Ýmislegt fyrir meðlimi SJÓR.

May 29, 2011 by · Leave a Comment
Filed under: Fréttir 

Minnum á opnunartíma í Nauthólsvíkinni okkar, nú er opið alla daga frá 10:00 til 19:00

Eiríkur Hans Sigurðsson veitir nú mun meiri afslátt en af mótorhjólaprófi fyrir SJÓR.

Minnum á síðu SJÓR á FACEBOOK, alltaf verið að henda inn sjóferðarmyndum frá fólki á Ylströndinni.

Svo viljum við minna á næsta millimánaðasund sem verður næsta þriðjudagskveld kl. 23:45. Síðast mættu um 20 manns í snjókomu og köldum sjó.  Nú er sjórinn orðinn heitur og góður svo búast má við fleirum næst.

Share

Drukknun er ekki eins og drukknun

May 29, 2011 by · Leave a Comment
Filed under: Fréttir 

 

Drukknun er ekki æðisgenginn gusugangur og hróp á hjálp, eins og flestir halda. Skipstjórinn var sérþjálfaður, með áralanga reynslu af því að þekkja einkenni yfirvofandi drukknunar. Faðirinn hafði hinsvegar „lært“ af sjónvarpinu.

Handapatið, skvetturnar og ópin sem sjást í sjónvarpinu eru sjaldnast raunin.

Framhald hér:  http://mariovittone.com/2010/07/icelandic/

Share

Yndisferð upp á Skaga

May 19, 2011 by · Leave a Comment
Filed under: Fréttir 

Sjósund- og sjóbaðsgarpar af öllum stærðum og gerðum mættu á Olísstöðina í Mosfellsbæ laugardaginn 14. maí, sameinast var í bíla þar sem það átti við og haldið af stað á vit nýrra sundævintýra. Við rötuðum upp á Akranes en ekki eins vel um bæinn, Langisandur fannst að lokum og mikil tilhlökkun að komast í sjóinn, fallegur útselur synti með okkur um stund. Akurnesingar eru með þessar flottu útisturtur volgar í fjöruborðinu sem biðu okkar að afloknum ljúfum sundspretti í öldugangi. Það var stutt frá sundstaðnum í sundlaugina og völdu sumir að ganga. Fín sundaðstaða með skemmtilegri rennibraut, við prófuðum alla heitu pottana en rennibrautin vakti mesta lukku.  Ýmsar aðferðir voru prófaðar til að renna sér og sumar örlítið glannalegri en reglugerðir leyfðu sem varð til þess að sundlaugarvörður sá ástæðu til gefa okkur tiltal. Eftir allt buslið var fólkið svangt og fórum við niður á verslunargötuna til að gæða okkur á palentínskum veitingum sem voru svo pólskar á endanum. Frábær ferð með skemmtilegum ferðafélögum, hlökkum til næstu ferðar ég held að það sé ekki spurning. Þetta er tilvalið tækifæri til að kynnast nýju fólki og kærleikur og kátína sem maður finnur úr heimavíkinni fylgir alltaf með í ferðum.

Bestu kveðjur Skemmtilega nefndin :-)

Share

Nýr sundstaður næstu helgi.

May 11, 2011 by · 1 Comment
Filed under: Fréttir 


Share

Kveðjum veturinn

May 3, 2011 by · 1 Comment
Filed under: Fréttir 

Share

Millimánaðasund apríl-maí við sérstakar aðstæður.

May 1, 2011 by · Leave a Comment
Filed under: Fréttir 

img_3083

Góð mæting var í millimánaðasundið í gær. 18 manns mættu á svæðið og flestir fóru í sjóinn við mjög sérkennilegar aðstæður, að koma upp úr 1.maí og það er snjókoma í lofti, snjór yfir öllu og sjórinn hrímaður af ís eru aðstæður sem maður sér fyrir sér á öðrum árstíma.  Það verður að láta þessa veðurfræðinga spá betra veðri.

img_3073

Við skemmtum okkur hinsvegar konunglega og bros á öllum andlitum, enda er það partur af prógramminu.

Myndirnar eru komnar í albúmið

Share