Myndir af skyndihjálparnámskeiði í mars 2010

March 31, 2010 by · Leave a Comment
Filed under: Fréttir 

SJÓR hélt Skyndihjálparnámskeið fyrir meðlimi félagsins núna í mars og mættu um þrjátíu manns á það.

Glatt var á hjalla eins og alltaf þegar sundgarpar hittast og fór fræðslan vel í fólk.

Myndir eru komnar inn í myndaalbúmið.

Share

Skyndihjálparnámskeið

March 11, 2010 by · Leave a Comment
Filed under: Fréttir 

SJÓR ætlar að bjóða félögum sínum upp á námskeið í skyndihjálp miðvikudagskvöldið 24. mars kl. 19:15. Oddur Eiríksson frá slökkviliðinu sér um það.
Það er frítt á námskeiðið og það tekur um einn og hálfan klukkutíma. Tökum öll kvöldið frá og mætum á þetta mikilvæga námskeið sem gerir okkur öll öruggari í sjónum.
Vinsamlegast mætið tímanlega.
Námskeiðið verður haldið í Betelgás í HR við Nauthólsvík

Share

Álftanessund 20.03.2010

March 3, 2010 by · 1 Comment
Filed under: Fréttir 

Sælir kæru sjósundfélagar, laugardaginn 20. mars kl. 11 ætlum við að synda saman í öðrum sjó en Nauthólsvíkinni.  Stefnan er tekinn út á Álftanes og ætlum við að hittast í fjörunni við nyrðri enda Bakkavegar, sjá mynd.  Þarna er falleg fjara sem heitir Bakkakotsgrandi og þar hefst sundið.  Það fer algjörlega eftir veðri og sjólagi hversu langt við syndum en aðalatriði er að prófa nýja staði saman. Eftir sundið er áætlað að fara í hina víðfrægu Álftanessundlaug sem er þarna örstutt frá. Fyrir utan sundfatnað væri örugglega gott að taka með sér þægileg föt til að bregða sér í eftir sundið, bala/poka til að geyma fötin í og eitthvað heitt að drekka.  Allir velkomnir að koma með okkur.  Nánari upplýsingar í síma 849-0092 eða á raggyvalg@gmail.com

Share

Oddi gaf stofnfélagaskírteinin.

March 2, 2010 by · Leave a Comment
Filed under: Fréttir 

Við í SJÓR sendum góðar kveðjur og kærar þakkir til prentsmiðjunnar Odda, en þau voru svo rausnarleg að gefa okkur stofnfélagaskírteinin.
Minnum félaga á að hægt er að nálgast skírteinin hjá Ylstrandarfólkinu okkar í Nauthólsvik.

P.s. Við fengum senda þessa skemmtilegu mynd, spurning hvort einhver þekki þessa garpa :)

Share