Árshátíð Sjór

October 22, 2010 by · 3 Comments
Filed under: Fréttir 

Share

Sundæfingar fyrir alla!

October 21, 2010 by · Leave a Comment
Filed under: Fréttir 

Sundæfingar fyrir sjósundfólk!

Sundæfingar fyrir fullorðna, byrjendur og lengra komna („Top performance“). Þjálfari er Vadim Forafonov íþróttafræðingur M.Sc., yfirþjálfari hjá Sunddeild Fjölnis, heimsmeistari í Garpasundi og Íslandsmeistari í Sjósundi.

  • Einkaþjálfun fyrir byrjendur.
  • Sundæfingar fyrir „Top performance“ í sjósundi, garpasundi og þríþraut.

Sundæfingarnar fara fram í Laugardalslaug.

Hópur lengra komna:

Mánudagur kl: 7.00 – 8.00 eða  20.30-21.30

Þriðjudagur  kl: 7.00 – 8.00

Fimmtudagur kl: 12.00 – 13.00 eða 20.30 – 21.30

Kostnaður er 4.000.-  kr á mánuði.

Tímasetningar fyrir einkaþjálfun í samráði við þjálfara.

Áhugasamir hafi endilega samband :

Tímasetningar fyrir einkaþjálfun í samráði við þjálfara.

Áhugasamir hafi endilega samband :

Vadim Forafonov

Gsm : 8430922

E-mail: vadimf@hive.is

Share

Vel heppnuð ferð í Borgarnes

October 19, 2010 by · Leave a Comment
Filed under: Fréttir 

Síðasta sunnudag fór vaskur hópur upp í Borgarnes og synti á nýjum stað.  Ferðinni var heitið í svo kallaða Englendingavík við Brúðuheima en þar er gamall sjósundstaður.  16 ferskir sjósyndarar syntu út í litlu Brákarey, vöppuðu yfir eyjuna og útí aftur sunnan megin.  Þarna var synt í blöndu af jökulárvatni úr Hvítá og sjó og því var minna saltbragð af sjónum en við erum vön í Fossvoginum. Eins var botninn skemmtilega mjúkur af jökulleir og notuðu sumir félagar sér það og fóru í leðjubað eða leðjuslag út í Brákarey.  Eftir gott sund var yljað sér í pottinum í sundlaug Borgarness og auðvitað teknar nokkrar salibunur í grænu rennibrautinni. Síðan bauð Hildur verti á Brúðuheimum upp á yndislega súpu en hún rekur kaffihús á staðnum. Þetta er mjög skemmtilegur staður til að synda í á góðu flóði og hefur Hildur hug á að bæta aðstöðuna í fjörunni hjá sér til að auðvelda sjóböð í framtíðinni. Myndir úr ferðinni eru komnar inn á myndaalbúmið.

Share

Árshátíð Sjósundsfélagsins

October 8, 2010 by · 3 Comments
Filed under: Fréttir 

Árshátíð Sjósunds- og sjóbaðsfélagsins verður haldinn  13. nóvember nk. í félagsheimilinu út á Seltjarnarnesi. Glæsileg skemmtiatriði, léttar veitingar og dúndur fjör.  Taktu kvöldið frá og komdu á fyrstu árshátíð félagsins. 

Kveðja Skemmtilegasta nefndin

Share

GUL vörurnar komnar í Nauthólsvík.

October 8, 2010 by · Leave a Comment
Filed under: Fréttir 

Viljum benda á að hanskarnir, skórnir og hetturnar eru komnar aftur niður í Nauthólsvík til sölu og verða þar í vetur.

Ekki seinna vænna þar sem sjórinn er byrjaður að kólna.

