Yfirheyrslan – Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

April 27, 2013 by · Leave a Comment
Filed under: Yfirheyrslan 

Hvernig atvikaðist það að þú fórst að synda í sjónum?

Ég var búin að horfa öfundaraugum á sjósyndara í langan tíma, fannst þetta vera algjörar hetjur, en
svo atvikaðist það þannig að ég komst í kynni við skemmtilegt sjósund fólk í Reykjavík vorið 2012 sem
dreif mig með sér í millimánaða sund í nauthólsvíkinni og eftir það varð ekki aftur snúið.

Í hvernig sundhettu langar þig mest?

Ég er alltaf pínu veik fyrir blómasundhettum en það væri kannski hentugra að eiga neopren hettu
með kraga.

Hvar er draumurinn að synda?

Ég á engan sérstakan

draumastað satt að segja.

Eftirminnilegasti sundstaðurinn?

Það mun vera í höfninni á Hvammstanga. Ég fór þangað í júlí í fyrra og gleymi því seint. Ég lenti í
marglyttutorfu og brann svo heiftarlega að það varð að kalla út lækni og sprauta mig, ég fór í hálfgert
sjokk, hristist öll og skalf og grenjaði af verkjum. það kom svo reyndar í ljós að ég er með ofnæmi fyrir
marglyttum. Ég verð að viðurkenna að ég kvekktist örlítið en það stóð sem betur fer stutt yfir.

Hvað hefur sjósundið gert fyrir þig?

Það bara bætir, hressir og kætir. Ég hef óbilandi trú á að það bæti heilsu fólks. Öll þessi steinefni í
sjónum gera manni gott og svo er það líka einstaklega gott fyrir ónæmiskerfið að stunda heit og köld
böð.


Hefur þú sett þér sjósundsmarkmið?

Nei, ekki nema það að reyna komast oftar og reglulega.

Er sjósund smart eða púkó?

Sjósund er flottast!

Syndari eða syndgari?

Verð víst að segja bæði, það fellur annað slagið á geislabauginn hjá mér.

Hvað ertu að gera þessa dagana?

Ég er að læra sálfræði auk þess sem ég er með vinnustofu sem ég reyni að sinna í hjáverkum, er
semsagt myndlistarkona líka. Já og svo er ég ráðgjafi hjá Drekaslóð, er norðurlandsdrekinn þeirra.

Hvenær og hvar ertu hamingjusöm/samur?

Þegar ég næ að vera sem mest í núinu

Eru einhverjar hefðir í kringum sjósundið hjá þér?

Nei engar, það myndi samt hljóma svo vel að geta sagt frá einhverjum.

Hvaða sjávardýr værir þú til í að vera?

Ætli ég myndi ekki vilja vera selur og getað kannað lífríki sjávarins.

Ef þú mættir breyta einu í Nauthólsvíkinni, hverju myndir þú vilja breyta?

Hafa opið allann sólarhringinn svo ég geti skutlast í sjóinn þegar mér hentar. Já og hafa einhvern til að
nudda á mér axlirnar í heita pottinum.

Og svo koma nokkrar spurningar til að auðvelda úrvinnslu þessara spurningarlista

Hver eru launin þín?

Uhumm…..

Hverja á að kjósa í næstu alþingiskosningum?

Veit það ekki.

Kók eða Pepsí?

Hvorugt, drekk ekki gos.

Borðar þú vini okkar, sjávardýrin?

Já með bestu lyst

Hvaða sjávardýr er best á bragðið?

Humar og skötuselur, svo er þorskurinn alltaf fínn.

Æfir þú aðrar íþróttir?

Ég stunda Jóga, fer í göngutúra, sund og drattast annað slagið á crosstrainer tækið mitt.

 

Share

Yfirheyrslan – Anna Guðbjörg Sigmarsdóttir

March 3, 2013 by · Leave a Comment
Filed under: Yfirheyrslan 

Anna Guðbjörg Sigmarsdóttir félagi í Sjósundfélagi Seyðisfjarðar.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hvernig atvikaðist það að þú fórst að synda í sjónum?
Mér fannst sjósund ótrúlega spennandi og hafði fengið frænku mína til að koma í Nauthólsvík í eitt skipti, fór svo einu sinni hér á Seyðisfirði en ekkert meir í heilt ár þegar Guðrún Kjartansdóttir bauð mér með sér og við erum enn að.

