Fyrst kvenna til að synda Viðeyjarsund í rúm 50 ár

July 28, 2010 by · 1 Comment
Filed under: Fréttir 

Í morgun kl 12:30 var Þórdís Hrönn Pálsdóttir fyrst kvenna síðan 1959 til að synda formlegt Viðeyjarsund.   Þórdís synti þetta sögufræga sund samkvæmt nýrri reglugerð SSÍ  um Víðavatnssund og fær hún því sundið skráð og viðurkennt hjá opinberum aðila.

Þórdís og félagar leggja á stað úr fjörunni fyrir neðan Viðeyjarstofu

Fyrir Þórdísi höfðu tvær konur synt Viðeyjarsund.  Helga Haraldsdóttir 1959 og Ásta Jóhannesdóttir 1928 en hún var fyrsta konan til að synda sundið. Viðeyjarsundið sem er frá Viðey, fjöru fyrir neðan Viðeyjarbryggju og inn í Rvk höfn , að gamla slippnum, á sér mikla hefð og langa sögu.  Fyrsta Viðeyjarsundið var synt af Benedikt G. Waage árið 1914.  Síðan þá hafa 35 manns synt sundið.

Þórdís á sundi í spegilsléttum sjónum

Aðstæður voru eins og best verður á kosið,  blankalogn, 2 m/s, hálfskýjað, Sjávarhiti 13,1°, lofthiti 16° og spegilsléttur sjór.

Þórdís kemur mark

Þórdís synti á nýju kvennameti, 1 klst 22 mín 11 sek, en tveir aðrir garpar syntu með Þórdísi, hin efnilegi sjósundmaður Árni Þór Árnason og Ermarsundkappinn Benedikt Hjartarsson.  Árni synti á 1 klst 26 mín og 58 sek og Benedikt á 1 klst 30 mín og 23 sek.

Fjöldi blaðamanna og vina tók á móti Þórdísi og félögum hennar.

Þórdís fékk höfðinglegar móttökur á vinkonum sínum á Grand Hótel.

Anna Sigurðardóttir, Þórdís og Allsmund

Sundgarparnir voru öll hress eftir sundið enda aðstæður góðar og garparnir með mikla reynslu af sjósundum sem þessum.

Benni, Þórdís og Árni

Sundið fékk talsverða fjölmiðlaumfjöllun, bæði í sjónvarpsfréttum RÚV og Stöð 2 og í vefmiðlum, mbl.is

Share

Jackie Cobell bætir met í Ermarsundinu frá 1923

July 28, 2010 by · Leave a Comment
Filed under: Fréttir 

Hin 56 ára gamla Jackie Cobell bætti 87 ára gamalt met því að taka sér 28 klst og 44 mín til að synda Ermarsundið.  Venjulega tekur sundið frá 8 – 16 klst. 

Afrekið er algjörleg einstak á margan hátt.  Sérstaklega í ljósi þess, að Jackie fór í gegnum fimm föll á leiðinni eins og sjá má á mynd hér fyrir ofan ! 

Sjá meira á You Tube og hér

Share

Bessastaðarsundið í máli og myndum.

July 22, 2010 by · Leave a Comment
Filed under: Fréttir 

Bessastaðarsundið var þreytt í kveld.  Sjö garpar tóku þátt í 4,5 km leiðinni og 22 syntu 2,4 kílómetrana.

IMG_1909

Mótstraumur var mestalla leið en vindurinn í bakið svo aðstæður voru fínar. Sjórinn var misheitur, heitur á grinningunum og kólnaði í miðjum vogunum. Flestir syntu sínar vegalengdir. SJÓR sæmdi alla þátttakendur verðlaunapening með vegalengdunum árituðum. Strákarnir af Ylströndinni sáu um að fylgjast með sundinu og ferja sundfólk á byrjunarstaði.  Þeir stóðu sig með miklum ágætum eins og alltaf og eiga þeir mikið hrós fyrir alla hjálpina og öryggið sem þeir sveipa þessi sund okkar, án þeirra væri þetta ekki hægt.

Stjórn SJÓR vill þakka öllum þátttakendum fyrir frábært sund og æðislegan liðsanda sem einkennir félagsmenn og alla aðra sem hjálpuðu til við framkvæmd sundsins.

Eins og alltaf eru myndirnar komnar inn í myndaalbúmið okkar góða

Share

Bessastaðarsund á morgun fimmtudag.

July 21, 2010 by · 3 Comments
Filed under: Fréttir 

Mjög spennandi sund!

