Sjór – partý

September 20, 2011 by · 4 Comments
Filed under: Fréttir 

Alvöru partý verður haldið laugardagskvöldið 1. október nk. fyrir meðlimi sjósunds- og sjóbaðsfélag Reykjavíkur. Nú er bara að minnka dressið og mæta. Boðið verður upp á sjósund og sturtu kl 20 fyrir þá sem þurfa að kæla sig niður. Auk þess mun gamall draumur margra rætast því “bara” þetta kvöld verða strákarnir í stelpuklefanum og stelpurnar í strákaklefanum.

Share

Heimsókn upp á Akranes

September 18, 2011 by · 4 Comments
Filed under: Fréttir 

Sjósundsfélagið fór í heimsókn upp á Akranes í boði Haraldur Sturlaugssonar. Skagamenn eru að koma upp frábærri aðstöðu fyrir sjósundsfólk fyrir neðan knattspyrnustúkuna og stutt er þaðan niður í fjöru og eins upp í sundlaug. Langisandur tók á móti okkur með frábæru veðri og flottum sjó, fullum af öldum. Hópurinn lék sér heillengi í öldunum og hefur sjaldan verið hlegið meira í sjósundi. Eftir sjósundið var farið í sundlaugina og síðan snædd súpa, kaffi og kökur við nýju aðstöðuna. Haraldur fræddi okkur um fyrirhugaðar framkvæmdir en ætluninn er að setja upp bæði heitan pott og útisturtur. En það er ekki bara hægt að synda á Langasandi. við skoðuðum líka Skarfavör við Akranesvita en þaðan er hægt að synda í átt að Langasandi. Eins skoðuðum við Lamhúsavör bak við bíóhöllina, fallega vík sem gott er að synda í. Að lokum var okkur boðið að skoða einstakt safn um Akranes og fjölskyldu Haraldar sem hann er búin að koma fyrir í kjallara Haraldarhúss. Rúmlega 50 manns koma með okkur í þessa frábæru ferð og nutu gestrisni og veitingar í fallegu haustveðri.

Share

Dýfingakeppnin – allir kláruðu sín stökk og náðu að lenda í hafinu

September 14, 2011 by · Leave a Comment
Filed under: Fréttir 

Mánudaginn 12. september var haldin dýfingakeppni af klettinum. Fjölmargir tóku þátt og voru keppendur á öllum aldri og koma víða að (nokkrir ferðamenn úr pottinum slógust í hópinn). Hver keppandi fékk eina tilraun og þurfti því að leggja allt í þetta eina stökk. Mörg falleg stökk, stungur, hopp og snúningar sáust og allir sem skráðu sig luku keppni með glans.  Keppendur og áhorfendur voru einnig ötulir að hvetja til dáða og stemmningin var ákaflega góð.  Sigurvegarar fyrir fallegustu stökkinn voru; Björn Ásgeir Guðmundsson 1. sæti, Benedikt Hjartarson 2. sæti og Guðrún Hlín Jónsdóttir 3. sæti. Sérstök aukaverðlaun fékk svo Steinþór Ásgeirsson fyrir sérlega tilþrifamikla veltu fram á við með flatbakslendingu og tilheyrandi sviða.  Viljum við þakka dómurum, keppendum og áhorfendum fyrir skemmtilega og drengilega keppni. Hlökkum til að sjá ykkur að ári.

Bestu kveðjur

Share

Óvissuferð 17. september upp á Skaga

September 9, 2011 by · 35 Comments
Filed under: Fréttir 

Sælir kæru sjósundsfélagar. Haraldur Sturlaugsson ásamt öðrum Skagamönnum ætla að bjóða okkur í óvissuferð laugardaginn 17. september. Fjölbreytt dagskrá og veitingar.  Það væri gott ef þig mynduð láta mig vita, t.d. hér í comment, ef þið komist með.

kær kveðja Skemmtilega nefndin

 

Share

Írena Líf 16 ára sjósundskappi með besta tíma í Viðeyjarsundi

September 9, 2011 by · 2 Comments
Filed under: Fréttir 

Mánudaginn 6. september s.l. lagði Írena Líf af stað  frá Viðey, með það að markmiði að bæta besta  sundtíma kvenna. Írena stóð við það og gerði betur, þar sem hún er með besta tíma kvenna sem synt hefur frá Viðey til Reykjarvíkurhafnar á vegalengdinni 4,6 km. Það gerði hún án þess að vera smurð og í hlífðargalla, þar sem hún var eingöngu á sundbol og ósmurð. Írena á því besta einstaklingstíma í Viðeyjarsundi 1:18.07 án galla og ómsurð. Slær hún þar alla út, karlana líka.

Næsta markmið hjá Írenu er að synda fram og til baka frá Viðey til Reykjavíkurhafnar og aftur til Viðeyjar eða 9,2 km. Það ætlar hún að gera eins og alltaf ósmurð og eingöngu í sundbol. Drangeyjarsund er líka á dagskránni, en það þykir með erfiðari sjósundum þar sem sjórinn er talsvert kaldari og straumar miklir. Að auki stefnir Írena á Ermasund næsta sumar. Ermasundið er 32 km í beinni loftlínu en sundmenn sem synda Ermasund synda allt að 60 km vegna strauma.

Hún er núverandi íslandsmeistari í 3 km sjósundi kvenna.

Við óskum Írenu Líf auðvitað til hamingju með þetta allt saman og hlökkum til að fylgjast með henni í framtíðinni.

 

 

Share

Árshátíð Sjósundsfélagsins frestað

September 8, 2011 by · Leave a Comment
Filed under: Fréttir 

Árshátíð sjósundsfélagsins, sem vera átti nk. laugardag 10. september, hefur verið frestað um óákveðin tíma vegna lélegra þátttöku. Við gefumst samt ekkert upp og erum staðráðinn í að halda smá teiti þegar að líða fer á haustið.   Vonumst til að sjá ykkur sem flest þá .  Kveðja nefndin

Share