Píslarsund á föstudaginn langa

March 25, 2013 by · 1 Comment
Filed under: Fréttir 

Share

Vídeólistaverk Sonju verður aðeins sýnt þennan eina dag en málverkin verða sýnd í viku

March 12, 2013 by · Leave a Comment
Filed under: Fréttir 
Share

March 10, 2013 by · Leave a Comment
Filed under: Fréttir 

Share

Yfirheyrslan – Anna Guðbjörg Sigmarsdóttir

March 3, 2013 by · Leave a Comment
Filed under: Yfirheyrslan 

Anna Guðbjörg Sigmarsdóttir félagi í Sjósundfélagi Seyðisfjarðar.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hvernig atvikaðist það að þú fórst að synda í sjónum?
Mér fannst sjósund ótrúlega spennandi og hafði fengið frænku mína til að koma í Nauthólsvík í eitt skipti, fór svo einu sinni hér á Seyðisfirði en ekkert meir í heilt ár þegar Guðrún Kjartansdóttir bauð mér með sér og við erum enn að.

Í hvernig sundhettu langar þig mest?
Finnast skrautlegar hettur alltaf mjög smart en væri líka til í að eiga Neopren hettu með kraga.
Eftirminnilegasti sundstaðurinn?
Þar sem ég syndi yfirleitt á sama stað langar mig að nefna eftirminnilegasta sunddaginn en hann var á laugardagmorgni að hausti til, það var stafalogn hlýtt og þoka niður í sjó. Grá þokan og sjórinn runnu saman í eitt og það myndaðist einhver dásamleg dulúð þegar við syntum á haf út með varginn svífandi rétt yfir höfðum okkar og sáum lítið fram fyrir okkur, þessi dagur er algjörlega ógleymanlegur.

Hvað hefur sjósundið gert fyrir þig?
Sjósund hefur gert mig glaðari, hugrakkari og áræðnari ég hef kynnst dásamlegu fólki, mýkri húð og minni fótapirringur er svo fínn bónus.

Hefur þú sett þér sjósundsmarkmið?
Að synda yfir Seyðisfjörð og njóta þess að synda hvernig sem aðstæður eru.

Er sjósund smart eða púkó?
Sjósund er ofursmart.

Syndari eða syndgari?
Hummmm…. klárlega syndari

Hvað ertu að gera þessa dagana?
Það er svosem nóg að gera, vinn á leikskóla syndi í sjónum og sundlauginni, er í Slysavarnardeildinni Rán er varamaður í bæjarstjórn og í íþrótta og æskulýðsráði fer í yoga, prjóna, sinni karli og ketti en börnin eru flutt að heiman.

Hvenær og hvar ertu hamingjusöm/samur?
Er bara nokkuð hamingjusöm svona dagsdaglega en hamingjan eykst í sjónum og þegar ég er með fólkinu mínu.

Eru einhverjar hefðir í kringum sjósundið hjá þér?
Ekki sem ég hef tekið eftir.

Hvaða sjávardýr værir þú til í að vera?
Hafmeyja

Ef þú mættir breyta einu á vetrarströnd Seyðisfjarðar, hverju myndir þú vilja breyta?
Fá aðstöðu til að skipta um föt

-Og svo koma nokkrar spurningar til að auðvelda úrvinnslu þessara spurningarlista
Hver eru launin þín?
Samkvæmt kjarasamningi.

Hverja á að kjósa í næstu alþingiskosningum?
Samfylkinguna

Kók eða Pepsí?
Hvorugt vatnið er best.

Borðar þú vini okkar, sjávardýrin?
Já já mögum sinnum í viku

Hvaða sjávardýr er best á bragðið?
Humar

Æfir þú aðrar íþróttir?
Yoga

Ætlar þú á tónleikana með Hasselhoff?
Nei.

Share