July 30, 2012 by · 1 Comment
Filed under: Fréttir 

Írena Líf Jónsdóttir, 17 ára stúlka úr Reykjanesbæ, synti tvöfalt Viðeyjarsund í gærkvöldi.
Fyrst synti hún út í eyjuna þar sem hún fékk sér hressingu, án þess að stíga á land, og síðan aftur til lands. Hún kom að landi laust fyrir miðnætti, og hafði þá verið í þrjár klukkustundir á sundi.

Írena synti Viðeyjarsundið á síðasta ári og var þá yngsta sundkona til að synda það sund.  Þessi stelpa er MASSA góð í sjósundi og eigum við eftir að sjá mikið af góðum sundum frá henni og ekki skemmir að hún hefur æft sund frá blautu barnsbeini og yfirferðin á henni í sjónum er mikill.

Óskum við henni til hamingju með þetta frábæra afrek.

Share

Viðtal við lækni um sjósund og hversu hollt það er.

July 27, 2012 by · 1 Comment
Filed under: Fréttir 

Hallgrímur Magnússon læknir var í viðtali á bylgjunni um hollustu sjósunds.

Margt gott kom út úr þessu og gaman er að hlusta á viðtalið til að hafa þetta á hreynu.

Ýttu hér til að fara á tengilinn

Share

Birna og Sigrún synda Grímseyjarsundið.

July 23, 2012 by · Leave a Comment
Filed under: Fréttir 

240Þær sundsystur, Birna og Sigrún, syntu frá Grímsey í Drangsnes í gær (22. júlí).

Sjávarhiti var 10 °C  Aðstæður voru nokkuð erfiðar þar sem það var töluverður straumur.

Tveir bátar fylgdu þeim eftir, í öðrum voru skipstjóri, háseti og læknir um borð en hreppstjórinn tók ekki annað í mál.  Í hinum þrír þrautþjálfaðir björgunarsveitarmenn.

Birna synti þetta á tímanum 28:14 og Sigrún á 41:20

Birna var sú þriðja til að synda þetta sund og Sigrún sú fjórða.  Þess má geta að af þeim fjórum sem hafa synt þetta sund eru þrjár konur.

Óskum við þeim að sjálfsögðu til hamingju með þetta afrek.  Og auðvitað eru nokkrar myndir í myndaalbúminu góða

Share

Benedikt S. Lafleur syndir Hegranessundið.

July 23, 2012 by · Leave a Comment
Filed under: Fréttir 

Benedikt S. Lafleur vígði nýja sjósundsleið í Skagafirði sem hann nefnir Hegranessund. Sundið nefnir hann eftir Hegranesvitanum, en þaðan synti hann í dag fyrstur manna alla leið inn í Sauðárkrókshòfn. Vegalengdin er ca 5,2-5,5 km. Ferðin tók Benedikt lengri tíma en áætlað var eða tæpa 3 tíma í stað 2-2,5 klst. Fyrri helmingurinn skotgekk og Benedikt þaut áfram og synti hann á 1 klst en átt í basli með þann seinni vegna hafgolu sem óx úr algöru logni og vann þvert gegn sundleið Benedikts. “Êg þurfti stundum að synda 6-8 sundtök af krafti án þess að anda. Og þegar ég var orðinn verulega pirraður á því að komast vart áfram brá ég á gamla trixið mitt að synda kröftugt kafsund, það klikkar aldrei við svona aðstæður. Var mest hissa á því að ég skyldi ekki vitund finna fyrir kalda álnum úr ósi Héraðsvatnanna, en honum fylgir gjarna mikill straumur. Ég hafði hins þann varann á að fara á háflóði til að vega á móti útstreymi álsins. Hins vegar sé ég að ég hefði mátt halda fyrr af stað til að sleppa við hina erfiðu hafgolu… Sem sagt reynslunni ríkari..”

