Synt á nýjum stað

March 31, 2012 by · Leave a Comment
Filed under: Fréttir 

Föstudaginn 13. apríl ætlum við að storka örlögunum og taka smá sundsprett á nýjum stað. Að þessu sinni er ætlunin að synda við Brúsastaði í Hafnafirði . Sundstaðurinn er í úfnu Hafnafjarðarhrauninu og er ströndin umvafin klettum og hólum með djúpum gjótum á milli. Lindarvatn rennur út í sjó þarna undan hrauninu og því er sjórinn mjög tær og neðansjávarskyggni gott. Eftir sjósundið verður haldið í Sundhöll Hafnafjarðar við sömu götu. Sundhöllin, sem byggð var árið 1943, státar af innilaug með stökkpalli og tveimur rúmgóðum og vel heitum útipottum í sérlega skjólgóðu umhverfi. Mæting við bílaplanið í enda Herjólfsgötu kl 17:00.

Share

Yfirheyrslan: Gunnlaugur Egilsson

March 27, 2012 by · 2 Comments
Filed under: Fréttir 

 

 

 

Hvernig atvikaðist það að þú fórst að synda í sjónum?

Svar: Það er kona sem ég þekki sem plataði mig til að prufa sjósund og síðan hef ég ekki getað hætt

Í hvernig sundhettu langar þig mest ?

Svar: Svarta sundhettu sem nær niður á háls

Hvar er draumurinn að synda?

Svar: Þar sem maður getur synt í góðum félagsskap

Eftirminnilegasti sundstaðurinn

Svar: Nauthólsvík

Hvað hefur sjósundið gert fyrir þig?

Svar: Það gefur manni óttrúlega góða orku

Hefur þú sett þér sjósundsmarkmið?

Svar: Synda mér til ánægju og í góðum félagsskap

Ætlar þú á árshátíð SJÓR?

Svar: Ég býðst við að ég mæti á næstu árshátíð ef hún er ekki haldin í September

 Syndari eða syndgari?

Svar: Bæði

Hvað ertu að gera þessa dagana?

Svar: Þegar ég er ekki að reyna að selja bændum, þá er ég að rölta örlítð um landið okkar og fjöllin. Svo er ég að dansa og synda í sjónum ofl

 Hvenær og hvar ertu hamingjusöm/samur?

Svar: Þegar ég er úti í náttúrunni

Share

Benedikt S. Lafleur í viðtali hjá Sirrý. Áhugavert viðtal hjá karlinum.

March 25, 2012 by · Leave a Comment
Filed under: Fréttir 

http://ruv.is/sarpurinn/sirry-a-sunnudagsmorgni/25032012

Benedikt S. Lafleur ræðir um sjósund kosti þess og galla út frá nýjum rannsóknum. Hvað er svona gott við það að baða sig í jökulköldu hafinu? Hvers vegna nýtur sjósund svo mikilla vinsælda sem raun ber vitni? Er ekki betra fyrir heilsuna að skella sér í heita pottinn? Beínsínverð í Opinni línu.

Viðtalið byrjar á 87 mínútu.

Share

Scuba.is veitir meðlimum SJÓR 15% afslátt

March 14, 2012 by · Leave a Comment
Filed under: Fréttir 

Share