Skötubót við Þorlákshöfn sunnudaginn 7.júní kl 12

June 4, 2015 by · Leave a Comment
Filed under: Fréttir 

skötubót

Þá er að komið að Skötubót. Hittumst kl 12 við Olísstöðina Norðlingaholti og förum í halarófu þrengslin til Þorlákshafnar. Við ætlum að leggja bílunum við golfvöllinn sem er rétt áður en komið er inn í bæinn. Skötubótin er skemmtilegur staður til útivistar, þarna er mikil sandfjara og hægt að leika sér í öldum ef sá gállinn er á sjónum. Eftir sjósundið verður auðvitað farið í sundlaug Þorlákshafnar og lagst í alla potta og rennibrautir. Við höfum farið árlega í Skötubótina og alltaf hefur verið alveg ógurlega gaman. Við erum ekkert að synda neitt langt út enda getur staðurinn verið varasamur. Hér erum við meira að leika okkur, hlaupa um fjöruna og kafa í öldunum. Gott er að vita af þeim sem ætla að koma með, svo við förum ekki á undan neinum austur. Hægt er að setja athugasemd hér eða senda skilaboð á Raggý 849-0092.

Share

Dagskrá sumarsins 2015

May 26, 2015 by · Leave a Comment
Filed under: Fréttir 

Það verður nóg um að vera í sjónum í sumar fyrir félagsmenn SJÓR. Fossvogssundið verður á sínum stað og synt verður út í Viðey föstudaginn fyrir menninganótt. Við ætlum að bjóða aftur upp á Skerjafjarðarsund fyrir þá sem vilja reyna sig við langar vegalengdir. Svo verða nokkrir góðir sundstaðir heimsóttir til að mynda Stokkseyri, Sundskálavík, Gullkistuvík og Skötubótin í Þorlákshöfn. Síðan ætlum við að prófa að synda kringum Seltjarnarnesið í nokkrum áföngum. Við ráðgerum einnig að endurtaka góðar ferðir þegar veðrið er hagstætt, s.s. öldusund upp á Akranesi, sólsetursund og sjósund við Garðskagavita. Nánar um það þegar endanleg dagsetning er komin og eins munum við koma með upplýsingar um hvern viðburð þegar nær dregur. Eins og undanfarinn sumur þá getur verið að við þurfum að hliðra til tímasetningum ef veðurguðirnir eru okkur ekki hliðhollir.

En hér koma dagsetningar

SUNDSKÁLAVÍK Í REYKJAVÍK fimmtudaginn 20.maí
Hvernig væri að prófa að synda í Sundskálavík? Árið 1909 var Sundskáli reistur af Ungmennafélagi Reykjavíkur við Sundskálavík. Held að það sé nokkuð rétt að Reykvíkingar hafi lært að synda þarna í víkinni. Konur sáust þarna í fyrsta skiptið á sundfötum opinberlega og þótti það tíðindum sæta. HIttumst á bílaplaninu við leikskólann Sæborg kl 18 (við enda Ægisíðu) svo röltum við niður að víkinni og tökum smá sundstrett. Eftir sundið er stefnan tekin á Vesturbæjarlaugina og jafnvel á kaffihús í framhaldinu.

SKÖTUBÓT VIÐ ÞORLÁKSHÖFN sunnudaginn 7.júní
Hittast kl 12 við Olísstöðina Norðlingaholti og verðum samferða austur. Förum í halarófu þrengslin til Þorlákshafnar. Við ætlum að leggja bílunum við golfvöllinn sem er rétt áður en komið er inn í bæinn. Skötubótin er skemmtilegur staður til útivistar, þarna er mikil sandfjara og hægt að leika sér í öldum ef sá gállinn er á sjónum. Eftir sjósundið verður auðvitað farið í sundlaug Þorlákshafnar og lagst í alla potta og rennibrautir.

