SJÓR með árlega helgarútilegu á Snæfellsnesi!

June 27, 2011 by · Leave a Comment
Filed under: Fréttir 

Þau myndbönd sem tekin voru yfir helgina góðu í Stykkishólmi eru komin á FACEBOOK síðuna okkar

Share

Ermarsund 2011 og fyrsta sólarhrings sjósund íslandssögunar

June 22, 2011 by · Leave a Comment
Filed under: Fréttir 

Undirbúningur fyrir Ermarsundið stendur sem hæst.  Kominn er heimasíða og Facebook síða.

 

Share

Sjósundsútilega í Stykkishólmi 24.-26. júní

June 16, 2011 by · Leave a Comment
Filed under: Fréttir 

Þá er komið að hinni árlegu sjósundsútilegu SJÓR.  Eins og áður verður haldið til Stykkishólms og notið þess að synda í undurfögru umhverfi.  Margt skemmtilegt er á dagskrá t.d. verður synt frá Búðarnesi og í kringum Súgandisey. Svo verður  kvöldvaka, sund, grill og almenn gleði og glens. Á sunnudeginum er ætlunin að keyra fyrir nesið og synda á nokkrum fallegum stöðum.  Þetta er sannkölluð fjölskylduferð og tilvalið að koma og hafa gaman saman.  Nánari upplýsingar hjá Helenu Bærings og svo má commenta hér að vild.  Sjáumst  Skemmtilega nefndin

Share

Sumarsólstöður í Hvammsvík 21. júní

June 7, 2011 by · Leave a Comment
Filed under: Fréttir 

Kveiktur verður varðeldur í fjörunni í Hvammsvík um kl 21:30. Þá verður sungið, leikið og grillað brauð á teinum. Syndum út í sjó í kringum miðnætti, njótum sólsetursins og kvöldkyrrðarinnar . Hlökkum til  að sjá þig og tilvalið að taka fjölskylduna með.

Skemmtilega nefndin

Share

Stutt-ermar-sundið gekk með eindæmum vel!

June 5, 2011 by · 2 Comments
Filed under: Fréttir 

img_3210Stuttermasund SJÓR fór fram í blíðskaparveðri í Nauthólsvíkinni í dag. Fjöldi fólks mætti, bretti upp ermar og synti frá Englandi til Frakklands (Smærri útgáfan) til að minna á að Árni Þór Árnason er að fara að synda þessa þolraun eftir mánuð og verður fylgst vel með því. Verðlaun voru fyrir besta búningin og hlaut Haukur aldursforseti þau verðlaun, sem var Makríll sem hann eldaði um kveldið.

Myndir komnar í myndaalbúmið

img_3305

img_3192

Share

Stutt-Ermasund á sjómannasunnudaginn 5.júní

June 1, 2011 by · Leave a Comment
Filed under: Fréttir 

Hefur þig alltaf dreymt um að synda Ermarsund? Nú er tækifærið. Sjómannasunnudaginn 5. júní kl. 16 efnum við til stuttermasunds í Nauthólsvík. Þátttakendur þurfa að synda í ermum og munu fulltrúar Bretlands og Frakklands sjá um að allt fari rétt fram. Viðurkenning verður veitt fyrir flottustu ermarnar og allir munu fá viðurkenningarskjöl að loknu sundi. Sundið verður í styttra lagi og allir ættu að geta tekið þátt. Söfnunarbaukur verður á staðnum svo að þeir sem vilja styrkja Árna um drykkjarpeninga geti látið gott af sér leiða ( allir vita hvað  maður getur orðið þyrstur eftir sjósund).

Fyrst og fremst er þetta gert okkur til gleðiauka og að öllum líkindum mun tómur fíflaskapur verða við völd. En vinsamlegast varið ykkur á sjóræningjunum……

Bestu kveðjur    Skemmtilega nefndin

Ermasund

Share