SJÓBÍÓ – The Abyss

October 30, 2011 by · 1 Comment
Filed under: Fréttir 

Mánudaginn 31. október verður myndin The Abyss sýnd í sjóbíó niður í Nauthólsvík. Myndin sem er í leikstjórn James Cameron er sannkallað meistaraverk og ein af bestu neðansjávar myndum sem gerð hefur verið. Í henni er fullt af tæknibrellum, flott saga og framúrskarandi leikur. Nú er tækifæri að upplifa þessa glæsilegu mynd í sínu rétta umhverfi við sjóinn. Sýning hefst kl 22. Heitt vatn í pottinum en ekkert vandmál að kæla sig niður ef þörf krefur. Á miðnætti verður hoppað í sjóinn og nýjum mánuði fagnað með stæl á hafi úti.
Miðaverð 1000 kr í peningum. Popp og gos selt á staðnum.

Allir velkomnir – sjósundsfólk jafnt sem aðrir

Skemmtilega nefndin

Share

Stofnfundur sjóbaðsfélags Akranes

October 27, 2011 by · 1 Comment
Filed under: Fréttir 

Sunnudaginn 30. október verður stofnfundur sjóbaðsfélags Akraness. Í tilefni af því að nú í október eru 100 ár liðin frá fyrstu sundkeppni sem haldin var á Akranesi ætla nokkrir sprækir sjóbaðsmenn að synda í Lambhúsasundi fyrir neðan Bíóhöllina kl. 12 sunnudaginn 30. október og minnast þannig frumkvöðlanna. Mæting í Jaðarsbakkalaug kl 11:30 og þaðan verður tekin strætó að Lambhúsasundi og aftur til baka um kl 13:00 á stofnfund Sjóbaðsfélags Akraness. Hægt verður að ylja sér í lok sjósunds í körum sem búið er að koma fyrir við fjöruna. Gaman væri ef hægt væri að fjölmenna í þetta sund og er öllum velkomið að taka þátt.

Share

Vetrarfagn 24. október.

October 19, 2011 by · Leave a Comment
Filed under: Fréttir 

Næstkomandi mánudag, 24. október, ætlum við að fagna vetri og hratt kólnandi sæ með sjálfsköpuðu hlaðborði. Allir sem vilja koma með eitthvað gómsætt á sameiginlegt hlaðborð og síðan snæðum við saman í pottinum eftir góðan sundsprett eða sjóbað.

Share