Benedikt Lafleur syndir á milli lands og eyja 18. júlí

July 15, 2010 by · Leave a Comment
Filed under: Fréttir 

Benedikt Lafleur   syndir á milli Lands og Eyja  sunnudaginn  18. júlí nk.

Benedikt ætlar að  stinga sér til sunds frá  Bakkafjöru að morgni 18. júlí og synda yfir til Eyja.

Áætlað er að Benedikt verði 6 – 8 klukkustundir á sundinu.

Björgunarfélag Vestmannaeyja fylgir Benedikt á sundinu,   Hann hyggst synda af stað frá Landeyjahöfn uppúr 10.30 að morgni sunnudags og koma að landi  í Vestmannaeyjum síðdegis.

Share

Helgusund 2010

July 15, 2010 by · Leave a Comment
Filed under: Fréttir 

Þrír sundkappar þreyttu Helgusundið svokallaða fyrir stuttu.  Helgusundið er úr Geirshólma í Hvalfirði og í land.  Vegalengdin er ca. 1,6 km.

IMG_3218

Myndirnar eru komnar í galleríið góða.

Share

Minningarsund um Eyjólf Jónsson sundkappa.

July 15, 2010 by · Leave a Comment
Filed under: Fréttir 

Minningarsund um Eyjólf Jónsson sundkappa. 1925-2007.

Fimmtán manns hófu og luku Bessastaðasundinu mánudaginn 12. júlí 2010 og þar af voru fimm Lögreglumenn. Sundið tók um 80 mínútur. Sjósundfélag Lögreglunar hefur staðið að því að halda þetta sund, til minningar um Eyjólf Jónsson sundkappa og Lögreluvarðstjóra, sem ólst upp á Grímstaðarholtinu og var jafnfram annar stofnenda Knattspyrnufélagsins Þróttar, ásamt Halldóri Sigurðssyni fisksala.

Eyjólfur hóf að stunda sjósund frá Grímstaðavörinni, sér til heilsubótar, en hann barðist við berkla á barnsaldri og var vart hugað að ganga aftur, lifði hann af veikindin. En svo fór að hann braggaðist og hét því að leggja fyrir sig íþróttir og var sjósund ein aðal íþróttagrein hans. Þess þarf vart að geta að Eyjólfur er einn af fremstu hvata mönnum um sjósund á Íslandi og var lengi vel eini Íslendingurinn sem lagt hefur í að synda yfir Ermasundið, en því miður vegna erfiðra aðstæðna og skorts á fjármagni og tíma þá náði hann ekki að klára það sund eins og reglur segja til um, en líkt og um sporgöngumenn hans, þá Benedikt Lafleur og Benedikt Hjartarson, sem gerðu tilraun til að ljúka Ermasundinu árið 2007, þá náðu þeir aðeins uppundir Frakklandsstrendur en tóku ekki land. Benedikt Hjartarson lauk fyrstur Íslendinga Ermasundinu sumarið  2008.

Eyjólfur Jónsson (f. 18. maí 1925, d. 29. nóv. 2007) hefur synt þessa leið oftast allra eða fimmtíu sinnum alls. Í fyrsta sinn sem hann synti þessa leið, þann 2. nóvember 1950, var hann illa syntur og tók sundið hann um eina og hálfa klukkustund. Fjöldi fólks hefur synt þessa leið síðusti áratugi. Sjósundsfélag lögreglunnar hefur reynt að hafa þetta sund árlega.

Með sundleiðinni Bessastaðasund er átt við sundið frá Ægissíðu (Grímsstaðavör) yfir Skerjafjörðinn og yfir á Álftanes og öfugt. Áður fyrr var synt inn í Bessastaðatjörn og komið í land við Bessastaði en nú er sú sundleið lokuð. Nú er komið í land við Seilu. Leiðin frá Ægissíðu er nú um 2,4 km löng. Gæta þarf varúðar á þessari leið, sérstaklega þegar lágsjávað er, vegna margra skerja sem synt er yfir eða sneiða þarf hjá. Straumar eru ekki til mikilla vandræða og er þessi sundleið flestum sundmönnum fær.

