skráningarferli í nýja sjósundsfélagið

December 30, 2009 by · 6 Comments
Filed under: Uncategorized 

Nú er hægt að byrja skráningu í nýja félagið okkar.  Það er gert með því að velja flipan hér að ofan þar sem stendur “Skráning í félagið” og fara eftir þeim leiðbeiningum sem þar standa.  Gerum þetta að stórum og góðum félagsskap. 

Stjórnin

Share

„Sjósunds og sjóbaðsfélag Reykjavíkur“

December 26, 2009 by · Leave a Comment
Filed under: Uncategorized 

Stofnfundur félagsins „Sjósunds og sjóbaðsfélag Reykjavíkur“ verður haldinn á veitingastaðnum Rúbín, (við hlið Keiluhallarinnar).  Þar verður boðið upp á léttar veitingar í boði velunnara.  Mæting á stofnfundinn verður kl 13:30, 1. janúar  2010, eftir nýárssundið okkar víðfræga!

Fundarstjóri verður Júlíus Vífill, formaður Skipulagsráðs Reykjavíkur, aðrir gestir verða Kjartan Magnússon formaður ÍTR, Ómar Einarsson forstjóri ÍTR og aðrir góðir gestir.

Ef fólk vill heyra meira um stofnfundinn þá getur það hringt í eftirfarandi aðila

Benedikt Hjartarson, gsm 868-6102

Árni Þór Árnason, gsm 893-8325

Óttarr Hrafnkelsson, gsm695-5015

Þeir sem ekki geta mætt á stofnfundinn geta skráð sig sem stofnfélaga á þessari síðu, en þar verður búið að setja upp skráningarform fyrir stofnfélaga.

Share