hefur sjósundið gert fyrir þig?

 

Svar__Opnað nýjar víddir og kynnst frábæru fólki_

 

Hefur þú sett þér sjósundsmarkmið?

 

Svar__Nei… engin svoleiðis markmið bara hafa gaman af

 

Ætlar þú á árshátíð SJÓR?

 

Svar__Já að sjálfsögðu

 

Er Sjósund smart eða púkó?

 

Svar___Það er inn í dag

 

Syndari eða syndgari?

 

Svar_Held að ég sé meiri syndgari

 

Hvað ertu að gera þessa dagana?

 

Svar_Allt og ekkert,bíða eftir sumrinu

 

Hvenær og hvar ertu hamingjusöm/samur?

 

Svar__Þegar allt gengur vel

Share

Freedive Iceland

June 4, 2012 by · Leave a Comment
Filed under: Fréttir 

Nú er sumarið komið og sjórinn að hitna svo um munar.  Freedive Iceland hefur ákveðið að bjóða félögum SJÓR MEGA afslátt af AIDA 1* fríköfunarnámskeiði, sem er köfun án kúta.  Námskeiðið á að kosta 20.000 en félagar í SJÓR borga einungis 5.000 kr + borga sig inn í sundlaug.

Til að geta nýtt sér þetta þarf að: a) að vera félagi í SJÓR, b) Vera búinn að borga árgjaldið fyrir 2012.

Sjósundsfólk mun ferðast um landið í sumar og synda í öllum þeim fallegu víkum og fjörðum sem okkur dettur í hug.  Eftir að hafa lært grunn í fríköfun eigið þið auðveldara með að kafa niður og ná í það sem þið sjáið á botninum, skoða betur staði sem þið sjáið á sundi hvort sem það er á 1 eða 10 metrum.

Námskeiðið er tvö kvöld frá ca. 19 til 22 og fer kennslan fram á sunnudags og mánudagskvöldum.  Fyrra kvöldið er bókleg kennsla auk þurr-æfinga en seinna kvöldið er í Sundhöll Reykjavíkur.

Það sem farið er yfir á námskeiðinu er: Fríköfun, öryggi, búnaður, þrýstijöfnun, straumar og fl.

Allar græjur eru innifaldar.  Fit, snorkur, gleraugu, blý, og það sem þarf.

SJÓR félagar munu einungis læra með öðrum SJÓR félögum þar sem þetta verða lokuð námskeið og allir sem klára útskrifast með alþjóðleg AIDA 1* réttindi.

Til að fræðast um fríköfun er gott að fara inn á www.freedive.is

Til að skrá sig eða fá meiri upplýsingar er hægt að senda póst á birgirskula@gmail.com eða hringja í 859-7220 til að fá meiri upplýsingar.

Share

Yfirheyrslan: Gunnlaugur Egilsson

March 27, 2012 by · 2 Comments
Filed under: Fréttir 

 

 

 

Hvernig atvikaðist það að þú fórst að synda í sjónum?

Svar: Það er kona sem ég þekki sem plataði mig til að prufa sjósund og síðan hef ég ekki getað hætt

Í hvernig sundhettu langar þig mest ?

Svar: Svarta sundhettu sem nær niður á háls

Hvar er draumurinn að synda?

Svar: Þar sem maður getur synt í góðum félagsskap

Eftirminnilegasti sundstaðurinn

Svar: Nauthólsvík

Hvað hefur sjósundið gert fyrir þig?

Svar: Það gefur manni óttrúlega góða orku

Hefur þú sett þér sjósundsmarkmið?

Svar: Synda mér til ánægju og í góðum félagsskap

Ætlar þú á árshátíð SJÓR?

Svar: Ég býðst við að ég mæti á næstu árshátíð ef hún er ekki haldin í September

 Syndari eða syndgari?

Svar: Bæði

Hvað ertu að gera þessa dagana?

Svar: Þegar ég er ekki að reyna að selja bændum, þá er ég að rölta örlítð um landið okkar og fjöllin. Svo er ég að dansa og synda í sjónum ofl

 Hvenær og hvar ertu hamingjusöm/samur?

Svar: Þegar ég er úti í náttúrunni

Share

Benedikt S. Lafleur í viðtali hjá Sirrý. Áhugavert viðtal hjá karlinum.

March 25, 2012 by · Leave a Comment
Filed under: Fréttir 

http://ruv.is/sarpurinn/sirry-a-sunnudagsmorgni/25032012

Benedikt S. Lafleur ræðir um sjósund kosti þess og galla út frá nýjum rannsóknum. Hvað er svona gott við það að baða sig í jökulköldu hafinu? Hvers vegna nýtur sjósund svo mikilla vinsælda sem raun ber vitni? Er ekki betra fyrir heilsuna að skella sér í heita pottinn? Beínsínverð í Opinni línu.

Viðtalið byrjar á 87 mínútu.

Share

« Previous PageNext Page »