Sundfólk sem ákveður að taka þátt, hefur tvo möguleika, annars vegar að synda lengra sundið eða 4.5 km, en þá er synt frá víkinni við  Bessastaði,  eins og sést á myndinni og hins vegar að synda styttra sundið sem er sýnt á myndinni og er ca 2.4 km 

Þrír bátar frá Nauthólsvík munu fylgja okkur og sá fjórði verður til taks inni í Fossvoginum!  Sundmenn verða fluttir yfir fjörðinn á báðar staðsetningar í tveimur hollum – þeir sem synda lengra sundið verða fyrr á ferðinni eða leggja af stað um 16:30 frá Nauthólsvík yfir fjörðinn og yfir að Bessastöðum – sú ferð tekur ca 20 mínútur, þannig að sundmenn verða að vera vel búnir, vera t.d í kraftgalla eða hlýjum slopp!

 Fyrstu 30 sem mæta og skrá sig í sundið, verða í forgangi í flutningi yfir fjörðinn, en þeir sem ekki mæta tímanlega og eða skrá sig, verða að koma sér sjálfir út að sundstað, eða þar sem sundið byrjar, hvora vegalengd sem fólk velur.  Þetta kemur til af því að ekki eru fleiri en 3 bátar sem við höfum til umráða í flutning.  Bátar verða samt 4 í sundinu sjálfu og sjá vinir okkar í Nauthólsvík um það, Óttarr, Árni og Ísleifur hafa veg og vanda að því ásamt frábæru starfsfólki.   Eins og alltaf verður vel fylgst með okkur. 

Heiti potturinn bíður svo eftir sundmönnum þegar þeir koma syndandi inn í Nauthólsvíkina.  Flóðastaða ætti að vera okkur hagstæð, svo og veður.

 Framkvæmdin og helstu atriði eru eftirfarandi: 

1.      Lagt verður af stað með þá sem ætla að synda 4.5 km kl 16:30 og því verða þeir að koma aðeins fyrr og gera sig klára.

2.      Lagt verður af stað með þá sem ætla að synda 2.4 km kl 17:00 og þeir verða að vera tímanlega.

3.     Hægt er að biðja um tímatöku, ef fólk vill það en þá verður að biðja sérstaklega um það.

 Meiningin er að fyrri sundhópurinn verði þá kominn ca út af byrjunarsundstað þeirra sem taka styttri leiðina og fólk syndi saman frá þeim stað, kjósi fólk að gera það. 

4.      Fólk verður að vera vel nært og vel sofið – lykilatriði fyrir stór sund.  Mælum með hafragraut um morguninn og góðan hádegismat og svo aftur næring fyrir sundið, eitthvað kolvetnaríkt eins og t.d banani eða álíka.

5.     Orkudrykkir verða í boði Vífilfells – Powerade.

6.     Þeir sem eru fyrst og fremst á skemmtisundi, fylgjast með hvort öðru og rabba saman.

7.     Sjórinn er nokkuð hlýr, en hann ætti að vera frá 14 gráðum og upp í 17 gráður.  Er örlítið kaldari þegar utar dregur úr Nauthólsvík.

8.     Láta strax vita ef þið fáið krampa og eða ykkur fer að líða illa.  Ef þið verðið vör við svima, tapið áttum auðveldlega, látið þá strax taka ykkur upp, því það er engin skömm.  Dagsformið og líkamlegt ástand er svo mismunandi..

9.     Munið líka að ef þið syndið á marglyttur í sjónum, ekki missa stjórn á ykkur, því þetta eru bara litil geldýr, sem hafa ekkert illt í hyggju.  Ef þið brennið ykkur á þeim, þá er það ekki neitt stórkostlegt og auðvelt er að bregðast við slíku.  Ræðið við Benna Hjartar, hann er sérfræðingur í Marglyttum.   

Að lokum vonum við að þetta verði hið ánægjulegasta sund, gangi ykkur vel og munið að mæta tímanlega!

Kær kveðja,  Stjórn SJÓR

 Ps  Við verðum með verðlaunapeninga fyrir bæði sundin fyrir alla sem taka þátt.

Share

Dáni syndir Viðeyjarsund

July 21, 2010 by · 1 Comment
Filed under: Fréttir 

Á mánudaginn synti hin margreyndi sjósundkappi Hálfdán Freyr (ekki hálf dán) Örnólfsson, kallaður Dáni, formlegt Viðeyjarsund.  Hann synti þetta sögufræga sund samkvæmt reglum SSÍ og fær hann því sundið skráð og viðurkennt hjá opinberum aðila.  Fyrsta Viðeyjarsundið var synt af sundkappanum Benedikt G. Waage þann 6. september 1914. Síðan þá hafa 31 manns synnt og Dáni telst því vera nr 32.  Hann var 88 mín á leiðinni í sól og sumaryl,sjóhiti 13° , 2-3 m/s.  Benedikt Hjartarson og Þórdís tóku á móti kappanum með því að synda á móts við hann í Rvk höfn.