KVENNASUND 19.júní föstudagur kl 17:30
Til að fagna 100 ára kosningarétti kvenna og baráttu þeirra fyrir jafnrétti er tilvalið að skella sér saman í sjóinn. Míga saman í saltan sjó eins og konur hafa gert árum saman. Bjóðum allar konur velkomnar. Synt verður út að pramma eða bátum og svo verður notaleg stemmning í pottinum á eftir. Boðið verður upp á alskonar skrúbba eftir sundið, súkkulaði og

SELTJARNARNNES Í ALLT SUMAR.
Fyrir nokkrum árum syntum við hringinn í kringum Seltjarnarnes í nokkrum áföngum. Okkur langar að synda það aftur og bjóða fleirum að koma með. Ekki er búið að negla niður dagsetningar enda verðum við að bíða eftir rétta veðrinu á sumum leggjunum. Þeir sem hafa áhuga á að synda með okkur eða fylgjast með hvenær við syndum geta skráð sig með að senda tölvupóst á raggy.sjor@gmail.com. Eins verður búin til hópur á Facebook. Hver leggur verður ca 1 – 1,5 km fer svolítið eftir því hvernig viðrar og hverjir taka þátt. Engir bátar fylgja okkur í þessu sundi heldur verða einstaklingar í landi til taks og eins gætum við verið með kajak til taks. Þeir sem taka þátt verða að treysta sér í svona sund og synda í hóp.

FOSSVOGSSUND fimmtudagur 2.JÚLÍ kl 17
Mæting kl 17 sundið hefst kl 17:30
Fossvogssundið er tilvalið fyrir þá sem hafa prófað að synda í sjónum og langar að synda yfir til Kópavogs og jafnvel til baka. Bátafylgd verður og eins munu vanir sjósundsmenn synda með hópnum, leiðbeina og aðstoða sundmenn. Leiðin yfir er um 550 metrar og má reikna með að sjórinn verði um 13 gráður ef sumarið svíkur okkur ekki. Þeir sem synda aðra leiðina verða teknir upp í bát Kópavogsmegin og þeim skutlað til baka. Ef sundmenn treysta sér ekki til að synda lengra er alltaf hægt að rétta upp hendina og þá verður þeim skutlað í land. Sundið er öllum opið og fer skráning fram í Nauthólsvík frá kl 17 og kostar ekkert að taka þátt. Skylda er að synda með skærlitaða sundhettu. Við viljum benda sundfólki á að það er á eigin ábyrgð í sjónum.

STOKKSEYRI laugardagur 11.JÚLÍ kl 11
Höfum lengi beðið eftir rétta deginum til að bregða okkur til Stokkseyrar og synda í Kumbaravogslóni og við Baðstrandakletta. hann kom í fyrra og við skoðuðum staðinn. Hann er hrikalega flottur. Þjórsárhraunið rennur þarna út í sjó og myndar polla sem hægt er að synda í. Við syntum alveg út í brimið sem er þarna fyrir utan. Sjórinn í þessum pollum var hlýr og notalegur. Þarna lærðu Stokkseyringar og Eyrbekkingar að synda í gamla daga. Við ætlum að hittast við Olísstöðina í Norðlingaholti kl 11 og svo liggur leiðin austur. Eftir sjóinn verður svo farið í sundlaug Stokkseyrar en hún er afar vinaleg og þjónustan alveg til fyrirmyndar – starfsmenn færa manni kaffi í pottinn. Ekki missa af þessari ferð.

SKERJAFJÖRÐUR laugardagur25.JÚLÍ kl 12
Þetta er um 2.2 km löng vegalengd í beinni línu. Þetta er hið svokallaða Skerjafjarðarsund sem Eyjólfur Jónsson sundkappi synti oft. Þetta sund er fyrir vana sundmenn og sjósundsfólk og er mikilvægt eins og fyrir öll önnur sjósund að koma vel nærður og sofinn til leiks. Einnig er gerð krafa um að þeir sem synda séu með skæra sundhettu á höfðinu. Það er mikið öruggisatriði til að sundmenn sjáist vel á sundinu og til að verja höfuðið fyrir hitatapi. Sundmenn verða ferjaðir frá Nauthólsvík og að upphafsstað. Gott að hafa meðferðis teppi eða hlýja yfirhöfn til að vera í á leiðinni. Veittir verða viðurkenningapeningar fyrir sundið. Þátttaka kostar 2000 krónur fyrir þá sem ekki eru í Sjósunds- og sjóbaðsfélagi Reykjavíkur. Við verðum með nokkra báta og nokkra kayaka sem að fylgja fólki alla leið. SJÓR áskilur sér rétt til að stöðva sund þeirra sem taldir eru hætt komnir. Nauðsynlegt að vera mættur kl 11:30 niður í Nauthólsvík. Þetta er erfitt sund og því gerum við þær kröfur á þá sem ætla að taka þátt að þeir hafi synt Fossvogssundið eða geti sýnt fram á að hafa reynslu af sjósundum. Við viljum benda sundfólki á að það er á eigin ábyrgð í sjónum.

