Sumardagskrá SJÓR 2016

May 31, 2016 by · 1 Comment
Filed under: Fréttir 

Sælir kæru félagar

Eins og undanfarin ár verður nóg um að vera í sjónum í sumar. Við ætlum að skella okkur upp á Skaga nk laugardag 4.júní og fara í sjóinn við Langasand. Hittumst við Jaðarsbakkalaug kl 11. Síðar í sumar ætlum við að synda í Brimkötlunum út á Reykjanesi, fara í dagsferð út í Garð og leika okkur í Skötubótinni við Þorlákshöfn.

Hópsundin verða með hefbundnu sniði. Fossvogssundin verða 7.júlí og 4.ágúst. Nýr forseti á Bessastöðum kallar í Bessastaðasund. Þar verður boðið upp á sund fyrir þá sem vilja reyna við lengri vegalengdir, 2,5 km og 4,5 km. Bessastaðasundið verður 23.júlí og kemur í staðinn fyrir Skerjafjarðarsundið. En við höfum skipst á að hafa þessi sund síðustu ár. Að lokum syndum við út í Viðey föstudaginn fyrir menninganótt eða 19.ágúst.

Allar dagssetningar eru birtar með fyrirvara um breytingar af óviðráðanlegum orsökum t.d. vegna veðurs.

Vona að þið njótið sumarsins í sjónum og farið varlega.

 

Share

Ný stjórn SJÓR

April 29, 2016 by · 1 Comment
Filed under: Fréttir 

Ný stjórna félagsins var skipuð á aðalfundi í gærkvöldi og er þannig
Ragnheiður Valgarðsdóttir formaður
Ólafur Hrafn Júlíusson gjaldkeri
Kristín Helgadóttir ritari
Elín Eiríksdóttir
Valgerður María Gunnarsdóttir
Varamenn
Lárus Lúðvík Hilmarsson
Hugrún Einarsdóttir
Skoðunnarmenn
Eiríkur Hans Sigurðsson
Sigrún Þuríður Geirsdóttir
Stjórnin mun hittast fljótlega og setja saman dagskrá sumarsins. Eins og alltaf lofum við fjölbreyttum og skemmtilegum viðburðum í bland við gamla og góða.

Share

Ekki á vegum SJÓR

April 25, 2016 by · Leave a Comment
Filed under: Fréttir 

Að gefnu tilefni vill stjórn SJÓR taka fram að fyrirhugað íslandsmót í ísbaði, sem haldið verður á Sauðárkróki þann 27.apríl nk er ekki á vegum félagsins og hefur það enga aðkomu að því.

Share

Aðalfundur SJÓR

April 19, 2016 by · 1 Comment
Filed under: Fréttir 

Aðalfundur Sjósunds- og sjóbaðsfélags Reykjavíkur

Haldin 27.apríl kl 19 í Siglunesi
Dagskrá aðalfundar samkvæmt lögum

Skýrsla stjórnar
Stjórnin leggur fram endurskoðaða reikninga félgsins
Lagabreytingar
Kosning formanns
Kosningar stjórnar og varastjórnar
Kosning félagaslegrar endurskoðenda
Önnur mál

Nokkrir úr stjórn hafa ákveðið að láta af störfum og því vantar okkur gott fólk í hópinn.

Komið hefur fram ein breyting á lögum félgsins. Að aðalfundur skuli haldin í lok mars ár hvert.

