Olís veitir meðlimum SJÓR veglegan afslátt!

April 26, 2010 by · Leave a Comment
Filed under: Fréttir 

Olís hefur ákveðið að veita meðlimum SJÓR veglegan afslátt á eldsneyti og öðrum vörum sem Olís hefur upp á að bjóða.  Það eina sem meðlimir SJÓR þurfa að gera er að fara á heimasíðuna hjá þeim og skrá sig þar og þá verður kort sent heim til umsækjanda. Stjórn sjór vill þakka Olís kærlega fyrir þennan afslátt.

Hér eru allar upplýsingar um afsláttinn og leiðbeiningar um hvernig á að hafa sig að við að fá hann.

Einnig bendum við þeim fyrirtækjum/verslunum sem vilja veita meðlimum SJÓR afslátt af einhverju tagi á að senda póst á sjosund@sjosund.is og við munum koma því til skila. Markmið stjórnar SJÓR er að meðlimir fái árgjaldið margfalt til baka með uppákomum og afsláttum á sem flestum stöðum og og miklu úrvali.

Share

Sundferð í Hvammsvík og grillll.

April 25, 2010 by · Leave a Comment
Filed under: Fréttir 

img_0945

Síðasta laugardag mættu félagar SJÓR í Hvammsvíkina í Hvalfirði og skelltu sér í sjóinn.  Veðrið var fínt, smá gjóla að austan, en góður félagsskapur gerði það að smámunum.  Taldir voru 28 hausar á svæðinu og af þeim syntu flestir, en nokkuð af ungu fólki mætti og skemmti sér á svæðinu á meðan.  Heitur pottur er á svæðinu og er hann alger snilld.

img_0964

Þegar búið var að klæða sig þá gerðum við okkur heimakær í hlöðunni og stjórn SJÓR tók sig til og grillaði hamborgara og py(u)lsur ofan í þá sem mættir voru.  Var umtalað í hópnum hversu grillararnir tóku sig vel út við grillið og litu út eins og atvinnumenn.  Spurning um að opna hamborgarabúllu!!

Allt þetta tók einhverja þrjá og hálfan tíma og svo fóru allir saddir og sælir af svæðinu.  Viljum við þakka staðarhöldurum Hvammsvíkur fyrir frábæra aðstöðu, grill og gas.

Myndirnar eru komnar í albúmið góða og einnig hægt að nálgast þær hér

Eftir helgi koma miklu fleiri myndir frá Jakobi Viðari.

Share

Veturinn kvaddur

April 21, 2010 by · Leave a Comment
Filed under: Fréttir 

img_0921

Í dag kvöddu félagar SJÓR veturinn með því að skella sér í sjóinn og halda átveislu í pottinum góða. Góð mæting var að venju enda veðrið yndislegt á eldgosalandinu okkar. Teknar voru myndir af herlegheitunum og eru þær komnar í myndagalleríið  og hægt að smella hér til að skoða afraksturinn af því.

Í vikunni var stofnuð nefnd í SJÓR sem ber hið skemmtilega nafn “Skemmtilega nefndin” og Þessi atburður var sá fyrsti sem sú nefnd tekur sér fyrir hendur og tókst auðvitað afar vel, enda einungis skemmtilegt fólk í nefndinni!

Ef meðlimir hafa uppástungur eða athugasemdir til nefndarinnar góðu um skemmtilega atburði þá þarf bara að fara í flipan “um félagið” og smella á hnapp nefndarinnar og skrifa athugasemdir.

Að lokum viljum við minna á Hvammsvíkur sundið næsta laugardag (24.apríl, sjá frétt að neðan) þar sem við munum hittast, synda saman, fara í heita pottinn og svo mun stjórn SJÓR grilla hamborgara og pylsur ofan í alla sem mæta.  Þetta kostar ekkert, enda er ætlunin að það sé  hagkvæmt að vera skráður félagi í SJÓR.

p.s. Myndin hér að ofan er af nýjum starfsmanni ylstrandarinnar og eru ALLIR kvattir til að vinda sér upp að honum og spyrja hvað hann heiti, og til fróðleiks veit hann bókstaflega allt um stríðsminjarnar á svæðinu og vill ólmur segja öllum frá sögu staðarins (Bara spyrja).

