Fögnum vetri

October 26, 2012 by · Leave a Comment
Filed under: Fréttir 

Næsta miðvikudag 31. október ætlum við að fagna vetri með sjálfsköpuðu hlaðborði í kvöldopnuninni. Hver sem betur getur kemur með eitthvað góðgæti á borðið. Tilvalið að koma og synda í ljósaskiptunum og gæða sér á ljúffengum veigum. Aðalfundur Sjósundsfélagsins verður síðan í beinu framhaldi af kvöldopnun eða kl 19:15 í húsnæði Sigluness.

Share

Aðalfundur Sjósunds- og sjóbaðsfélags Reykjavíkur

October 16, 2012 by · Leave a Comment
Filed under: Fréttir 

Aðalfundur SJÓR verður haldinn miðvikudaginn 31. október kl. 19:15 í húsi Sigluness í Nauthólsvík

Dagskrá:
1. Skýrsla stjórnar
2. Stjórn leggur fram endurskoðaða reikninga félagsins
3. Umræður um skýrslu og reikninga
4. Lagabreytingar
5. Kosning formanns
6. Kosning stjórnar og varastjórnar
7. Kosning félagslegra endurskoðenda
8. Önnur mál

Tillögur að lagabreytingum skulu sendast á sjosund@sjosund.is í síðasta lagi viku fyrir aðalfund eða miðvikudaginn 24. október.

Hvetjum félagsmenn til að mæta á fundinn.
Veitingar í boði.

Kveðja Stjórnin

Share

Sundið – Heimildamynd eftir Jón Karl Helgason

October 12, 2012 by · Leave a Comment
Filed under: Fréttir 

Frumsýnd í Bíó Paradís 18. okt. 2012
Sundið er spennandi mynd um æsilegar raunir tveggja Íslendinga sem keppa að því að verða fyrsti Íslendingurinn að synda yfir Ermarsundið – Mount -Everest sjósundsins.
Ermarsundið reynir á andlegan styrk ekki síður en líkamlegan.
Þá sem telja sig komast á kröftunum einum þrýtur oftast andlegan styrk í baráttu við náttúruöflin.
Í bland við hina æsispennandi glímu við erfiðasta sund í heimi, tvinnar myndin myndskeiðum af sögulegum sundum og viðburðum í lífi þjóðar þar sem hafið leikur stórt hlutverk, allt frá Helgusundi 898 til Guðlaugssunds 1984.
Frá árinu 1880 til 1990 drukknuðu 5354 Íslendingar, margir vegna þess að þeir kunnu ekki að synda.

Share