Sjóbíó og miðnætursund

January 28, 2011 by · 3 Comments
Filed under: Fréttir 

Share

Fleiri æfingatímar í sundi

January 19, 2011 by · Leave a Comment
Filed under: Fréttir 

Æfingatafla fyrir SJÓ-GARPA
Staður: Laugardalslaug, innilaug
Mánudagur: Morguntími kl: 07:00-08:00 og kvöldtími kl: 20:30-21:30
Þriðjudagur: Morguntími kl: 07:00-08:00 og hádegistími 11:30 – 13:00
Fimmtudagur: Morguntími kl: 07:00-08:00 og kvöldtími kl: 20:30-21:30
Föstudagar: Morguntími kl: 07:00-08:00

Þjálfari: Vadím Forofonov, email vadimf@hive.is, gsm 843-0922
Ábm. Fh SJÓR: Árni Þór Árnason, arnia@itn.is, gsm 893-8325

Æskilegur búnaður:
Sundgleraugu, sundskýla/ sundbolir, sundhetta, stuttar og langar froskalappir, flotkorkur til að setja milli lappa og eins til að halda í fyrir framan sig þegar einungis er synt með löppum!

Verð:
Æfingagjaldið er kr. 4000 pr. mánuð, aðgangur í lauginna ekki innifalinn.

Share

Þorragleði 24.janúar

January 14, 2011 by · Leave a Comment
Filed under: Fréttir 

Share

Nýjárshugvekja formanns

January 2, 2011 by · Leave a Comment
Filed under: Fréttir 

Nýjárshugvekja formanns.
Ár er liðið frá því að Sjósunds og sjóbaðsfélag Reykjavíkur var stofnað.
Það er því stór dagur í dag og gaman að skoða hverju félagið hefur áorkað en það telur nú rúmlega 350 manns.
En það eru líka önnur tímamót í sundinu. SSÍ heldur upp á 60 ára afmæli um þessar mundir. SJÓR óskar þeim velfarnaðar og til hamingju með tímamótin.
Nýjárssundið tókst með ágætum og voru vel á þriðja hundrað manns sem skelltu sér í sjóinn í Nauthólsvík. Nýjárssundið hefur nú sitt annað hundraðasta ár en það var fyrst haldið 1910. Það var Lögreglan í Reykjavík sem hóf þessi sund sem oftast fóru fram í Reykjavíkurhöfn. Það fluttist svo í Nauthólsvíkina fyrir nokkrum árum og hér verður það vonandi um ókomin ár í samstarfi Íþróttafélags Lögreglumanna, ÍTR og SJÓR.
Með nýjum félagsmönnum koma ný markmið og draumar. Margir hafa sett sér markmið og þau náðst. Hvort sem var að fara í sjóinn, komast að fyrstu bauju, annarri eða synda yfir Fossvoginn.
SJÓR stóð fyrir mörgum uppákomum á liðnu ári. Farið var í Hvammsvík, Stykkishólm, Drangsnes, Borgarnes til Hríseyjar og óvissuferð á Reykjanes.
Félagið stóð líka fyrir nokkrum hópsundum þar sem synt var yfir Fossvoginn, til Viðeyjar, frá Bessastöðum og Skeljarfjarðarsund. Félagsmenn syntu Drangeyjarsund og hefðbundið Viðeyjarsund.
Í sumar voru tvö óvenjuleg sundmót haldin. Um þau mót sá skemmtilega nefndin, sem sett var á laggirnar á árinu. Skemmtilega nefndin hefur verið mikill hvalreki og á hún miklar þakkir skildar. Hún stóð fyrir dýfingamóti og keppni í samhæfðu sundi. Stórkostleg skemmtun sem mikla athygli vakti.
Ellefu sinnum á ári er synt milli mánaða. Fer þá vaskur hópur sundmanna út í sjó fyrir miðnætti og kemur upp úr sjónum eftir miðnætti.
Fræðslumál og öryggismál eru ofarlega á baugi og nokkrir fræðslufundir voru haldnir á árinu t.d. um ofkólnun og fyrstu hjálp. Einnig erindi um það hvað Ermarsund snýst. Enginn var svo svikinn af árshátíðinni sem lukkaðist stórkostlega.
Haldið var skriðsundnámskeið sem 40 manns sóttu og nú er búið að setja upp tíma fyrir garpahópa en sjá má á heimasíðunni okkar hvenær æfingar eru.
Gott samstarf hefur verið milli marga aðila. Má þar nefna starfsfólk í Nauthólsvíkinni og ÍTR. Einnig samstarf við SSÍ sem við sjáum að á eftir að eflast í framtíðinni. Mikil hjálp var í Kajakræðurum sem hjálpuðu við hópsundin. Þau fyrirtæki og stofnanir aðrar sem SJÓR hafði samstarf við á árinu eru: Lýsi, Lyfja, Olís, Vífilfell, Heilsuhúsið, Reykjavíkurborg og Faxaflóahafnir en Faxaflóahafnir hafa ákveðið að stuðla að auknu hreinlæti í höfnum sínum. Öllum þessum aðilum er þakkað samstarfið.
SJÓR heldur úti heimasíðu þar sem getið er frá því helsta sem er á dagskrá.
SJÓR vinnur að því að koma upp veðurathugunarbauju í Nauthólsvíkinni. Þá verður hægt að skoða hitastig sjávar og lofts á netinu og skoða myndir af staðnum í rauntíma. Þeirri vinnu miðar vel.
Framtíðin er björt fyrir sjósund og sjóböð. Fyrirsjáanleg er fjölgun félaga, fleiri spennandi atburði tengda sjónum og að aðstæður batni. Eitt það skemmtilegasta við sjósundið er hvað góður andi er ríkjandi meðal iðkenda. Gleði skín úr hverju andliti enda stórir sigrar unnir í hvert sinn sem farið er í sjóinn og samstaðan mikil milli ólíkra.
Sjósund á sér sögu og við erum að skapa sögu.
Sjósund er
Fegurð, félagsskapur, gætni.
Sjósund og Sjóbaðsfélag Reykjavíkur óskar þér og þínum gleðilegs sjósundsárs .

