GUL sjósundsvörurnar góðu

May 21, 2010 by · Leave a Comment
Filed under: Fréttir 

Nú er búið að taka GUL neoprene vörurnar úr sölu í Nauthólsvíkinni. Vörurnar koma aftur næsta haust. Þeim sem vantar sokka, skó, hettu eða hanska geta nálgast hjá Bigga Skúla (Bara spyrja í afgreiðslunni hver það sé)  eða hjá umboðsaðila, www.gummibatar.is (ath opnunartíma).

Share

Óvissuferðin ógurlega!

May 13, 2010 by · 3 Comments
Filed under: Fréttir 

Í morgun mætti stór og mikill hópur af sundgörpum hjá OLÍS í Garðabæ og gerði sig kláran í óvissuferð.  Forseti skemmtilegu nefndarinnar dró þá upp kort og rétti öllum bílstjórum fyrirmæli og skýringar sem átti að koma fólki á réttan stað í óvissunni.  Haldið var á leið suður á Reykjanes að virkjun einni. Þegar þangað var komið var ákveðið snarlega að ekki væri hægt að synda vegna sjólags.  Nokkrir meðlimir nýttu sér heitu pollana og lögðust til hvílu í stutta stund.

picture-035

Þá var ákveðið að keyra til baka og synda á Álftarnesi, í víkina sem við fórum í síðast.  Veðrið var fínt þar, engar öldur þó sjórinn hafði ekki verið þveginn nýlega (svolítið drullugur)

Þar skelltu allir sér í sjóinn og dóluðu í dágóða stund, og til að ná af sér salti og þara var ákveðið að skella sér í Álftanessundlaugina góðu, sem er ekki með minni öldugang en margar strandir landsins.  Eftir nokkrar salibunur í rennibrautinni og björgunartilraunir í öldulauginni var herlegheitunum slitið og allir voru ánægðir með þessa “Óvissuferð” sem stóð svo sannarlega undir nafni, þar sem mestan tíman vissum við ekki hvert ætti að fara né hvað ætti að gera.

Myndir komnar í myndaalbúmið góða.    Skemmtilega nefndin stendur undir nafni, það er víst.

Share

Helstu dagsetningar í sumar

May 12, 2010 by · 4 Comments
Filed under: Fréttir 

- 7. júlí – Fossvogssund – 600m eða 1200m
- 22. júlí – Bessastaðasund – 2,2 km eða 4,2 km
- 9. ágúst – Fossvogssund – 600m eða 1200m
- 14. ágúst – Fimmeyja sund – 12,5 km
- 20. ágúst – Sund til Viðeyjar – 900m eða 1800m

Share

Varðandi óvissuferðina

May 10, 2010 by · 2 Comments
Filed under: Fréttir 

Ákveðið hefur verið að sleppa grillinu í óvissuferðinni, en í staðinn væri frábært ef allir sem vilja borða saman að sundi loknu mæti með nesti (og nýja skó).  Skemmtilega nefndin LOFAR frábæru sjósundi á BEZTA stað, annars ætlar Benni að jóðla fyrir alla að ferð lokinni.

Share

Óvissuferð

May 6, 2010 by · 10 Comments
Filed under: Fréttir 

Share

Ljóð um hafið

May 3, 2010 by · 2 Comments
Filed under: Fréttir 

Mörg ljóð hafa verið saminn um hafið og hér er eitt sem barst okkur frá sjósundfélaga.

Sjósundkonan (Hafmeyjan)

Þegar ég dey þá vil ég drukkna,
dofna í faðmi hafsins,
sökkva til botns og svífa upp aftur
skola svo á land með næsta flóði.
Sjór, komdu og sæktu mig
þegar stundaglasið er tómt.
(höf. esh)

Við hvetjum ykkur til að senda okkur ljóð, sögur eða annað skemmtilegt tengt sjósundi eða hafinu.

Share