Synt á nýjum stað – Laugarvatn

February 17, 2012 by · 22 Comments
Filed under: Fréttir 

Nú er komið að Laugarvatni. Eigendur Fontana ætla að bjóða okkur til sín laugardaginn 10 mars og fá í staðinn að taka myndir af okkur njóta þess sem staðurinn hefur upp á að bjóða. Frábært tækifæri til þess að prófa staðinn, synda í vatninu, skella sér í gufuböðin og slaka á í pottunum.
Við ætlum að hittast kl 10 við Olís í Mosó og sameinast í bíla. Síðan verður rúllað yfir Lyngdalsheiðina. Ágætt væri ef þið létuð vita hér í commenti ef þið ætlið með. Bestu kveðjur Skemmtilega nefndin.

Share

Gjaldtaka í Nauthólsvíkinni OKKAR!

February 8, 2012 by · 31 Comments
Filed under: Fréttir 

Um tíma höfum við iðkendur sjóbaða tekið eftir því að borgaryfirvöld hafa viljað taka gjald fyrir aðstöðuna í Nauthólsvík. Frá og með fyrsta febrúar á gjald fyrir stakar komur að vera 500 krónur og gjald fram að sumri 4000 krónur á manninn. Þessi gjaldtaka er félaginu SJÓR algerlega óviðkomandi. Þessu hefur verið misjafnlega tekið af félagsmönnum og iðkendum sjóbaða.

Bent hefur verið á að með þessu sé verið að skattleggja félaga úr SJÓR eingöngu vegna þess að ekki er tekið gjald fyrir sumaropnanir. Augljós mismunun. Aðrir hafa bent á að sama gjald er fyrir sundferð. Þar er sundlaug, pottar, skápar, heitar sturtur, almennileg aðstaða til fataskipta. Ekkert af þessu er til staðar í Nauthólsvík.

Ljós punktur er að föstudagsopnun hefur verið tekin upp aftur.

með sundkveðju:

Stjórn SJÓR

 

Share