Share

Sjósunds- og Sjóbaðsfélag Reykjavíkur (SJÓR) og Sundsamband Íslands fagna afmæli sínu í Nýárssundinu.

January 1, 2011 by · Leave a Comment
Filed under: Fréttir 

Ekki er úr vegi að fjalla aðeins um Nýárssundið 1 janúar, þar sem þessi skemmtilega hefð er að festa sig meira í sessi.

Lögreglan hefur lengi verið kyndilberi þessarar hefðar, en fyrsta Nýárssund var þreytt 1910 af Lögreglunni í Reykjavík.  Sundið lagðist svo af í mörg ár, en eftir hvatningu frá Eyjólfi Jónssyni sjósundkappa var þessi hefði svo endurvakin 1999 af Jóni Otta Gíslasyni, heitnum,  lögreglumanni og félögum hans.  Jón Otti og félagar hans voru annáluð hreystimenni og skelltu sér í sjóinn við ýmis tækifæri, svo ekki sé minnst á Eyjólf Jónsson, sem synti mörg frækin sund á árum áður.

Sjósunds- og Sjóbaðsfélag Reykjavíkur (SJÓR) eru langstærstu sjósundsamtök landssins, sem telja nú orðið hátt í 400 félagsmenn, halda  uppi heiðri og minningu  fyrrum sjósundkappa og sjá um að halda þessari hefð gangandi í samstarfi við Lögregluna, ÍTR og Sundsamband Íslands, enda bráðskemmtilegt og hressandi að skella sér í sjóinn til að fagna nýju ári.

SJÓR er núna orðið 1 árs og fagnar því í Nauthólsvík 1 janúar milli 11:00-14:00, enda stofnað á Rúbín veitingastað í Öskjuhlíðinni fyrir ári síðan að viðstöddu fjölmenni.  Félagið hefur dafnað og blómstrað á þessu fyrsta ári og vitnar lífleg heimasíða félagssins um þá góðu vinnu sem þar er unnin.  Í Nauthólsvík hefur myndast einstakt samfélag glaðbeitts fólks þar sem hlátur er í fyrirrúmi og heyrast hlátrarsköllin langar leiðir þrisvar sinnum í viku, allan veturinn.  Þarna ríkir einstakur drengskapur og allir eru jafnir.

Sundsamband Íslands er 60 ára á þessu ári og opnar formlega afmælisár sitt með okkur í Nauthólsvík í Nýárssundinu.  Við óskum þeim innilega til hamingju og hlökkum til samstarfssins á árinu.

Félagsskapur – Fegurð – Gætni

KV,

Stjórn SJÓR

Share