(Heimildir Leiðalýsing SSÍ fyrir Víðavatnssund)

Hér er  bein slóð á allar 382 myndirnar sem Jón Svavarsson aðalljósmyndari SJÓR tók

Share

Íslandsmót í Sjósundi. 1 og 3 km

July 13, 2010 by · 2 Comments
Filed under: Fréttir 

Miðvikudaginn 14. júlí heldur Sundsamband Íslands Íslandsmót í sjósundi í samvinnu við Securitas.
Keppnin fer fram í Fossvoginum við Nauthólsvík og hefst stundvíslega kl. 17:00.
Í boði verða tvær keppnisvegalengdir: 1km og 3km. Athugið að 5 km vegalengdin sem áður var auglýst hefur verið stytt í 3 km, vegna fjölda áskorana.
Boðið verður upp á eftirfarandi flokka: karlar og konur, karlar og konur í Neoprene-sundfatnaði.
Veitt verða verðlaun fyrir þrjú fyrstu sætin í hvorum flokk og sá sem sigrar hlýtur nafnbótina Íslandsmeistari í Sjósundi 2010.
Þátttökugjald er kr. 1000 fyrir 1km og kr. 1500 fyrir 3km. Þátttökugjald þarf að greiða á mótsstað að minnsta kosti einum klukkutíma fyrir keppni.
Hægt er að skrá sig með því að senda póst á sundsamband@sundsamband.is eða skrá sig á skráningarblað í afgreiðslu Nauthólsvíkar. Þeir sem taka þátt þurfa í skráningarpósti að tilgreina nafn, kennitölu og keppnisvegalengd sem er keppt í. Keppendur eru beðnir um að mæta tímanlega á mótsstað til að ganga frá keppnisgjaldi og fá skráningargögn.
Það skal ítrekað að keppendur bera ábyrgð á eigin þátttöku. Á staðnum verður öryggisbátur og brautargæsla.
Allir iðkendur víðavatnssunds sem og aðrir sundmenn eru hvattir til að mæta og taka þátt.

Ýtið á mynd af braut til að stækka

Share

Synchronized Sea Swimming – Samhæft sjósund

July 13, 2010 by · 4 Comments
Filed under: Fréttir 

Föstudaginn 27. ágúst kl. 17 ætlar skemmtinefnd Sjósundfélags Reykjavíkur að standa fyrir keppni í Synchronized Sea Swimming. Keppninn verður haldinn í Nauthólsvík og er þetta liðakeppni. Öllum er heimil þátttaka og er um að gera að skella saman í lið og taka þátt. Dómarar keppninnar verða Árni og Hafdís vetrarstarfmenn ITR í Nauthólsvík en yfirdómari verður Guðmundur Guðmundsson gæðastjóri Siglingamálastofnunar Íslands. Frábær verðlaun verða í boði fyrir t.d. mestu samhæfinguna, flottustu búningana, frumlegasta atriðið, óvæntustu uppákomuna og bestu viðleitnina. Kynnir keppninnar verður engir annar en hinn kunni íþróttafréttamaður Adolf Ingi Erlingsson :-) og tónlistarstjóri verður okkar ástsæli Jakob Viðar.
Skráning liða er í síma 849-0092 og þarf að koma fram heiti á hóp, fjöldi í liði, fyrirliði og við hvaða tónlist á að synda.
Nú er um að gera að vera með og hafa gaman saman því til þess er leikurinn gerður.
Hlökkum til að sjá þig,
Nefndin

Share

Fossvogssundið gekk eins og best verður kosið.

July 9, 2010 by · Leave a Comment
Filed under: Fréttir 

img_1739

Afstaðið er fyrsta Fossvogssundið í sumar, LYFJU Fossvogssundið. Veðurskilyrði voru ekki eins og best verður á kosið en samt vel viðunandi. Ótrúlegur fjöldi tók þátt í þessu sundi eða um 150 manns. Frábært að fá að vera með í því að gera drauma margra að veruleika. Markmiðið að komast yfir Fossvoginn náðist og ný viðmið voru sett. Þessi glöðu andlit sem maður mætti í sjónum og þegar á land kom, sumir þ.ó kaldir og með sjóriðu, verða okkur hvatning til áframhaldandi sundatburða. Viðeyjarsund, Skarfaklettssund, Hríseyjarsund, Grímseyjarsund, Skeljarfjarðarsund, Miklavatnssund og öll hin sem á eftir koma.

Fyrir sundið afhenti Þorgerður frá LYFJU okkur félagsfánann okkar sem LYFJA gefur okkur en hann var hannaður af Bigga 5tindi. Langar okkur í stjórn SJÓR til að þakka LYFJU fyrir fánann og fyrir samstarfið við að bæta heilsu landans með sjósundi og sjóböðum. Einnig ber okkur að þakka þessu frábæra starfsfólki og stjórnendum í Nauthólsvíkinni sem enn og aftur eru okkur innan handar með alla hluti. Ekki má geyma Vífilfelli fyrir POWER AID sem var í boði fyrir alla sundmenn.

Fegurð , Félagsskapur, Gætni

Bennih

Myndir komnar í galleríið

Share

Steinn og Heimir synda Skerjafjarðarsund

July 8, 2010 by · 1 Comment
Filed under: Fréttir 

Á mánudaginn 5. júlí um kl 12:10 syntu sundkapparnir Steinn Jóhannsson og Heimir Örn Sveinsson Skerjafjarðarsund. Sundið var synt í tilefni nýrra reglna Sundsambands Íslands (SSÍ) um víðavatnssund og til heiðurs Eyjólfi Jónssyni heitins.

