Tapað/fundið í síðasta sundi.

August 24, 2010 by · Leave a Comment
Filed under: Fréttir 

Eftir Viðeyjarsundið síðasta föstudag gleymdust hinir og þessir hlutir á svæðinu.

Tvö sett stuttar blöðkur, fit á hendur, 2x sundhettur, sundgleraugu,

Árni Þór (Í stjórninni) verður með þetta í bílnum hjá sér í viku og eftir það verður þetta sett niður í Nauthólsvík og hægt að nálgast þetta þar. Síminn hjá honum er 893-8325

kv. Stjórnin

Share

Sund út í Viðey í máli og myndum.

August 22, 2010 by · 2 Comments
Filed under: Fréttir 

Það var fjölmenni sem tók þátt í Sundi út í Viðey þetta skiptið.  Um  150 manns skráðu sig í sundið og um helmingurinn fór báðar leiðir í vindi og ágætis ölduhæð.  Allt gekk að óskum og engin slys né meiðsli komu upp.  Ákveðið var vegna aðstæðna að tvískipta hópnum. Þeir sem ætluðu aðra leiðina þyrftu að fara með bát út í Viðey og synda þaðan í land, og þeir sem ætluðu báðar leiðir þyrftu að bíða þar til búið væri að ferja sundkappa út í Viðey.  Þeir sem fóru báðar leiðir lentu í miklum straumi þegar komið var út fyrir hafnarmynnið og hægðist mikið á fólki á 200 metra kafla en lagaðist síðan þegar nær dró Viðey.  Síðan þegar komið var til Viðeyjar synti hópurinn sem þar var af stað til lands.

IMG_2414

Ákveðið var að byrja sundið inni í höfninni eins og komið hefur fram, en allir sundmenn syntu síðan inn að Skarfakletti þegar komið var að landi aftur og er sú aðkoma frábær í alla staði, Stór klettur og falleg lítil fjara.

Myndir eru komnar inn í Myndagalleríið og einnig eru HÉR myndir sem Sigurjón Pétursson tók og þökkum við honum fyrir.

Ekki er hægt að halda svona atburð án mikils öryggis.  Óhætt er að segja að SJÓR hafi fengið hjálp frá mörgum þetta skiptið.  Þegar mest var taldist til Lóðsbátur frá Reykjavíkurhöfn, 7 bátar frá Sjóbjörgunarsveitum, Lögreglunni, Skátasveitum og Gúmmíbátum og göllum.  Einnig voru 5 kayakar frá Kayakklúbbnum og 3 Sæþotur frá einkaaðilum.  Viljum við þakka þessum aðilum fyrir mikla hjálp, óhætt að segja að þetta sund hefði ekki verið framkvæmt án hjálpar frá þessum aðilum.

SJÓR lét hanna boli sem á stendur “Ég synti til Viðeyjar” og voru þeir til sölu á staðnum. Einnig verða þessir bolir til sölu niðri í Nauthólsvík eitthvað á næstunni.   Einnig viljum við í Stjórninni fá að vita um það sem betur má fara í svona viðburðum.  Allar athugasemdir eru vel þegnar og þarf bara að fara í “Um félagið” flipan og velja þar “ábendingar til stjórnar SJÓR”

Að lokum viljum við óska öllum þeim sem náðu markmiði sínu þennan dag til hamingju.

Share

Synchronized sea swimming – Samhæfður listdans í sjó

August 18, 2010 by · 10 Comments
Filed under: Fréttir 

Jæja kæru félagar þá er komið að því – keppt verður í SYNCHRONIZED SEA SWIMMING föstudaginn 27. ágúst kl. 17 niður í Nauthólsvík. Þetta er liðakeppni og er öllum heimil þátttaka.  Nokkur lið er þegar farinn að æfa og útfæra :-) en það er pláss fyrir fleiri og því er um að gera að slá saman í hóp, vera með og skrá liðið hér fyrir neðan í athugasemdir.  Alskonar verðlaun í boði en það er þó ekki aðalatriðið að vinna heldur að vera með og koma leyndum hæfileikum á framfæri. Auk þess sem þetta er fyrsta íslandsmótið í Synchronized sea swimming.