FOSSVOGSSUND fimmtudagur 13.ágúst kl 17
Mæting kl 17 sundið hefst kl 17:30
Fossvogssundið er tilvalið fyrir þá sem hafa prófað að synda í sjónum og langar að synda yfir til Kópavogs og jafnvel til baka. Bátafylgd verður og eins munu vanir sjósundsmenn synda með hópnum, leiðbeina og aðstoða sundmenn. Leiðin yfir er um 550 metrar og má reikna með að sjórinn verði um 13 gráður ef sumarið svíkur okkur ekki. Þeir sem synda aðra leiðina verða teknir upp í bát Kópavogsmegin og þeim skutlað til baka. Ef sundmenn treysta sér ekki til að synda lengra er alltaf hægt að rétta upp hendina og þá verður þeim skutlað í land. Sundið er öllum opið og fer skráning fram í Nauthólsvík frá kl 17 og kostar ekkert að taka þátt. Skylda er að synda með skærlitaða sundhettu. Við viljum benda sundfólki á að það er á eigin ábyrgð í sjónum.

SYNT ÚT Í VIÐEY föstudagur 21.ágúst kl 17
Lagt verður af stað kl. 17:30 frá Skarfakletti en mæting kl 17. Það kostar ekkert fyrir félagsmenn SJÓR en 2000 kr fyrir aðra. Hægt verður að velja um aðra leið eða báðar. Við verðum með nokkra báta og kayaka sem fylgja fólki alla leið. Einnig verður mjög vant sjósundsfólk með blöðkur sem fylgist vel með og er tilbúið að hjálpa. Bendum fólki á að hafa meðferðis eitthvað heitt að drekka og hlý föt sem auðvelt er að klæða sig í eftir sundið. Ekki er verra að hafa einhvern sem tekur á móti manni þegar sundið er búið. Allir sem taka þátt fá frítt í Laugardalslaugina eftir sundið og hvetjum við ykkur til að notfæra ykkur það og ylja ykkur í heitu pottunum þar. SJÓR áskilur sér rétt til að stöðva sund þeirra sem hann telur að séu hætt komnir. Þetta er erfitt sund og því gerum við þær kröfur á þá sem ætla að taka þátt að þeir hafi synt Fossvogssundið eða geti sýnt fram á að hafa reynslu af sjósundum. Við viljum benda sundfólki á að það er á eigin ábyrgð í sjónum.

GULLKISTUVÍK fimmtudagur 10.september kl 18
Prófuðum nýjan sundstað í fyrra – Gullkistuvík upp á Kjalarnesi. Gullfallegur staður. Fundum enga gullkistu, ekkert skotsilfur og engar aukakrónur. En það skipti litlu máli því þetta var bara ansi skemmtilegur. Spekingar segja að þetta sé einn fallegasti köfunarstaður sem við höfum hér í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Þarna er stórbrotið landslag, sem lætur engan ósnortinn, og mikið dýralíf. Hittumst við golfvöllinn sem er nálægt Brautarholti á Kjalarnesi kl 18. Nánari lýsing á aksturleið þegar nær dregur.

ÞAÐ SEM VIÐ ÆTLUM AÐ GERA Í GÓÐU VEÐRI Í SUMAR – SKYNDIÁKVARÐANIR
GARÐUR REYKJANESI – heimsókn og sjósund í fjöruna við Garðsskagavita er eitthvað það allra besta. Við stefnum á að efna til hópferðar þangað í sumar (veðrið hlýtur að vera með okkur í sumar). Eftir sjósund verður svo farið í sundlaugina í Garði.
HEIMSÓKN UPP Á SKAGA Í ÖLDUR – Hverjir muna ekki ferðina um árið þegar við lékum okkur í skemmtilegum öldum upp á Skaga? Okkur langar að reyna að endurtaka leikinn og skjótast upp eftir þegar ölduspáin er fín. Hóum þá í ykkur.
SUMARSÓLSTÖÐUR OG SÓLSETURSSUND – Höfum synt á móti sólsetri út við Gróttu á fögrum sumarkvöldum í yndislega sléttum sjó og magnaðri birtu. Við látum boð út ganga þegar viðrar vel.

