Eru sjósundssokkarnir þínir súrir?

November 27, 2012 by · 2 Comments
Filed under: Fréttir 

Við lumum á einföldu snilldarráði til að losna við þessa hvimleiðu lykt sem oft er af sjósundssokkunum. Stingið rúllu innan úr salernispappír ofaní sokkana áður en þið hengið þá upp til þerris. Þannig loftar um þá og vatnið súrnar ekki í þeim.

Share

sjóbíó og miðnætursund

November 27, 2012 by · Leave a Comment
Filed under: Fréttir 

næsta föstudagskvöld 30. nóvember

Share

Sundsamband Íslands heiðrar sjósundsfólk

November 21, 2012 by · 2 Comments
Filed under: Fréttir 

 

Uppskeruhátíð SSÍ var haldin s.l. sunnudagskvöld. Stjórn SSÍ ákvað að veita þeim sex sundmönnum sem syntu boðsund yfir Ermarsund á árinu silfurmerki sundsambandsins. Í reglum SSÍ um heiðursviðurkenningar kemur fram að veita megi þeim sem hafa náð viðurkenndum alþjóðlegum árangri silfurmerki SSÍ. Sjósundskapparnir sex eru þeir Hálfdán Freyr Örnólfsson, Árni Þór Árnason, Birna Jóhanna Ólafsdóttir, Kristinn Magnússon, Björn Ásgeir Guðmundsson og Ásgeir Elíasson. Að auki var Jón Karl Helgason kvikmyndagerðarmaður sæmdur silfurmerkinu. Á uppskeruhátíðinni var talað um að hann hafi sýnt heilmikinn kjark og þor við að kynna sundíþróttir og þróun sunds á Íslandi undanfarin misseri. Kvikmynd hans Sundið er ómetanleg heimild um sund á Íslandi frá landnámi.  Jón Karl lagði óhemju vinnu í verkefnið og er því vel að merkinu kominn.

Share

Skrúbbuðu sig með kaffikorg

November 21, 2012 by · 2 Comments
Filed under: Fréttir 


Nokkrir sjósundsgestir prófuðu að maka á sig kaffikorg  í síðustu viku.  Sá sem tók kaffikorginn með sér hafði heyrt um ágæti kaffikorgs og hafði sjálfur sett hann í rósabeðin í garðinum sem jarðvegsbæti og nýtt þannig afganginn úr kaffivélinni í vinnunni. Einnig hafði hann heyrt að fólk væri að nota kaffikorginn sem líkamsskrúbb.  Nokkrir sjósundsgestir prófuðu að maka á sig korginum eftir gott sjóbað og pott. Nudduðu hæla og kroppinn, fóru með hann inn í gufuna og skrúbbuðu harða húð í burtu og skoluðu sig svo í útisturtunni.  Útkoman var æðisleg, silkimjúk húð og greinilegt að það er einhver fita í korginum sem situr eftir á húðinni.  Það heyrðist  síðan í pottinum að gott væri að blanda  saman kaffikorginum og kókosolíu og búa þannig til góðan skrúbb.  Greinilegt að kaffikorgur er til margra hluta nytsamlegur. Gaman væri að fá fleiri fréttir af notkun kaffikorgs.

Share

Yfirheyrsla mánaðarins

November 18, 2012 by · 2 Comments
Filed under: Yfirheyrslan 

Nafn: Sigrún Þ. Geirsdóttir
Hvernig atvikaðist það að þú fórst að synda í sjónum?
Guðný systir dró mig með sér.
Í hvernig sundhettu langar þig mest?
Mig langar í sundhettu með fléttum.
Hvar er draumurinn að synda?
Draumastaðurinn er Corfu.
Eftirminnilegasti sundstaðurinn?
Úfff, þeir eru margir. Helgusundið í Hvalfirði var æði, Akranes og Hofsós líka, allir staðir geggjaðir.
Hvað hefur sjósundið gert fyrir þig?
Hef kynnst yndislegu fólki og síðan hefur það lyft mér upp bæði andlega og líkamlega.
Hefur þú sett þér sjósundsmarkmið?
Já, Drangey :-)
Er sjósund smart eða púkó?
Sjósund er töff.
Syndari eða syndgari?
Ég er bæði :-)
Hvað ertu að gera þessa dagana?
Vinna, læra og synda.
Hvenær og hvar ertu hamingjusöm/samur?
Gæti ekki verið hamingjusamari :-)
Hvernig finnst þér gufubaðið?
Gufubaðið er snilld.
Hvaða sjávardýr værir þú til í að vera?
Auðvita Hrefna.
Hefur þú prófað Þórberg?
Nei… hef ekki prófað hann, en það væri kannski gaman ???
Ef þú mættir breyta einu í Nauthólsvíkini, hverju myndir þú vilja breyta?
Hafa opið á laugardögum.
Og svo koma nokkrar spurningar til að auðvelda úrvinnslu þessara spurningarlista
Hver eru launin þín?
Ég man það ekki, það er svo mikið.
Hverja á að kjósa í næstu alþingiskosningum?
Það fer eftir því í hvaða stuði ég er í.
Kók eða Pepsí?
Kók er best í heimi.
Borðar þú vini okkar, sjávardýrin?
Ég elska að borða vini okkar.
Hvaða sjávardýr er best á bragðið?
Humar er mjög góður.
Æfir þú aðrar íþróttir?
Ég stunda sund og hleyp stundum.
Ætlar þú á tónleikana með Hasselhoff?
Auðvita, elska Hasselhoff

Share

Ný stjórn Sjósundsfélagsins

November 3, 2012 by · Leave a Comment
Filed under: Fréttir 

Á aðalfundi félagsins, síðastliðinn miðvikudag 31. október, var kosinn ný stjórn. Benedikt Hjartarson lét af störfum sem formaður félagsins og eins hættu í stjórninni þau Birgir Skúlason, Jóhanna Fríða Dalkvist og Guðrún Atladóttir. Þeim voru færðar bestu þakkir fyrir vel unnin störf og vonandi að félagið fái að njóta starfskrafta þeirra áfram í ýmsum verkefnum.
Nokkrir stjórnarmenn úr síðustu stjórn buðu fram krafta sína áfram, og nokkrir nýjir bættust í hópinn. Stjórn félagsins skipa núna 5 aðalmenn og 2 varamenn. Nýju stjórnina skipa eftirfarandi:

Ragnheiður Valgarðsdóttir Formaður
Sæþór Ingi Harðarson Gjaldkeri
Þóra Kristín Ásgeirsdóttir Ritari
Árni Georgsson Stjórnarmaður
Harpa Hrund Berndsen Stjórnarmaður

Varamenn
Guðrún Hlín Jónsdóttir
Ragnar Torfi Geirsson

Share