Sjósundsútilegan 2012 – Stykkishólmur

June 25, 2012 by · 2 Comments
Filed under: Fréttir 

Hin árlega sjósundsútilega SJÓR verður í Stykkishólmi helgina 29.júní til 1.júlí og er með svipuðu sniði og síðustu ár. Við hittumst á tjaldstæðinu seinnipartinn á föstudeginum en þar verður búið að taka frá svæði fyrir okkur. Við stefnum á að synda frá Búðanesi út í Bænhúshólma kl 19 á föstudagskvöldinu og eftir sundið verður farið í pottanna í sundlauginni. Á laugardeginum er háflóð kl 15 og þá ætlum við að synda saman á spennandi stað og skella okkur í pott á eftir. Um kvöldið grillum við saman í trjáræktinni rétt fyrir utan Stykkishólm, syngjum og höfum gaman saman eins og okkur einum er lagið. Á sunnudeginum ætlum við að heimsækja Hildibrand og hákarlasafnið í Bjarnarhöfn. Ef veður leyfir verður síðan keyrt fyrir nesið með ísstoppi í Ólafsvík og endað á Hellnum þar sem við freistum þess að endurtaka magnað sjósund gegnum hellinn Baðstofuna. Ef ykkur vantar meiri upplýsingar um útileguna skuluð þið ekki hika við að pikka í Helenu Bærings í pottinum eða bara einhvern annan.

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.

Share

Langar þig að prófa sjósund – nýliðafylgd í allt sumar

June 22, 2012 by · 1 Comment
Filed under: Fréttir 

Share

Sumarsólstöðusjósund – 21.júní

June 15, 2012 by · 3 Comments
Filed under: Fréttir 

Í ár ætlum við að synda út í nóttina út á Seltjarnarnesi við fjörubál og harmonikuleik. Hittumst við Gróttu kl. 20, förum í jarðsögugöngu með leiðsögn, brögðum á hákarli, harðfiski og fáum okkur brennivínstár. Síðan verður kveikt bál í fjörunni, sungið og leikið á hamoniku. Að lokum ætlum við að synda á móti sólsetrinu og njóta lífsins.

Share

Yfirheyrslan: Hermann Bridde

June 4, 2012 by · 1 Comment
Filed under: Yfirheyrslan 

 

Hvernig atvikaðist það að þú fórst að synda í sjónum?

 

Svar__ Var boðið í prufusund fyrir tveimur árum og hef ekki hætt síðan

 

Í hvernig sundhettu langar þig mest ?

 

Svar_Æðislega litríka með fiska mynstri

 

Hvar er draumurinn að synda?

 

Svar_Enginn  sérstakur staður bara þangað sem félagskapurinn fer

Eftirminnilegasti sundstaðurinn

 

Svar_Upp á Akranesi í briminu á Langasandi

 

Hvað hefur sjósundið gert fyrir þig?

 

Svar__Opnað nýjar víddir og kynnst frábæru fólki_

 

Hefur þú sett þér sjósundsmarkmið?

 

Svar__Nei… engin svoleiðis markmið bara hafa gaman af

 

Ætlar þú á árshátíð SJÓR?

 

Svar__Já að sjálfsögðu

 

Er Sjósund smart eða púkó?

 

Svar___Það er inn í dag

 

Syndari eða syndgari?

 

Svar_Held að ég sé meiri syndgari

 

Hvað ertu að gera þessa dagana?

 

Svar_Allt og ekkert,bíða eftir sumrinu

 

Hvenær og hvar ertu hamingjusöm/samur?

 

Svar__Þegar allt gengur vel

Share

Freedive Iceland

June 4, 2012 by · Leave a Comment
Filed under: Fréttir 

Nú er sumarið komið og sjórinn að hitna svo um munar.  Freedive Iceland hefur ákveðið að bjóða félögum SJÓR MEGA afslátt af AIDA 1* fríköfunarnámskeiði, sem er köfun án kúta.  Námskeiðið á að kosta 20.000 en félagar í SJÓR borga einungis 5.000 kr + borga sig inn í sundlaug.

Til að geta nýtt sér þetta þarf að: a) að vera félagi í SJÓR, b) Vera búinn að borga árgjaldið fyrir 2012.

Sjósundsfólk mun ferðast um landið í sumar og synda í öllum þeim fallegu víkum og fjörðum sem okkur dettur í hug.  Eftir að hafa lært grunn í fríköfun eigið þið auðveldara með að kafa niður og ná í það sem þið sjáið á botninum, skoða betur staði sem þið sjáið á sundi hvort sem það er á 1 eða 10 metrum.

Námskeiðið er tvö kvöld frá ca. 19 til 22 og fer kennslan fram á sunnudags og mánudagskvöldum.  Fyrra kvöldið er bókleg kennsla auk þurr-æfinga en seinna kvöldið er í Sundhöll Reykjavíkur.

Það sem farið er yfir á námskeiðinu er: Fríköfun, öryggi, búnaður, þrýstijöfnun, straumar og fl.

Allar græjur eru innifaldar.  Fit, snorkur, gleraugu, blý, og það sem þarf.

SJÓR félagar munu einungis læra með öðrum SJÓR félögum þar sem þetta verða lokuð námskeið og allir sem klára útskrifast með alþjóðleg AIDA 1* réttindi.

Til að fræðast um fríköfun er gott að fara inn á www.freedive.is

Til að skrá sig eða fá meiri upplýsingar er hægt að senda póst á birgirskula@gmail.com eða hringja í 859-7220 til að fá meiri upplýsingar.

Share