Skrif félaga SJÓR: Kolbrún Karls

July 1, 2011 by · 5 Comments
Filed under: Fréttir 

Er Nauthólsvíkin fyrir alla?

Nýjasta dellan á mínum bæ er sjósund, sem er að sögn allra meina bót. Í gær fór ég á aðalsundstað Reykvíkinga, Nauthólsvík. Nokkrir einstaklingar notuðu þjóðhátíðardaginn í kyrrðinni í víkinni og þar sem hitastig sjávar er komið yfir 10°c fer fólk að teygja sig lengra út í víkina og jafnvel yfir. Þegar sundgarparnir voru komnir í pottinn úr sundferðum út í bátana í miðri víkinni og yfir víkina komu  tvær jet-ski þotur og þeystust um af miklum móð. Eflaust er rosalega gaman að þeytast um á svona tækjum á miklum hraða um sjóinn, það gæti hins vegar orðið afdrifaríkt fyrir „ekilinn“ að rota óvart manneskju sem er á sundi um sjóinn og drekkja viðkomandi.

Þetta svæði er skilgreint sem hafnarsvæði og er hámarks-siglingarhraði settur. Auðvitað er áhætta að synda í sjónum, hins vegar er líka áhætta að fara þarna inn á hraðskreiðum siglingartækjum. Lögreglan kom ekki fyrr en eftir dúk og disk, enda 17 júní, og ef einhver hefði verið í sjónum á sama tíma og þessi tæki, hefði það jafngilt rússneskri rúllettu. Leiðinlegt fyrir þann sem verður fyrir, en að sama skapi óskemmtilegt að örkumla manneskju eða hafa líf hennar á samviskunni. Ég vil biðja fólk um að virða gefin hámarks-siglingarhraða og hafa í huga að sjósundsfólki fer fjölgandi, enda einstaklega skemmtilegt fólk sem stundar þetta sport!

Kv. Kolbrún Karls

Share

« Previous Page