Steinn og Heimir spá í leiðinni

Reglurnar eru fyrir helstu víðavatnssund (sund í sjó og vötnum) á Íslandi.  Með tilkomu þeirra er stuðlað að öryggi sundmanna, skráning er í höndum opinbers sambands(SSÍ) og síðast ekki síst gefur þetta víðavatnssundi aukið vægi og löngu tímabæra viðurkenningu íþróttarhreyfingarnar.  Sundleiðirnar  má sjá á síðu Sundsambandsins en þær eiga sér ríka og mikla hefð í sjósundsögu Íslendinga.  Flest þessara sund hefur hann Eyjólfur Jónsson synt og segja má  sé hann aðalleikarinn í merkri sögu þessara sunda.

Eyjólfur Jónsson

Skerjafjarðarsund er eitt af þessum sundum og er sundleiðin frá Ægisíðu (Grímsstaðavör) yfir Skerjafjörðinn og yfir á Álftanes og öfugt. Áður fyrr var synt inn í Bessastaðatjörn og komið í land við Bessastaði en nú er sú sundleið lokuð. Nú er komið í land við Seilu. Leiðin frá Ægissíðu er nú um 2,4 km löng. Eyjólfur Jónsson sundkappi (f. 18. maí 1925, d. 29. nóv. 2007) hefur synt þessa leið oftast allra eða fimmtíu sinnum alls. Í fyrsta sinn sem hann synti þessa leið, þann 2. nóvember 1950, var hann illa syntur og tók sundið hann um eina og hálfa klukkustund. Hann notaði þessa leið til að æfa sig fyrir stærri sund eins og Drangeyjar-, Akranes- og Ermarsund.  Fjöldi fólks hefur synt þessa leið síðusti áratugi. Sjósundsfélag lögreglunnar hefur reynt að hafa þetta sund árlega.

Steinn og Heimir með Bessastaði að baki

Heimir og Steinn lögðu af stað frá Álftanesi við Seilu, syntu að landi við Ægisíðu, Grímastaðavör rétt hjá gömlu grásleppuskúrunum.  Þeir syntu 2650m (GPS) og var Heimir fyrr að landi á tímanum 0:39,14,33 en Steinn kom 4 mín seinna á tímanum 0:43,54,47.  Það var þungbúið og austan 3 m/s.  Sjávarhiti í Nauthólsvíkinni á sama tíma var 13,3° en sjórinn var talsvert kaldari þegar komið var í útfallið norðan meginn við Lönguskerin.

Sundleiðin

Fyrir þá sundkappa sem vilja spreyta sig á Víðavatnssundum er nú hægt að skrá sig á vef  SSÍ.  Á síðunni eru einnig ýtarlegar upplýsingar um sundleiðirnar og gagnagrunnur (sjósundskráning)  um þá sem hafa synt leiðirnar til þessa.  Sjá fleiri myndir á síðu Jóns Svavars

ATh. gagnagrunnur er ekki fullunnin og ábendingar um sund og heimildir eru vel þegnar.

Share

Myndir frá atvinnuljósmyndara SJÓR .) Jóni Svavarssyni

July 5, 2010 by · 1 Comment
Filed under: Fréttir 

Við í SJÓR erum svo heppin að hafa atvinnuljósmyndara í félaginu okkar, sem heitir Jón Svavarsson og hann mætir á flesta stórviðburði sem félagið heldur og hefur tekið mikið af frábærum myndum sem hann hefur gefið okkur aðgang að.

Síðustu viðburðir sem hann myndaði voru Minningasundið um Jón Otta og Jónsmessusund SJÓR í Hvammsvík.

Til aðsjá svo meira frá honum nægir að smella á “Myndaalbúm” og þá kemur upp linkur á Heimasíðu hans.

Share

Fossvogssund 7. júlí

July 2, 2010 by · Leave a Comment
Filed under: Fréttir 

Núna á miðvikudaginn 7. júlí er næsta  hópsund sumarsins sem haldið er af SJÓR

Þá verður synt yfir Fossvoginn og til baka aftur.  Nokkrir bátar verða með í för til öryggis og ættu því allir að geta tekið þátt.  Áætlað er að byrja sundið kl. 17:30  Nánari uppl. um sundið eru hér

Þegar sundinu lýkur er gott að fara í pottinn og hita sig upp.

Útvarsstöðin KANINN  mun síðan grilla pylsur ofan í sundgarpa dagsins eftir þörfum.

Share

« Previous Page