Hanskar týndust í Fossvogs sundinu!

August 11, 2011 by · 1 Comment
Filed under: Fréttir 

Eftir Fossvogssundið s.l. miðvikudag hefur einhver tekið sundhanskana mína í misgripum. Þetta eru svartir GUL hanskar í stærð xs. Þeirra er mjög sárt saknað:( Ef einhver finnur þá má hafa samband við mig annað hvort á harpahrundb [hja] simnet.is eða í síma 8690370.

Takk:) Harpa Hrund

 

Share

Fossvogssund hið síðara

August 9, 2011 by · 1 Comment
Filed under: Fréttir 

Nú verður haldið Fossvogssund hið síðara.  Synt er yfir í Kópavog og til baka eins og alltaf.  Sjórinn er funheitur og veðrið er gott svo aðstæður verða hinar ákjósanlegustu til hópsunds.  Allar upplýsingar um sundið eru hér.

Lagt verður af stað kl. 17:30 og okkur verður fylgt eftir á bátum.

kv. Stjórnin.

 

Share

Keppni í samhæfðu sjósundi frestað fram á haustið

August 8, 2011 by · Leave a Comment
Filed under: Fréttir 

Ákveðið hefur verið að fresta keppninni í samhæfðu sjósundi fram á haustið og verður hún auglýst vel þegar ný dagsetning hefur verið fundinn.  Þið haldið auðvitað áfram að æfa og hanna búninga og svo höfum við megashow og fjör þegar að allir eru komnir úr sumarfríi.

Bestu kveðjur Skemmtilega nefndin

Share

Ægisíðu sundið gekk eins og í sögu.

August 4, 2011 by · 1 Comment
Filed under: Fréttir 

img_3694Ægisíðu sundið gekk eins og í sögu.  44 manns tóku þátt í þeim vegalengdum sem í boði voru (1,5/2,0/3,0 og 3,8) og voru aðstæður upp á sitt besta. Gott veður, meðvindur, meðstraumur og góða skapið.  Þeir sem syntu 3,0 og 3,8 km fóru á bílum út á Ægisíðu þar sem byrjað var að synda og þeir sem tóku 2,0 og 1,5 km gengu úr Nauthólsvíkinni eftir hjólastígnum að þeim stað sem farið var út í.  Nokkuð af myndum er komið í myndaalbúmið góða en fleiri koma fyrir helgi vonandi.  Stjórnin vill þakka þeim sem hjálpuðu okkur að gera þetta mögulegt og ekki síst starfsfólki Ylstrandarinnar sem allt fyrir okkur vildi gera eins og alltaf.

 

Viljum minna á Fossvogssundið sem haldið verður 10. ágúst og keppni í samhæfðu sjósundi sem verður haldin föstud. 12. ágúst.í annað sinn, en í fyrra var þetta haldið í fyrsta sinn og var þetta mikil skemmtun fyrir alla sem tóku þátt og sáu.

 

kv. Stjórnin

Share

Mæting í Ægisíðu sundið 4. ágúst.

August 3, 2011 by · Leave a Comment
Filed under: Fréttir 

Farið verður af stað kl. 16:00 frá Nauthólsvík fyrir þá sem synda 3,8 og 3,0 km.

Hugmyndin er að fara á einkabílum út á ægisíðuna og verður fólki keyrt tilað ná í bílana aftur.

Þeir sem fara í 1,5 og 2,0 km sund leggja aðeins síðar af stað en mæting æskileg á sama tíma til skrafs og ráðagerða.

Kv. Stjórnin.

Allar nánari hjá Bigga í 820-6287

 

Share

« Previous Page