Skundað í Skötubót

August 28, 2011 by · Leave a Comment
Filed under: Fréttir 

Fríður hópur sjósyndara skellti sér í Skötubótina við golfvöllinn í Þorlákshöfn í aldeilis fínu veðri. Skötubótin er skemmtilegur staður til útivistar og er þessi sandfjara hálfgerð sólarströnd Þorlákshafnarbúa. Hópurinn undi sér vel í öldunum og öslaði sandfjöruna langt út og auðvitað fylgdist einn selur með okkur. Eftir sjósundið var glæsileg sundlaug heimamanna heimsótt og fylgdi hellings sandur með okkur :-(   engu líkara en heil leikskólaherdeild hafi verið á ferð. Ekki skemmdi það svo fyrir að í andyri sundlaugarinnar var verið að steikja vöfflur sem hópurinn gæddi sér á eftir sundsprett og pottahangs.  Fullkominn endir á góðri ferð.  kveðja Skemmtilega nefndin

Share

Vadim byrjar með sundkennslu aftur fyrir meðlimi SJÓR 1. sept.

August 27, 2011 by · Leave a Comment
Filed under: Fréttir 

Ef þið eruð með einhverjar spurningar varðandi sundkennsluna er hægt að senda póst á Árna (arni@hopkaup.is)

Mæting í innilaugina við Laugardalslaug

kv. stjórnin

Share

Skötubót við Þorlákshöfn næsta laugardag

August 23, 2011 by · Leave a Comment
Filed under: Fréttir 

Næsta laugardag, 27. ágúst, ætlum við að synda á nýjum stað og nú er það Skötubótin við hliðina á golfvellinum í Þorlákshöfn.  Hittumst við Olís Norðlingaholti kl 11, sameinumst í bíla og förum í halarófu þrengslin til Þorlákshafnar.  Eftir sjósundið verður glæsileg sundlaug Þorlákshafnarbúa heimsótt og rennibrautir og pottar prófaðir. Tilvalið að grípa fjölskylduna með.  Sjáumst  :-)  Skemmtilega nefndin

Share

Sigrún, Kolla og Sædís Rán syntu Viðeyjarsundið 21. ágúst 2011

August 22, 2011 by · Leave a Comment
Filed under: Fréttir 

img_4152Þessar þrjár stöllur tóku sig til á sunnudaginn síðasta 21. ágúst 2011 og syntu Viðeyjarsundið góða sem er 4,3 km.  Veður var gott og straumar hagstæðir, makríltorfur og selshausar. Hitastigið var að meðaltali 12,4°.  Kolla og Sigrún fóru þetta á tímanum 2:26 mín og Sædís Rán synti leiðina á 2:31 og má geta þess að Sædís er yngsti sundkappinn sem hefur farið þessa leið, aðeins 18 ára. Myndir eru komnar inn í myndaalbúmið góða. Frétt á bleikt.is og myndir frá Stöð 2.

Stjórnin óskar þremenningunum til hamingju með þennan frábæra árangur.

 

Share

Sund út í Viðey tókst með eindæmum vel.

August 20, 2011 by · Leave a Comment
Filed under: Fréttir 

img_4018Synt var út í viðey í mjög góðu veðri, hita og rislitlum sjó.  Fjöldi sundmanna var um 140 alls sem syntu aðra eða báðar leiðir og allir komu þeira aftur,,,,, Myndir eru komnar í Myndaalbúmið góða.  Viljum við þakka öllum sem lögðu lóð sín á vogarskálarnar til að gera þetta sund mögulegt.  Sérstaklega Kayak félögunum okkar sem voru bæði í fyrra og núna með 11 kayaka og Benna kafara sem fylgt hefur okkur í flestum sundum þetta árið.  Einnig höfum við fengið frábæra hjálp frá Hjálparsveitum og fleiri aðilum við öryggismál sundsins.  Frábært að fá meðlimi SJÓR til að hjálpa við skráningar, móttöku sundkappa, verðlaunaafhendingu og allt annað sem til fellur við framkvæmd sunds að þessari stærðargráðu.  Þetta væri ekki hægt án ykkar.

Svo er hér að lokum linkur í myndasafn hjá Jóni Svavars sem hann tók í sundinu.