Hvetjum félgasmenn til að mæta.

bestu kveðjur
Ragnheiður Valgarðsdóttir
Formaður SJÓR

Share

Sigrún heiðruð

March 6, 2016 by · 1 Comment
Filed under: Fréttir 

The Channel Swimming & Piloting Federation heldur árlega hátíðarkvöldverð þar sem Ermarsundskappar liðins árs koma saman. Þeir sem þykja hafa skarað framúr eru heiðraðir og okkur þykir sérstaklega skemmtilegt að í gærkvöldi hlaut Sigrún okkar viðurkenningu fyrir aðdáunarverðasta sundið. Verðlaunin eru kennd við Gertrude Ederle, fyrstu konuna sem synti yfir Ermarsundið fyrir 90 árum síðan. Elsku Sigrún, innilega til hamingju með verðlaunin, þú ert okkur hvatning til að halda áfram. sigrun

Share

Ísmíla 2.apríl í Nauthólsvík- Ice mile in Iceland

January 29, 2016 by · Leave a Comment
Filed under: Fréttir 

“English below”
Ísmíla á vegum Sjór 2. apríl 2016 – Ice Mile, April 2nd 2016
Ísmíla er 1 míla eða 1.609m þar sem synt er í undir 5°C (ekki keppni)
Að synda í sjó eða vatni sem er undir 5°C er mikil áskorun og átök fyrir líkamann og því er mikilvægt að fylgja eftirfarandi reglum og viðmiðum.
Sjór mun starfa eftir alþjóðlegum reglum IISA við undirbúning og framkvæmd sundsins, sjá hér: http://www.internationaliceswimming.com/
Til að mega taka þátt í ísmílunni þann 2. apríl þarf sundmaður að hafa uppfyllt eftirfarandi:
1. Að framvísa læknisvottorði (sjá eyðublað)
2. Að sýna fram á að geta synt 250 metra í undir 5°C í skipulögðu sundi sem fram fer í Nauthólsvíkinni á vegum Sjór (miðjan febrúar)
3. Að synda 450 metra í undir 5°C í skipulögðu sundi sem fram fer í Nauthólsvíkinni á vegum Sjór
(byrjun mars)
4. Að synda 1000 metra í undir 5°C í skipulögðu sundi sem fram fer í Nauthólsvíkinni vegum sjór
(miðjan mars)
Reglur um sundfatnað í ísmílu:
Aðeins má synda í einni óhitaeinangrandi flík(sundskýlu/sundbol) með eina óhitaeinangrandi sundhettu (neoprene sundhettur eru ekki leyfðar) og sundgleraugu. Hanskar eða sokkar eru ekki leyfðir í sundinu.
Kostnaður:
Þátttaka í ísmílunni er 5000 kr. fyrir félagsmenn SJÓR en 7500 kr. fyrir aðra. Öllum er velkomið að taka þátt í æfingum, 250m og 450m án skuldbindingar og að kostnaðarlausu en greiða þarf þátttökugjaldið fyrir 1000m sundið.
Skráning fer fram á netfanginu: bhs1512@gmail.com
Við munum setja inn frekari upplýsingar um skipulag æfinga og annað sem fer fram í kringum Ísmíluna eins fljótt og mögulegt er.
————————————————————————————————–
Ice Mile, April 2nd 2016, hosted by SJOR (Sea Swimming and Sea Bathing Association of Reykjavik)
Swimmers swim 1 mile (1.609 meters) in water below 5°C (not a competition, a challenge!)
This is not a competition, it’s a challenge. it’s very challenging for the body to swim in such cold waters and therefore its vital to obey the following rules and guidelines. SJOR will be abiding by the international rules of IISA in the preparation and execution of the swim, seen here: http://www.internationaliceswimming.com/
To participate in the Ice Mile on April 2nd swimmers must do the following:
1. hand in a doctor’s certificate (see form)
2. prove they can swim 1000m below 5°C
Clothing and Apparel Rules:
Swimmers can only swim in a single uninsulated piece of swimwear (swimming trunks/swimsuit) with one uninsulated swimcap (neoprene swimcaps are not allowed) and with swimming goggles. Gloves and socks are not allowed in the swim.
For more information contact Birna in email bhs1512@gmail.com and you can follow us here on this facebook page where we will be posting updates.ebooksíðuna https://www.facebook.com/groups/199295083750605/

Share

Sonja Georgsdóttir látin

September 24, 2015 by · Leave a Comment
Filed under: Fréttir 

sonja

Góður vinur okkar og sjósundsfélagi Sonja Georgsdóttir lést á líknardeild Landspítalans 21.september eftir harða baráttu við krabbamein. Sonja setti skemmtilegan svip á sjósundsfélagið þau sex ár sem hún synti með okkur. Í gegnum veikindi hennar síðasta ár reyndi hún að komast sem oftast í sjóinn þegar þrek og heilsa leyfðu. Sonja naut þess að vera í sjónum, þar leið henni best og fannst hún vera heil. Við þökkum Sonju samfylgdina og sendum fjölskyldu hennar samúðarkveðjur.