Það er því að nógu að taka í sumar.
Bestu óskir um góðar stundir í sjónum.
Raggý

Share

Sundskálavík 20.maí kl 18

May 18, 2015 by · Leave a Comment
Filed under: Fréttir 

Hvernig væri að prófa að synda í Sundskálavík? Það ætlum við að gera nk miðvikudag 20.maí kl 18.
Árið 1909 var Sundskáli reistur af Ungmennafélagi Reykjavíkur við Sundskálavík. Held að það sé nokkuð rétt að Reykvíkingar hafi lært að synda þarna í víkinni. Konur sáust þarna í fyrsta skiptið á sundfötum opinberlega og þótti það tíðindum sæta. Hittumst á bílaplaninu við leikskólann Sæborg kl 18 (við enda Ægisíðu) svo röltum við niður að víkinni og tökum smá sundstrett. Eftir sundið er stefnan tekin á Vesturbæjarlaugina og jafnvel á kaffihús í framhaldinu.

sundskáli

Share

Ný stjórn SJÓR

March 31, 2015 by · Leave a Comment
Filed under: Fréttir 

stjórn
Ný stjórn tók við að þeirra gömlu á aðalfundi Sjósunds- og sjóbaðsfélagi Reykjavíkur þann 30.mars síðastliðinn. Tveir hættu í gömlu stjórninni og komu tveir knáir inn í staðinn.
Stjórnin er þegar farinn af stað með pælingar um sumarið og mun dagskráin líta dagsins ljós fljótlega. Við lofum fjölbreyttri og skemmtilegri dagskrá og fullt af fjöri í fjörunni.
Nýju stjórnina skipa
Ragnheiður Valgarðsdóttir (Formaður) raggy.sjor@gmail.com
Rósa Þorleifsdóttir (Gjaldkeri) r.thorleifs@visir.is
Þóra Kristín Ásgeirsdóttir (Ritari) thoraa@gmail.com
Kristín Helgadóttir: kristinh@oddi.is
Árni Georgsson (Stjórnarmaður) arnigeorgs@gmail.com
Varamenn:
Ólafur Hrafn Júlíusson: olihrafn@gmail.com
Lárus Lúðvík Hilmisson

Félagslegir endurskoðendur:
Sigrún Þuríður Geirsdóttir
Eiríkur Hans Sigurðsson

Share

Píslarsund

March 30, 2015 by · Leave a Comment
Filed under: Fréttir 

Dásemdar kvöl og pína

Undanfarin ár höfum við nokkur skellt okkur í sjóinn við Gróttu á föstudaginn langa. Í ár höldum við uppteknum hætti og mætum kl. 17.00.

Hittumst á bílaplaninu vitameginn
rétt fyrir fimm og skundum saman í sjóinn.

Kvölin og pínan eru fólgin í því
að það er enginn heitur pottur.
Dásemdina þekkja allir.

sonja

Share

Aðalfundur SJÓR mánudagskvöldið 30.mars kl 19

February 16, 2015 by · Leave a Comment
Filed under: Fréttir 

aðalfundur2015

Share

Þorrablót – Pottur&Pungar

January 23, 2015 by · Leave a Comment
Filed under: Fréttir 

man and background.Vector posterfor text on old paper texture

Share

Fræðslukvöld SJÓR – Sjóveiki

January 14, 2015 by · Leave a Comment
Filed under: Fréttir 

Vek athygli á fræðslukvöldi SJÓR um sjóveiki miðvikudaginn 21.janúar kl 19:15 út í Siglunesi. Hannes Petersen læknir heldur fyrirlestur og svarar spurningum en hann hefur stundað rannsóknir á sjóveiki um árabil. Þetta er mjög áhugavert fyrir okkur enda erum við oft að klást við sjóveiki eða smá sjóriðu.
sjoveiki

Share

Nýárssund kl

December 22, 2014 by · Leave a Comment
Filed under: Fréttir 

Að venju ætlum við að fagna nýju ári með svellköldu sundi á nýársdegi. Það er ekki hægt að hugsa sér betri byrjun á nýju ári. Við ætlum að fara saman í sjóinn kl 12. Best er auðvitað að fara í jólafötunum eða einhverju flottu dressi. Svo verður stuð í pottinum og mikið húllumhæ. Allir velkomnir og ekkert aldurstakmark. Potturinn verður opinn frá kl 11-15
nýar

Share

Gleðileg jól kæru félagar

December 22, 2014 by · Leave a Comment
Filed under: Fréttir 

Sjósunds- og sjóbaðsfélag Reykjavíkur óskar ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Þökkum ánægjulegar stundir í sjónum og vonumst til að finna ykkur sem oftast í fjöru á árinu 2015.

bestu kveðjur
Stjórn SJÓR

fjara

Share

« Previous PageNext Page »