 

Björgunarsveit Skagfirðinga fylgdi Benedikt allt sundið og stóð sveitin sig mjög vel, ekki síst síðasta spölin, þar sem hún beitti gömlu bragði til að hvetja Benedikt áfram…

 

“Sjálfum fannst mêr sundið ekki síður erfitt eða erfiðara en Grettissundið sem êg synti 2009, vegna hafgolunnar. Ef mêr hefði tekist að sleppa við hana hefði þetta verið mjög fínt æfingasund fyrir Drangeyar – eða Grettissund.”

 

Hegranessundið er æfingasund Benedikts nr 2 fyrir meiriháttar afrekssund. Næsta  æfingasund er Grettis- eða Drangeyjarsund. Eftir það meiriháttar afrekssund!

Óskum við Benedikt til lukku með þetta sund og bíðum auðvitað eftir næsta afreki hjá honum.

Share

Bessastaðasundi lokið

July 21, 2012 by · 2 Comments
Filed under: Fréttir 

Hinu árlega Bessastaðasundi er lokið og kláruðu flestir sem það hófu. Óvæntir hlutir gerðust í þessu sundi. Fyrst biluðu bátar og voru því færri bátar til fylgdar en ráð var fyrir gert. Ein stúlka slæddist með í ferðina fyrir röð af tilviljunum. Sú hafði aldrei áður farið í sjóinn en kláraði sundið með glæsibrag. Er það von mín að hún segi okkur sögu sína hér því hún er skemmtileg.
Takk fyrir samfylgdina.
Stjórn SJÓR vill þakka þeim sem gerðu þessa ferð mögulega. Óttari frá Siglunesi og hans fólki, Benna kafara, Vífilfelli fyrir drykkinn og síðast en ekki síst þeim fjórum ræðurum sem fylgdu. Án ræðarana hefði sundið verið ógjörningur.

Share

Bessastaðasundið / Verðlaunapeningar

July 19, 2012 by · Leave a Comment
Filed under: Fréttir 

Bessastaðasundið er í dag 19. júlí.
Tvær vegalengdir eru í boði
Fullt Bessastaðasund 4.5 km. Gullverðlaun
Hálft Bessastaðasund 2,4 km. Silfurverðlaun
Skráning á staðnum Sjá nánar Bessastaðasund hér við hliðina.

Share

Íslandsmót Securitas í sjósundi 2012

July 13, 2012 by · Leave a Comment
Filed under: Fréttir 

Íslandsmótið í sjósundi fer fram í Nauthólsvík 18. júlí. Nánari upplýsingar og skráningar eru á coldwater.is

Share

Félagsgjöld SJÓR fyrir árið 2012

July 5, 2012 by · 2 Comments
Filed under: Fréttir 

Kæri sjósundfélagi
Nú er komið að rukkun félagsgjalda fyrir árið 2012. Árgjaldið er það sama og í fyrra 3500 krónur ( 17 ára og yngri greiða ekki félagsgjöld). Til að spara seðilgjöld leggið þið félagsgjöldin beint inn á reikning félagsins
Rnr: 1175-26-66011
Kt: 6601100460
Sendið kvittun á sjosund@sjosund.is og setið nafn/nöfn ykkar í skýringar.
Ykkur sem þegar hafa greitt félagsgjöldin þökkum við kærlega fyrir.
Bestu kveðjur Stjórn SJÓR

Share

Afmælispartý í Helgusundi

July 4, 2012 by · Leave a Comment
Filed under: Fréttir 

Tvær sundkonur syntu Helgusundið í gærkveldi í spegilsléttum öldum og blíðu.  Sigrún og Birna héldu upp á fertugs afmæli Sigrúnar með því að synda þessa vegalengd með einum sel og slatta af marglittum.

Við Óskum báðum til hamingju með sundið og auðvitað Sigrúnu til hamingju með STÓR-afmælið.

Hér eru nokkrar myndir sem teknar voru við tilefnið.

Share

Myndir úr útilegunni í Stykkishólmi 2012

July 2, 2012 by · 1 Comment
Filed under: Fréttir 

Heimir Logi tók mikið af myndum í í útilegunni síðustu helgi í Stykkishólmi og hann leyfir okkur öllum að njóta þeirra.

Þær eru komnar í myndasafnið góða á síðunni

Share