Millimánaðasund á laugardagskveldi

April 30, 2011 by · 1 Comment
Filed under: Fréttir 

Minnum á miðnætursundið síðasta dag mánaðarins, laugardagskveld, mæting 23:45 í nauthólsvík og synt milli mánaða eins og alltaf.

Share

Kjalarnes leiðangur SJÓR gekk afar vel.

April 17, 2011 by · 2 Comments
Filed under: Fréttir 

1104160005

Hópur Sjósunds og sjóbaðs garpa mætti á Olísstöðina í Mosfellsbæ kl. 11:00 á laugardaginn til að fara í sjósund. Keyrt var út á kjalarnes og þar niður í fjöru og mannskapurinn skellti sér í sjóinn.  Góð sandfjara á svæðinu og þurfti að labba smá spotta í sjónum til að komast á sund-dýpi.  Þegar búið var að synda og svamla var farið í Kjalarneslaug og svæðið hertekið. Sett var met í heita pottinum og töldust 16 stk. í honum. Það hefði verið hægt að setja fleiri ofaní, en þá þyrfti að nota sleypiefni.

1104160031

Skemmtilega nefndin í SJÓR er semsagt aftur byrjuð með sínar mánaðarlegu “synt á nýjum stað” ferðir og var Kjalarnes fyrsti staðurinn á þessu ári.  Nú er bara að bíða og sjá hvað þau velja næst.

Myndir komnar inn í myndaalbúmið

Þessar verðir eru auðvitað opnar öllum og verða auglýstar hér á síðunni eins og svo margt annað sem SJÓR tekur sér fyrir hendur.

Share

Kjalarnes 16. apríl

April 6, 2011 by · 1 Comment
Filed under: Fréttir 

Share

Sjóbíóið og millimánaðasundið gekk eins og hestur!

April 3, 2011 by · Leave a Comment
Filed under: Fréttir 

Gott veður og smá rigningarúði voru í víkinni þegar Meðlimir SJÓR og aðstandendur mættu og horfðu á JAWS 2 á fimmtudagskveldinu síðasta.  Allt gekk eins og í sögu og voru allir ánægðir með atburðinn.  Skemmtilega nefndin á hrós skilið fyrir skemmtunina.  Nú verða ekki fleiri sjóbíó á næstunni þar sem birtan verður okkur ekki hagstæð næst (sem er mjög gott mál)  Skoðum aftur í haust hvort haldið verður áfram.  Myndir voru teknar og hægt verður að sjá þær á heimasíðu Nauthólsvíkur innan langs tíma.

Nú styttist mjög svo í sumarið og heitari sjó og þá munum við vera með mikið af ferðum og hópsundum hér og þar, eins og í fyrra, þar sem mikil stemming er fyrir því í hópnum.

Stjórnin

Share