Það verður brjálað stuð og stemmning

Share

Sund út í Viðey 20. ágúst kl 17:30

August 17, 2010 by · 3 Comments
Filed under: Fréttir 

Núna föstudaginn 20. ágúst er næsta hópsund sumarsins sem haldið er af SJÓR. Þá verður synt út í Viðey (900 m) og til baka (1,8km) fyrir þá sem það kjósa. Aðrir verða ferjaðir til baka til Sundahafnar.
Sjá mynd
Nokkrir bátar verða með í för til öryggis og fylgja sundfólki alla leið og ættu því allir að geta tekið þátt, en við viljum samt hvetja fólk til að sýna aðgát.

Nauðsynlegt er að mæta tímanlega og skrá sig.

Munið að hafa með ykkur nesti, t.d. heitt kakó (allavega eitthvað heitt að drekka) og banana eða aðra góða næringu til að nærast eftir sundið.

Þegar sundinu lýkur er einnig gott að fara í heitan pott og hita sig upp. Laugardalslaugin er ekki langt frá Sundahöfn og er opin til kl. 22 30

Share

Syndir um heimsinshöf!

August 12, 2010 by · Leave a Comment
Filed under: Fréttir 

Bhakti Sharam frá Udaipur á Indlandi, hefur nú synt um flest heimsins höf en hún á aðeins eftir að synda í suður Íshafinu en líklega eru ekki margir á enn á lífi sem reynt hafa það. Bhakti fór ásamt fylgdarliði til Grímseyjar í gær og synti yfir norður heimsskautsbaugin í Norður-Íshafinu. Hún hóf sundið frá 66 gráðum 32 mínútum, 58 og lauk því á 66 gráðum 33 mínútum, 58 norðlægrar breiddar og synti því sem nam eina sjómílu. Sundið tók um 33 mínútur var hún orðin svolítið köld er hún kom upp úr sjónum, en sjávarhiti var mældur 9,2° C við yfirborð. Bhakti heldur úti vefsíðu þar sem hægt er að lesa um hana og afrek hennar; http://bhaktisharma.com/site/index.html

Ermasund þreytti hún hin 5. júlí árið 2006, aðeins 16 ára gömul og lauk því á 13 tímum og 55 mínútum, en það er um 36 Km í beinni línu en vegna sjávarfalla og strauma, liggur sundleiðin í S og getur teigst í um 50 Km. Í júlí 2007 synti hún einnig Ermasundið í boðsundi ásamt móður sinni, Leena Sharam (43) og vinkonu sinni Priyanka Gehlot (20 ára), á 16 tímum og 19 mínútum, sem er Asíumet. Bhakti hefur að baki ýmis önnur sundmet meðal annars synti hún í laug í heimabæ sínum í 12 tíma samfleytt eða um 35 Km. Að þessu afreki loknu í Norður-Íshafinu þá hyggst hún fara sér hægar í sundinu og einbeita sér að námi en hún stefnir á MBA gráðu.

Grímsey 9. ágúst 2010.

Jón Svavarsson ljósmyndari.

Share

Fossvogssund vel sótt af sjó-unnendum

August 9, 2010 by · Leave a Comment
Filed under: Fréttir 

Fossvogssund hið síðara var haldið í kvöld mánud. 8. ágúst og er áætlað að 140 manns hafi tekið þátt í því í þetta sinn.  Veðrið var gott, skýjað, heitt og lítill vindur.  Ylstrandarsnillingarnir okkar sáu um öryggismálin eins og áður og gekk allt eins og best verður á kosið.

IMG_2114Þegar sundkapparnir komu svo upp úr sjónum fengu allir flösku af Lýsi þar sem Lýsi er styrktaraðili þessa sunds.

Einnig fengu allir Powerade að drekka.

Myndirnar eru komnar í myndagalleríið okkar.

Einnig voru að koma inn myndir sem teknar voru þegar hópur frá SJÓR fór norður á Drangsnes til að synda Grímseyjarsund

Share

Fossvogssund í boði Lýsis

August 8, 2010 by · Leave a Comment
Filed under: Fréttir 

Lýsi er styrktaraðlili Fossvogssunds að þessu sinni.

Share