Upplýsingar vegna Ægisíðusunds

August 7, 2012 by · Leave a Comment
Filed under: Fréttir 

Nú styttist í Ægisíðusundið og mikið af fólki búið að skrá sig, Það verður mikil hjálp í því að einhverjir af þeim sem fara lengri vegalengdirnar (3,0 og 3,8 km) séu á bílum og geti ferjað sundfólk á byrjunarstað.

 

Þeir sem synda 3,8 og 3.0 km sund fara sambíla frá Nauthólsvík kl. 16:15 að byrjunarstað sunds og svo verða bílarnir skildir eftir þar. Bílstjórum verður skutlað til að ná í bílana sína eftir sund. Þeir sem fara 2 km og 1,5 km sund ganga saman frá Nauthólsvíkinni út eftir ströndinni og mun SJÓR svo taka við fötum og flytja í víkina góðu frá öllum vegalengdum.

Það verður fjara á meðan sundið er sem þýðir að fólk þarf að synda aðeins utar en vanalega, en muna bara að alltaf synda MEÐ landi, ekki stytta sér leið yfir víkur og voga.  Það verður fylgt hópnum eftir alla leið og fólk í landi til að aðstoða og koma ykkur í pottinn ef þess þarf.

Ef einhverjir sjá sér fært um að aðstoða okkur við framkvæmdina endilega senda póst á birgirskula@gmail.com.

Því fleiri sem aðstoða því skemmtilegra er þetta fyrir sundfólkið.

kv Stjórnin

Share

Ægisíðusund!

August 7, 2012 by · Leave a Comment
Filed under: Fréttir 

Viljum minna á næsta hópsund hjá okkur sem er Ægisíðusundið

Allar upplýsingar á linknum og minnum við á að skráning fer þar fram líka.

kv. Stjórnin

Share

Almennt herútboð

August 1, 2012 by · Leave a Comment
Filed under: Fréttir 

SJÓR hefur borist beiðni um aðstoð.

Sælir,

Ég er að leita að sjósundsfólki ( reyndar aðallega karlmönnum) til leika í atriði í kvikmyndinni “Secret life of Walter Mitty” Leikstýrð af Ben Stiller sem einnig leikur aðalhlutverkið. Tökur eru á september og mig vantar allavega 100 manns. Gætuð þið komið þessu á framfæri fyrir mig? Þeir sem hafa áhuga geta haft samband við mig eða komið á skrifstofu Eskimo, Skúlatún 4,milli Borgartúns og Skúlagötu. Það er hægt að koma alla virka daga milli 12-2 eða 5-7. Einnig á sunnudögum milli 2-3. Endilega látið mig vita hvort þið gætuð aðstoðað mig við að koma þessu áleiðis.

Kær kveðja,
Andrea

Share

« Previous Page