Í hvernig sundhettu langar þig mest?
Finnast skrautlegar hettur alltaf mjög smart en væri líka til í að eiga Neopren hettu með kraga.
Eftirminnilegasti sundstaðurinn?
Þar sem ég syndi yfirleitt á sama stað langar mig að nefna eftirminnilegasta sunddaginn en hann var á laugardagmorgni að hausti til, það var stafalogn hlýtt og þoka niður í sjó. Grá þokan og sjórinn runnu saman í eitt og það myndaðist einhver dásamleg dulúð þegar við syntum á haf út með varginn svífandi rétt yfir höfðum okkar og sáum lítið fram fyrir okkur, þessi dagur er algjörlega ógleymanlegur.

Hvað hefur sjósundið gert fyrir þig?
Sjósund hefur gert mig glaðari, hugrakkari og áræðnari ég hef kynnst dásamlegu fólki, mýkri húð og minni fótapirringur er svo fínn bónus.

Hefur þú sett þér sjósundsmarkmið?
Að synda yfir Seyðisfjörð og njóta þess að synda hvernig sem aðstæður eru.

Er sjósund smart eða púkó?
Sjósund er ofursmart.

Syndari eða syndgari?
Hummmm…. klárlega syndari

Hvað ertu að gera þessa dagana?
Það er svosem nóg að gera, vinn á leikskóla syndi í sjónum og sundlauginni, er í Slysavarnardeildinni Rán er varamaður í bæjarstjórn og í íþrótta og æskulýðsráði fer í yoga, prjóna, sinni karli og ketti en börnin eru flutt að heiman.

Hvenær og hvar ertu hamingjusöm/samur?
Er bara nokkuð hamingjusöm svona dagsdaglega en hamingjan eykst í sjónum og þegar ég er með fólkinu mínu.

Eru einhverjar hefðir í kringum sjósundið hjá þér?
Ekki sem ég hef tekið eftir.

Hvaða sjávardýr værir þú til í að vera?
Hafmeyja

Ef þú mættir breyta einu á vetrarströnd Seyðisfjarðar, hverju myndir þú vilja breyta?
Fá aðstöðu til að skipta um föt

-Og svo koma nokkrar spurningar til að auðvelda úrvinnslu þessara spurningarlista
Hver eru launin þín?
Samkvæmt kjarasamningi.

Hverja á að kjósa í næstu alþingiskosningum?
Samfylkinguna

Kók eða Pepsí?
Hvorugt vatnið er best.

Borðar þú vini okkar, sjávardýrin?
Já já mögum sinnum í viku

Hvaða sjávardýr er best á bragðið?
Humar

Æfir þú aðrar íþróttir?
Yoga

Ætlar þú á tónleikana með Hasselhoff?
Nei.

Share

Yfirheyrslan – Ásgeir Sæmundsson

January 9, 2013 by · Leave a Comment
Filed under: Yfirheyrslan 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Nafn: Ásgeir Sæmundsson

Hvernig atvikaðist það að þú fórst að synda í sjónum?
Kolbrún Karlsdóttir vinkona mín bauð mér með. Ég er henni ævinlega þakklátur fyrir það og sendi henni hér með knús

Í hvernig sundhettu langar þig mest?
Ég er lítið fyrir sundhettur, Þær eru skemmtilegar samt TYR broskallahetturnar :)

Hvar er draumurinn að synda?
Allstaðar með ykkur. En Kollafjörður heillar mig

Eftirminnilegasti sundstaðurinn?
Það er erfitt að gera upp á milli en Brúsastaðir 13.04, Akranes 18.07, Grótta 21.06 og Viðeyjarsundið 17.08 standa uppúr

Hvað hefur sjósundið gert fyrir þig?
Það hefur breytt lífi mínu yndislegt í ævintýr

Hefur þú sett þér sjósundsmarkmið?
Mig langar að synda stóra Viðeyjarsundið

Er sjósund smart eða púkó?
Það er púkó að vera ekki í sjósundi.

Syndari eða syndgari?
Algjör engill ;)

Hvað ertu að gera þessa dagana?
Vinna, njóta lífsins og bíða eftir næsta sjósundsdegi.

Hvenær og hvar ertu hamingjusöm/samur?
Næstum alltaf allstaðar sérstaklega í sjónum.

Hvernig finnst þér gufubaðið?
Nota það sama og ekkert, en elska útisturtuna

Hvaða sjávardýr værir þú til í að vera?
Selir eru alltaf svo flottir og geta líka verið á landi. Ég sakna gamla Sædýrasafnsins það var æði

Ef þú mættir breyta einu í Nauthólsvíkinni, hverju myndir þú vilja breyta?
Það er freistandi að segja eignarhaldinu en ætli ég myndi ekki fjölga kvöldopnunum í 3

Og svo koma nokkrar spurningar til að auðvelda úrvinnslu þessara spurningarlista

Hver eru launin þín?
Ánægja og vellíðan eru góð laun

Hverja á að kjósa í næstu alþingiskosningum?
Tja… Þetta gengur ekki, Ég vill breytingar!