Kv.  Gúmmíbátar og Gallar

Share

Sjósund á Englendingavík í Borgarnesi

October 5, 2010 by · Leave a Comment
Filed under: Fréttir 

Sunnudaginn 17. október ætlum við að synda á nýjum stað.  Upp í Borgarnesi er gamall sjósundstaður við svonefnda Englendingavík og þar ætlum við að synda í átt að Brákey. Þarna er afar fallegt umhverfi og útsýnið engu líkt (sjá myndir). Eftir sundið ætlar Hildur í Brúðuheimum að bjóða okkur upp á súpu og brauð á 750 krónur en Brúðuheimar reka glæsilegt kaffihús þarna við víkina með útsýni út á hafið.   Hittumst á bílastæðinu við rætur Esjunnar kl 11:30 og sameinust í bíla, svo verður ekið upp að Brúðuheimum og reiknum með að hefja sjósundið kl 13. Eftir sjósund og súpu er svo ekki úr vegi að skoða Brúðuheima og því er tilvalið að taka fjölskylduna með.

Fyrir forvitna eru hér linkar á fróðleik um þennan markverða stað og svo má alltaf hringja í síma 849-0092 ef maður villist á leiðinni upp eftir

kveðja Skemmtilega-nefndin

http://www.bruduheimar.is/

http://www.fva.is/~finnbogi/englendingavik/index.html

Share

Skriðsundnámskeið á vegum SJÓR.

October 2, 2010 by · Leave a Comment
Filed under: Fréttir 

Um þessar mundir eru 40 einstaklingar að læra skriðsund á vegum Sjósunds- og Sjóbaðsfélags Reykjavíkur. Tveir frábærir sundmenn og kennarar hafa verið fengnir til að kenna. Arnar Felix Einarsson kennir tveimur 10 manna hópum í Kópavogslaug. Magnús Ólafsson kennir öðrum tveimur hópum í Breiðholtslaug. Ótrúlegar framfarir hafa orðið hjá öllum hópunum eftir bara einn tíma.

Garpasund sjósundfólks

Nú er verið að vinna í því að setja saman garpahóp sjósundfólks, sem syndir þá saman tvisvar til þrisvar í viku eftir æfingaplani. Dregist hefur að koma honum saman vegna skriðsundnámskeiðsins. Öll skipulagsvinnan er unnin meðfram öðrum störfum og því seinlegri. 

Benedikt Hjartarson

Share

Er Fossvogurinn Klóakpottur?

October 2, 2010 by · 1 Comment
Filed under: Fréttir 

Sjósundmenn hafa í liðinni viku vart hitt þann kunningja sem ekki hefur spurt í gamni hvort viðkomandi syndi í klóaki. Fjölmiðlar greindu frá því að Kópavogsbær væri að veita frárennsli fram hjá skolpdælustöðinni beint út í sjóinn vegna tveggja daga viðgerðar á stöðinni.  Stöð þessi er ekki í sundleið sjósundfólks í Nauthólsvíkinni en straumar geta hæglega borið saurinn inn voginn ef mikið af frárennslinu fer þar út. Eftirgrennslan hjá þeim sem rannsakað hafa voginn og skoðað mengunarmælingar sem þar hafa farið fram, bendir til þess að magn sjávar sem um voginn fer sé það mikið að hann hreinsi sig alveg á sex tímum. Það er því engin hætta á því að við syndum í klóaki. Sjórinn er hreinn og heilsusamlegur. Hitt er svo annað mál að mikil uppbygging hefur farið fram í ferðaþjónustu í Nauthólsvík og staðurinn því viðkvæmur fyrir svona fréttum. Það að veita saur í sjóinn er með öllu ólíðandi. Kópavogsbær, sem stendur sig því miður mjög illa í ferðaþjónustu, verður að taka sig taki og koma skólpmálum sínum í lag. Í Kópavogi býr fjöldi iðkenda sjávaríþrótta og ekki er óalgengt að þeir komist í beina snertingu við sjóinn. Sjórinn þarf að vera hreinn, alltaf, alls staðar.

Árni Þór Árnason, varaformaður SJÓR, hefur rætt við umsjónarmenn skólpmála i Kópavogi. Það verður að segjast eins og er að samskiptin mega vera jákvæðari.  Eitt fékkst þó jákvætt út úr þeim samtölum. Það er áhugi á að bæta aðstöðuna við sjóinn til að Kópavogsbúar hafi svipaða aðstöðu til sjóbaða og Reykvíkingar. Það fyrsta sem þarf að gera er að koma skólpmálum í viðunandi horf.

Benedikt Hjartarson

Share