Share

Árni Þór og Ásgeir luku við Ermarsundið í kvöld

September 7, 2015 by · 1 Comment
Filed under: Fréttir 

Í dag er merkisdagur í hópi sjósyndara.
Tveir kappar kláruðu að synda yfir Ermarsundið í kvöld, en báðir syntu þeir sóló.
Árni Þór Árnason synti á 20 tímum og Ásgeir Elíasson kláraði á 17 tímum og korteri (óstaðfestir tímar).
Veðrið á leiðinni var ekkert sérstaklega gott og til að mynda var ölduhæðin 1.2 metrar í restina.
Við óskum þeim félögum innilega til hamingju með afrekin og hlökkum til að fá þá aftur heim í Nauthólsvík.á ogá

Share

SYNT ÚT Í VIÐEY föstudagur 21.ágúst kl 17

August 14, 2015 by · 3 Comments
Filed under: Fréttir 

 

videy

Lagt verður af stað kl. 17:30 frá Skarfakletti en mæting kl 17. Það kostar ekkert fyrir félagsmenn SJÓR en 2000 kr fyrir aðra. Hægt verður að velja um aðra leið eða báðar. Við verðum með nokkra báta og kayaka sem fylgja fólki alla leið. Einnig verður mjög vant sjósundsfólk með blöðkur sem fylgist vel með og er tilbúið að hjálpa.

sundleið

Ekki er verra að hafa einhvern sem tekur á móti manni þegar sundið er búið. Allir sem takaþátt fá frítt í Laugardalslaugina eftir sundið og hvetjum við ykkur til að notfæra ykkur það og ylja ykkur í heitu pottunum þar.

SJÓR áskilur sér rétt til að stöðva sund þeirra sem hann telur að séu hætt komnir. Þetta er erfitt sund og því gerum við þær kröfur á þá sem ætla að taka þátt að þeir hafi synt Fossvogssundið eða geti sýnt fram á að hafa reynslu af sjósundum.

Við viljum benda sundfólki á að það er á eigin ábyrgð í sjónum.r verra að hafa einhvern sem tekur á móti manni þegar sundið er búið. Allir sem taka þátt fá frítt í Laugardalslaugina eftir sundið og hvetjum við ykkur til að notfæra ykkur það og ylja ykkur í heitu pottunum þar.

Önnur leiðinn er 900 m og fram og til baka 1800m.

Share

Sigrún kláraði Ermarsundið

August 9, 2015 by · 2 Comments
Filed under: Fréttir 

sigrun
í kvöld gerðist sá einstaki viðburður í íslenskri íþróttasögu að Sigrún Þuríður Gerisdóttir synti ein yfir Ermarsundið, fyrst íslenskra kvenna.
Hér er á ferðinni eistök afrekskona. Árið 2012 synti hún í boðsundi frá Reykjavík til Akraness. Árið 2013 synti hún með Sækúnum í boðsundi yfir Ermarsundið. Árið 2014 endurtók hún leikinn og synti aftur yfir Ermarsundið í boðsundi og þá með Yfirliðinu. Allar þessar boðsundssveitir voru eingöngu skipaðar konum. Við erum ótrúlega stolt af því að hafa hana í okkar röðum.
Hægt er að senda henni kveðju á fésbókasríðunni hennar: https://www.facebook.com/ErmarsundSigrunar?fref=ts

Share

Next Page »