Dáni var sprækur eftir sundið og fann ekki fyrir kulda.  Það má geta þess að Dáni stefnir á Ironman í ágúst.

Sjá myndir á vef Jón Svavars

Share

Samhæft sjósund

July 21, 2010 by · Leave a Comment
Filed under: Fréttir 

Share

Marglittur, hvað skal gera!

July 21, 2010 by · 2 Comments
Filed under: Fréttir 

Ég hef verið spurður að því hvað á að gera gegn marglittu. Jafnvel þó ekki hafi margir reynslu að því hér á landi að verða fyrir óþægindum hennar vegna þá hangir alltaf þessi hræðsla yfir  okkur
Þau ráð sem ég hef frá sundfélögum mínum erlendis eru þessi.
Ef um er að ræða stungur skal reyna að fjarlægja broddinn eða broddana. (Hef bara einu sinni séð marglittur með brodda hér sunnanlands).
Forðast ferst vatn það getur aukið eituráhrifin á líkamann.
Hreinsa svæðið með sótthreinsispritti, ammoníumblöndu, ediki, eða úrani.? Einnig er gott að setja á það kalda kjötsneið eða blöndu af matarsóta og vatni.
Ef vart verður við minnstu ofnæmisvirkni eins og ofsakláða og eða öndunarörðuleika skal leita læknis.
Sjálfur hef ég oft snert marglittu. Einu sinni verið stunginn af henni í Ermarsundi en aldrei fundið fyrir óþægindum vegna þess.
Benedikt Hjartarson

Share

Drangnesingar takk fyrir hlýlegt viðmót.

July 21, 2010 by · Leave a Comment
Filed under: Fréttir 

Drangnesingar takk fyrir hlýlegt viðmót.
Laugardaginn 17. Júlí.  var staddur 15 manna hópur frá Reykjavík til að taka þátt í Bryggjuhátíð. Okkar innlegg  í hátíðina var að synda frá Grímsey og til Drangness. Árleg uppákoma á Bryggjuhátíð. Sjófæri var ekki hagstætt fyrir almenningssund að þessari stærð og var sundinu því snarlega breytt í annarslags sund með svipaðri vegalengd. Kokkálssund. Sjósundið tókst vel og vel var að öllu staðið á Drangsnesi. Við gleymum því ekki að þó Grímseyjarsund hafi ekki verið synt þá fer það ekkert.
Sjáumst að ári
Takk fyrir hönd Sjósunds og sjóbaðsfélag Reykjavíkur
Benedikt Hjartarson

Share

Hríseyjarsund 2010

July 20, 2010 by · Leave a Comment
Filed under: Fréttir 

Hríseyjarsundið gekk þokkalega miðað við aðstæður.   Veður var nokkuð þungbúið, skýjað og búið að vera mjög kallt um nóttina eða niður í 4 gráður.  Ölduhæð hálfur metri og norð-austan átt, sem þýddi að við fengum ölduna beint í fangið á sundinu yfir til Hríseyjar.  Hitastig sjávar mældist um 8 gráður, en sá sem fylgdi mér sagði að hann hefði mælt sjávarhita frá 8 gráðum og niður í 4 gráður, en hann taldi að á 700 m kafla hefði sjórinn verið niður í 4 gráður, eða kuldastrengur eins og hann sagði það vera.


Þau sem byrjuðu að synda voru Árni, Ragga, Kiddí og Birna. Forsvarsmönnum keppninnar varð á orði að þau hefðu ekki átt að láta þetta fara fram í þessu veðri og þetta yrði endurskoðað með það í huga, eins voru straumar of þungir, enda 2 tímum frá liggjanda, það yrði að skoðast ennfremur.

Af fjórum sem lögðu af stað kláruðu þrír og sá síðasti af þeim kom í Hrísey á tæpum tveim tímum

Share

Íslandsmót. Úrslit

July 15, 2010 by · Leave a Comment
Filed under: Fréttir 

Sjá má úrslit á síðu SSÍ og myndir má sjá á síðu ljósmyndarans Jóni Svavarsyni og bloggsíðu Siv Friðleifsdóttir

Share

Next Page »