Share

Húllumhæ á síðasta vetrardag

April 20, 2010 by · Leave a Comment
Filed under: Fréttir 

Á síðasta vetrardag (á morgun), milli klukkan 17 og 19 ætlum við að vera með “sjálfskapað” hlaðborð í Nauthólsvík.
Allir sem vilja vera með, koma með einhvers konar hressingu, hvort sem það er kaka, brauð, snakk, drykkir, ávextir eða hvaðeina sem hverjum og einum dettur í hug. Kaffi, kakó og te er hægt að kaupa sér á staðnum hjá starfsfólkinu.
Svo gæti verið að við skelltum okkur í einhverja leiki eða annað sprell eftir aðstæðum. Mikilvægast er að eiga huggulega stund í heita pottinum :)
Allir að sjálfsögðu velkomnir að vera með.

Bestu kveðjur frá Skemmtilegu nefndinni :)

Share

(Ath. breyttur tími) Hvammsvík, here we come!

April 7, 2010 by · Leave a Comment
Filed under: Fréttir 

Sælir kæru sjósundfélagar, laugardaginn 24. apríl kl. 11 ætlum við að hittast og synda saman í öðrum sjó en Nauthólsvíkinni.  Stefnan er tekinn á Hvammsvík í Hvalfirði þetta skiptið. Ætlunin er að hittast við OLIS í Mosfellsbæ og troða í bíla.  Í Hvammsvík er heitur pottur í fjöruborðinu sem búið er að fá leyfi til að nota eftir sundið. Það fer algjörlega eftir veðri og sjólagi hversu langt við syndum en aðalatriði er að prófa nýja staði saman.  Fyrir utan sundfatnað væri örugglega gott að taka með sér þægileg föt til að bregða sér í eftir sundið, bala/poka til að geyma fötin í og eitthvað heitt að drekka.  Allir velkomnir að koma með okkur.

Ef þig vantar fleiri upplýsingar þá bara að spyrja í pottinum .)

Share

Skemmtinefnd SJÓR!

April 7, 2010 by · Leave a Comment
Filed under: Fréttir 

Nú styttist í sumarið okkar í SJÓR og við ætlum okkur að gera þetta skemmtilegasta sjósunds og sjóbaðs sund norðan alpafjalla.

Til að ná því takmarki langar okkur að stofna skemmtinefnd í félaginu okkar!  Þeir félagsmenn sem hafa áhuga á að vera í skemmtinefndinni endilega hafa samband við okkur með því að senda okkur póst á sjosund@sjosund.is eða bara heyra í okkur í pottinum varðandi málið.

kv. stjórnin

Share

Föstudagurinn mislangi!

April 4, 2010 by · Leave a Comment
Filed under: Fréttir 

Góð mæting var í hádegissundið á föstudaginn langa, svona miðað við að margir hafa örugglega haldið að það væri lokað.

En Starfsfólk ylstrandarinnar stendur sig náttúrulega með prýði og lætur ekki svona smáatriði stoppa sig.  Sjórinn var 0,0° C og smá gjóla.

Myndir komnar í myndaalbúmið af mætingunni, og sýnishorn hér að neðan.  Þetta var útkoman af því að fá Ísleif til að “smella” af nokkrum myndum af lífinu í víkinni!!!

IMG_0796

Share

Millimánaðarsund mars-apríl

April 1, 2010 by · Leave a Comment
Filed under: Fréttir 

Í þetta skiptið mættu 12 garpar niður í hús Brokeyjar til að fara í svokallað millimánaðarsund, þar sem núna var farið í sjóinn í mars og komið upp úr í apríl. Gott veður, sjórinn ca. 1,5 °  og allir skemmtu sér konunglega.

IMG_0772

Myndirnar eru komnar í myndaalbúmið.

Ath. ef einhverjir eru með myndir úr sjósundi hjá SJÓR, þá endilega leyfið okkur öllum að njóta þeirra.

Minnka þær í 600×400 ca. og senda á sjosund@sjosund.is

Share