Áttu eftir að borga félagsgjöldin 2012

September 30, 2012 by · Leave a Comment
Filed under: Fréttir 

Kæri sjósundfélagi

Við viljum minna félagsmenn sem enn eiga eftir að greiða árgjaldið 2012 að gera það ef þau vilja vera með í félaginu. Félagsgjöldin eru undirstaðan í tekjum SJÓR og eru notuð t.d. til að borga báta í hópsundum, tryggja öryggismál, halda námskeið og stuðla að útbreiðslu sjósunds. Árgjaldið er það sama og í fyrra, 3500 krónur (17ára og yngri greiða ekki félagsgjöld). Til að spara seðilgjöld leggið þið félagsgjöldin beint inn á reikning félagsins
Rnr: 1175-26-66011
KT:6601100460
Sendið kvittun á sjosund@sjosund.is og setið nafn/nöfn ykkar í skýringar.
Ykkur sem þegar hafa greitt félagsgjöldin þökkum við kærlega fyrir.
Bestu kveðjur Stjórn SJÓR

Share

ÁRSHÁTÍÐ SJÓR

September 17, 2012 by · 5 Comments
Filed under: Fréttir 

Þá er komið að árshátíð SJÓR. Hún verður haldin 29. september í sal Meistarafélagsins, Skipholti 70. Ætlum að eiga skemmtilega kvöldstund saman og borða góðan mat. Hver og einn kemur með eitthvað sem honum finnst gott á sjálfskapað borð. Hlökkum til að sjá sem flesta sjósyndara. Frítt fyrir félagsmenn.

Bestu kveðjur Skemmtilega nefndin.

Share

Þingvallasund 25 ágúst

September 9, 2012 by · Leave a Comment
Filed under: Fréttir 

Kláruðu að synda 5 km leið yfir Þingvallavatn.

Laugardag 25 ágúst, kláruðu þeir Kristinn Magnússon, Árni Þór Árnason, Hálfdán Örnólfsson og Benedikt Hjartarson sund yfir Þingvallavatn.  Lagt var af stað frá Mjóanesi og tóku sundmenn land við Markarvík 5 km síðar.  Sundið gekk að óskum, þótt nokkuð þung alda hafi komið á hlið sundmanna megnið af leiðinni.

Vatnið mældist um 10 gráður og nýttu sundmenn sér engin hjálpartæki svo sem galla eða blöðkur, heldur voru í hefðbundnum sundbuxum,  með sundhettu og sundgleraugu.  Hálfdán Örnólfsson kom fyrstur að Markarvík á tímanum 1 tíma og 40 mínútur, en svo komu félagar hans inn einn af öðrum á næstu 10 mínútum.

Þingvallasund er draumur margra sundmanna, en einungis 5 menn hafa synt það frá upphafi.  Fylkir Þ Sævarsson synti það fyrstur manna sumarið 2001, en félagi hans Kristinn Magnússon synti það árið eftir og svo aftur núna og stóð fyrir skipulagningu þess.

Þingvallasund er nr 17 í röðinni yfir alþjóðlega upptalningu yfir áhugaverð sund, sjá http://www.worldstop100openwaterswims.com/

Sundmenn nutu dyggrar aðstoðar Björgunarsveitarinnar á Selfossi og góðra vina sem studdu sundmenn með ráð og dáð og viku ekki frá þeim allt sundið.  Sveinn Valfells og kona hans buðu svo sundmönnum og fylgdarliði upp á gúllassúpu í sumarbústað þeirra við vatnið.

Allar sögulegar upplýsingar er hægt að finna á www.thingvallasund.com

 

Upplýsingar veita

Árni Þór Árnason, gsm 8938325

Kristinn Magnússon, gsm 8486313

Hér eru svo þrír linkar með myndum og video.

http://www.facebook.com/Thingvallasund

http://thingvallasund.com/

http://www.youtube.com/watch?v=Nost1RL1Auk

Share

Haustferð á Þingvelli – sund í tærasta vatni í heimi

September 3, 2012 by · 6 Comments
Filed under: Fréttir 

Sunnudaginn, 9.september næstkomandi, ætlum við að fara í haustferð á Þingvelli og synda saman í Nikulásar- og Flosagjá eða það sem flestir kalla “Peningagjá. Það er hreint magnað að synda í þessum gjám. Vatnið er algjörlega tært og skyggnið eins og best er á kosið enda eru gjárnar á Þingvöllum einn af þremur bestu köfunarstöðum í HEIMINUM. Við ætlum að hittast við Olís í Mosó kl 11 á sunnudagsmorguninn, sameinast í bíla og bruna af stað. Gott að taka með sér nesti og teppi. Sjáumst hress :-)

Share