Fögnum sumri með vöfflum

April 25, 2012 by · Leave a Comment
Filed under: Fréttir 

Share

Nornanótt í miðnætursundi

April 16, 2012 by · 2 Comments
Filed under: Fréttir 

Aðfaranótt 1.maí er svokölluð nornanótt. Þá nótt fara nornir á stjá og halda mikið partý. Af því tilefni verður boðið upp á nornadrykk í miðnætursundinu. Þeir sem þora láta auðvitað sjá sig. Aldrei að vita nema að nornir sveimi á kústsköftum yfir Fossvoginum á leið í partý (það gerist oft). Annars er sjósund í myrkri og heitum sjó einstök upplifun. Við skorum á þá sem ekki hafa prófað að synda svona rétt fyrir svefninn og láta sængina síðan ylja sér að prófa.

Share

Brúsastaðir í Hafnafirði

April 16, 2012 by · 2 Comments
Filed under: Fréttir 


Síðastliðinn föstudag 13. apríl syntu um 25 manns við Brúsastaði í Hafnafirði. Veðrið var aldeilis frábært, blankalogn, spegilsléttur sjór og falleg birta. Sjórinn var um 5.6 gráður. Ströndin þarna er umvafinn klettum og hólum og naut fólk þess að synda um í tærum sjónum. Ströndin þarna er grýtt og í fjöru, eins og þegar við syntum, þarf að gæta aðeins að sér þegar farið er út í því að steinarnir geta verið hálir. Annars er aðgengi til sjósunds mjög gott þarna og ströndin út með Álftanesinu einstaklega fögur. Eftir sjóinn var farið í Sundhöll Hafnafjarðar og eftir að menn voru búnir að ylja sér í pottinum var stökkpallurinn prófaður og farnar allaveganna dýfur aftur á bak og áfram. Skemmtinefndin þakkar þeim sem komu. Næsta sund á nýjum stað verður síðan um miðjan maí.

Share