Með þökk, Stjórn SJÓR

Share

Skráning hafin í sund til Viðeyjar föstudaginn 19. ágúst

August 15, 2011 by · Leave a Comment
Filed under: Fréttir 

SJÓR er með hina árlegu sundferð fram og til baka til Viðeyjar næsta föstudag og allir sem ætla að koma með VERÐA að skrá sig hér á síðunni. Lagt verður af stað kl. 17:30 frá Skarfakletti. Það kostar 500 kr. fyrir félagsmenn SJÓR og 1000 kr. fyrir aðra, og fer það í að greiða kostnað við báta og annan tilfallandi kostnað við sundið.  Greiða þarf í peningum í byrjun sunds þar sem við erum ekki með posa. Hægt verður að velja um aðra leið eða báðar. Við viljum benda sundfólki á að það er á eigin ábyrgð í sjónum. Við verðum með nokkra báta og nokkra kayaka sem að fylgja fólki alla leið. Einnig verður mjög vant sjósundsfólk með blöðkur sem fylgist vel með og er tilbúið að hjálpa. Bendum fólki á að hafa meðferðis eitthvað heitt að drekka og hlý föt sem auðveld er að klæða sig í eftir sundið. Ekki verra að hafa einhvern sem tekur á móti þegar sundið er búið.  Hér er yfirlitsmynd af sundinu.

Share

Vaskur hópur á Þingvöllum!

August 14, 2011 by · 2 Comments
Filed under: Fréttir 

img_3869Vaskur hópur af meðlimum SJÓR fór í ferð á Þingvelli í bongóblíðu og ætlunin var að synda í Nikulásar og Flosagjá eða þar sem flestir kalla “Peningagjá.  Veðrið var frábært og tókst ferðin eins og best verður á kosið.  Mikið var um ferðamenn á svæðinu sem fengu fyrir allan peningin við að sjá þetta skrítna fólk henda sér í ískalt vatnið. Skyggnið er rómað og því til rökstuðnings má benda á að gjárnar á Þingvöllum er skráðar sem einn af þrem bestu köfunarstöðum í HEIMINUM.

Myndir komnar í myndaalbúmið og eitthvað var tekið af video myndum.

Share

Skytturnar þrjár syntu Viðeyjarsundið góða

August 14, 2011 by · Leave a Comment
Filed under: Fréttir 

 

Birna Hrönn, Raggý og Kidda tóku sig til og syntu Viðeyjarsundið föstudaginn 12. ágúst.  Hitinn á sjónum var 13,7 gráður. Vindur að vestan þegar þær byrjuðu en lyngdi og var andvari þegar síðasta var að klára. Birna Hrönn synti leiðina á 1:37, Raggý synti á 2:08 og Kidda fór sundið á 3:02.  Voru þær allar í fínu standi þegar þær komu upp úr. Við óskum þeim auðvitað til hamingju með frábæran árangur og gaman að sjá hvað þeim dettur í hug næst.

Share

Allir á Þingvöll á morgun laugardag 13. ágúst

August 12, 2011 by · Leave a Comment
Filed under: Fréttir 

Meðlimir SJÓR ætla að fara á Þingvöll á morgun (Laugardag) og synda í Nikulásargjá og peningagjá.

Ætlum að þjappa í bíla og fara frá Olís bensínstöðinni í Mosfellsbæ kl. 12:00
Hitinn í gjánnum er 3 gráður en sundið er ekki mjög langt svo þetta á ekki að vera mikið vandamál.
Vonandi koma sem flestir og biðjum við velvirðingar á því hversu seint þessi póstur berst, en þetta var ákveðið í kvöld.
P.s.  Birna Hrönn, Raggý og Kidda kláruðu Viðeyjarsundið áðan allar þrjár og kemur frétt um það á sjor.is á morgun. 

Kær kveðja | With best regards
Birgir Skúlason
Share

Fossvogssund hið síðara-2011

August 11, 2011 by · Leave a Comment
Filed under: Fréttir 

Um 130 manns syntu Fossvogssund hið síðara með SJÓR í brakandi blíðu.  Allt gekk að óskum og allir í góðu skapi.

Myndir komnar í myndasafnið okkar góða og viljum við þakka honum Árna Alberts fyrir góðar myndatökur í þessu sundi.  Allir fengu Powerade frá Vífilfelli til að hressa sig við. Tekið var upp á þeirri nýbreytni að setja videovélina okkar af stað í öðrum enda pottsins og leyfa fólki að tjá sig að vild, og slökkvaá vélinni í hinum endanum.  Þetta er ÓKLIPPT og ferlega fyndið. Afraksturinn er að finna hér.

img_5998Nú er bara eitt sund eftir á vegum SJÓR og það er Viðeyjarsundið sem á að verða 19. ágúst.  Vonandi veður veður jafn gott þá og var í síðasta sundi.

kv. Stjórnin

Share

Next Page »