Sundæfingar á nýju ári fyrir alla!

December 30, 2010 by · Leave a Comment
Filed under: Fréttir 

Stjórn SJÓR hefur staðið í samningaviðræðum við þjálfara sem væri til í að vera „sund- og eða sjósundþjálfari“ SJÓR í vetur.

Það er alveg kjörið að setja sér það markmið á nýju ári, að fá leiðsögn frá góðum þjálfara, sem þekkir sjósundið og þarfir sjósundfólks mjög vel.  Byrjað verður með neðangreinda tíma, en svo verður það endurskoðað m.t.t mætinga og hvenær flestir geta komist.  Stefnt er að því að æfa í Laugardalslaug, innilaug.  Æfingar hefjast 3. Janúar 2011.

Æfingatafla fyrir SJÓR, Staður: Laugardalslaug, innilaug

Mánudagur kl: 20:30-21:30 Þriðjudagur kl: 11:30-13:00

Fimmtudagur kl. 11:30-13:00 Föstudagur kl. 07:00-08:00

Sundæfingar eru s.s fyrir fullorðna, byrjendur og lengra komna, hvort heldur að fólki langi til að synda einhver langsund í sumar, eða bara koma sér í sæmilegt form. Þjálfari er Vadim Forafonov íþróttafræðingur M.Sc., yfirþjálfari hjá Sunddeild Fjölnis, heimsmeistari í Garpasundi og Íslandsmeistari í Sjósundi.

Vadím tekur að sér:

  • Einkaþjálfun fyrir byrjendur.
  • Sundæfingar fyrir „Top performance“ í sjósundi, garpasundi og þríþraut.

Samið hefur verið um kr 4.000.-  á hvern sundmann á mánuði og gerir fólk það upp,  beint við þjálfarann.  Æfingar hefjast 3 janúar 2011.

Ef einhverjar spurningar vakna, hafið þá samband við varaformann og gjaldkera SJÓR,

Árna Þór Árnason, í síma 893-8325.

Gleðilegt nýtt ár!

Stjórn SJÓR

Share

Nýjárssundið

December 29, 2010 by · Leave a Comment
Filed under: Fréttir 

Kæru félagar,

Eins og kemur fram í fyrri frétt verður opið á Ylströndinni á nýjárssdag frá klukkan 11 – 14. SJÓR ætlar að bjóða öllum gestum þann dag upp á kaffi, kakó, te og piparkökur.

Hlökkum til að sjá sem flesta eiga góða stund á nýju ári í dásamlegum sjónum og heita pottinum.

Bendum einnig á hvað þetta verður flott dagsetning til að ganga í félagið 1.1.11 ;)

Bestu kveðjur
Stjórn SJÓR

Share

Opnun í Nauthólsvík til áramóta

December 27, 2010 by · Leave a Comment
Filed under: Fréttir 

Mánudagur 27. des.      opið 17:00-19:00

Miðvikudagur 29. des opið 11:00-13:00

Miðvikudagur 29. des opið 17:00-19:00

Lokað á Gamlársdag.

Opið Nýjársdag kl. 11:00-14:00

Starfsmenn Ylstrandarinnar óska öllum landsmönnum gleðlilegrar hátíðar.

Share

Jólakveðja

December 23, 2010 by · Leave a Comment
Filed under: Fréttir 

Stjórn félagsins óskar öllum félagsmönnum og velunnurum gleðilegra jóla.
Benedikt Hjartarson

Share