Kók eða Pepsí?
Drekk voða lítið gos en RC cola light kemur sterkt inn. Finnst það einsog Pepsi í dulargervi

Borðar þú vini okkar, sjávardýrin?
Já auðvitað, þau eru æði

Hvaða sjávardýr er best á bragðið?
Þau eru öll góð hvert á sinn hátt. Túnfisksteik er alltaf góð

Æfir þú aðrar íþróttir?
Ekki að staðaldri

Ætlar þú á tónleikana með Hasselhoff?
Ólíklegt nema Skálmöld spili undir :) 

 

Share

Yfirheyrsla mánaðarins

November 18, 2012 by · 2 Comments
Filed under: Yfirheyrslan 

Nafn: Sigrún Þ. Geirsdóttir
Hvernig atvikaðist það að þú fórst að synda í sjónum?
Guðný systir dró mig með sér.
Í hvernig sundhettu langar þig mest?
Mig langar í sundhettu með fléttum.
Hvar er draumurinn að synda?
Draumastaðurinn er Corfu.
Eftirminnilegasti sundstaðurinn?
Úfff, þeir eru margir. Helgusundið í Hvalfirði var æði, Akranes og Hofsós líka, allir staðir geggjaðir.
Hvað hefur sjósundið gert fyrir þig?
Hef kynnst yndislegu fólki og síðan hefur það lyft mér upp bæði andlega og líkamlega.
Hefur þú sett þér sjósundsmarkmið?
Já, Drangey :-)
Er sjósund smart eða púkó?
Sjósund er töff.
Syndari eða syndgari?
Ég er bæði :-)
Hvað ertu að gera þessa dagana?
Vinna, læra og synda.
Hvenær og hvar ertu hamingjusöm/samur?
Gæti ekki verið hamingjusamari :-)
Hvernig finnst þér gufubaðið?
Gufubaðið er snilld.
Hvaða sjávardýr værir þú til í að vera?
Auðvita Hrefna.
Hefur þú prófað Þórberg?
Nei… hef ekki prófað hann, en það væri kannski gaman ???
Ef þú mættir breyta einu í Nauthólsvíkini, hverju myndir þú vilja breyta?
Hafa opið á laugardögum.
Og svo koma nokkrar spurningar til að auðvelda úrvinnslu þessara spurningarlista
Hver eru launin þín?
Ég man það ekki, það er svo mikið.
Hverja á að kjósa í næstu alþingiskosningum?
Það fer eftir því í hvaða stuði ég er í.
Kók eða Pepsí?
Kók er best í heimi.
Borðar þú vini okkar, sjávardýrin?
Ég elska að borða vini okkar.
Hvaða sjávardýr er best á bragðið?
Humar er mjög góður.
Æfir þú aðrar íþróttir?
Ég stunda sund og hleyp stundum.
Ætlar þú á tónleikana með Hasselhoff?
Auðvita, elska Hasselhoff

Share

Yfirheyrslan: Hermann Bridde

June 4, 2012 by · 1 Comment
Filed under: Yfirheyrslan 

 

Hvernig atvikaðist það að þú fórst að synda í sjónum?

 

Svar__ Var boðið í prufusund fyrir tveimur árum og hef ekki hætt síðan

 

Í hvernig sundhettu langar þig mest ?

 

Svar_Æðislega litríka með fiska mynstri

 

Hvar er draumurinn að synda?

 

Svar_Enginn  sérstakur staður bara þangað sem félagskapurinn fer

Eftirminnilegasti sundstaðurinn

 

Svar_Upp á Akranesi í briminu á Langasandi

 

Hvað hefur sjósundið gert fyrir þig?

 

Svar__Opnað nýjar víddir og kynnst frábæru fólki_

 

Hefur þú sett þér sjósundsmarkmið?

 

Svar__Nei… engin svoleiðis markmið bara hafa gaman af

 

Ætlar þú á árshátíð SJÓR?

 

Svar__Já að sjálfsögðu

 

Er Sjósund smart eða púkó?

 

Svar___Það er inn í dag

 

Syndari eða syndgari?

 

Svar_Held að ég sé meiri syndgari

 

Hvað ertu að gera þessa dagana?

 

Svar_Allt og ekkert,bíða eftir sumrinu

 

Hvenær og hvar ertu hamingjusöm/samur?

 

Svar__Þegar allt gengur vel

Share