Fríköfunarnámskeið – tilboð til félaga í SJÓR

May 31, 2013 by · Leave a Comment
Filed under: Fréttir 

Freedive Iceland býður félögum í SJÓR aftur upp á námskeið í fríköfun eins og í fyrra.

Freedive Iceland býður námskeiðið á 50% afslætti til félagsmanna SJÓR eða 10.000 í stað 20.000. Námskeiðið er tvö kvöld, sunnudags- og mánudagskvöld. Fyrra kvöldið er fyrirlestur auk æfinga en seinna kvöldið er í sundlaug og má áætla bæði kvöld frá 19-21:30.
Fyrsta námskeiðið verður 9-10 júní

Þegar búið er að læra grunn í fríköfun áttu auðvelt með að kafa í sjónum og vötnum eftir skeljum, fiski og öðru sem við viljum skoða.
Ath. Takmörk eru á fjölda á þessi námskeið. Áhugasamir sendi póst á birgirskula@gmail.com og fræðist á www.freedive.is síðunni.

Kv. Birgir
Freedive Iceland.

Share

Synt á nýjum stað – Skötubót og sjómannadagskrá

May 27, 2013 by · Leave a Comment
Filed under: Fréttir 

Föstudaginn 31. maí ætlum við að fara saman og synda aftur í Skötubótinni í Þorlákshöfn. Hittumst við Olís Norðlingaholti kl 18, sameinumst í bíla og förum í halarófu þrengslin til Þorlákshafnar. Við ætlum að leggja bílunum við golfvöllinn sem er rétt áður en komið er inn í bæinn. Skötubótin er skemmtilegur staður til útivistar, þarna er mikil sandfjara og hægt að leika sér í öldum ef sá gállinn er á sjónum. Eftir sjósundið verður auðvitað farið í sundlaug Þorlákshafnar og lagst í alla potta og rennibrautir. Mikið er um að vera í Þorlákshöfn þetta kvöld enda sjómannadagshelgin byrjuð og dagskrá kvöldsins ekki að verri endanum. Eftir sundið ætlum við að rölta um bæinn og kíkja á dagskránna í Skrúðgarðinum en þar mun m.a. Ingó og Veðurguðirnir skemmta, þorpsveitin spila undir skrúðgöngu og ég veit ekki hvað. Við ætlum allaveganna að vera á staðnum og njóta þess sem Þorlákshöfn hefur upp á að bjóða saman.
Tilvalið að taka fjölskylduna með.
Sjáumst
Skemmtilega nefndin

Share

Það verður nóg um að vera í sjónum í sumar – Dagskráin í júní.

May 17, 2013 by · Leave a Comment
Filed under: Fréttir 

Þá er sumaropnun byrjuð í Nauthólsvíkinni og opið frá kl 10 – 19 alla daga í sumar. Það verður nóg um að vera í sjónum í sumar. Hér ætla ég rétt að segja ykkur hvað verður um að vera í júní.

Sunnudaginn 2. júní ætlum við að fara í Þorlákshöfn og synda í Skötubótinni sem er sandfjaran fyrir neðan golfskála Þorlákshafnarbúa. Þarna eru oft skemmtilegar öldur til að leika sér í og sandurinn þarna er ótrúlega fínn.
Fimmtudaginn 6.júní verðum við með Stökkkeppni af klettinum. Verðlaun fyrir flottustu stunguna og mestu tilþrifinn. Öllum velkomið að taka þátt.
Þriðjudaginn 18. júní verður svo fyrra Fossvogssundið. Tilvalið fyrir þá sem langar að synda yfir til Kópavogs með fylgd. Bátar munu ferja þá til baka sem ekki treysta sér til að synda til baka.

Sunnudaginn 23. júní ætlar Sjóbaðsfélag Akraness að vera með Skarfavarasund upp á Akranesi en þá er synt frá Skarfavör suður af Breiðinni og að Merkjaklöpp á Langasandi, 1,7 km löng leið.

Þá reiknum við með að fjölmenna á Jónsmessubrennuna út á Gróttu og synda eins og í fyrra við harmónikkuleik og fjörubál út í sjó.

Í sumar ætlum við líka að vera með nýliðasund alla miðvikudaga kl 17:30. Við hvetjum þá sem langar að prófa sjósund og vilja hafa einhvern með sér að hitta okkur við afgreiðsluna niður í Nauthólsvík og við munum leiða ykkur áfram :-) Frábært fyrir einstaklinga eða hópa að koma og fá leiðbeiningar og hvatningu.

Eins ætlum við að prófa að vera með samsund á sama tíma. Þeir sem vilja synda lengra eða bara með öðrum geta þá hitt aðra og þeir synt saman.

Nánari dagskrá sumarsins mun koma fljótlega inn á síðuna og eins verða hún hengd upp niður í Nauthólsvík.
Ykkur getur allaveganna farið að hlakka til.

Share

Harpa Hrund tekur þátt í Windsor Swim í júní.

May 3, 2013 by · 2 Comments
Filed under: Fréttir 

Í sumar ætlar Harpa Hrund Berndsen sjósyndari að taka þátt í Windsor Swim. Windsor Swim er partur af “Human Race Open Water Swim Series”,árlegri mótaröð í Víðavatnssundi sem samanstendur af sjö mótum sem haldin eru í sjónum, ám og vötnum víðs vegar um Bretland. Í fyrra tóku alls yfir 5000 sundmenn þátt í mótaröðinni, en í ár er synt til styrktar krabbameinsrannsóknum (Cancer Research UK).

Mótið sem hún mun taka þátt í er haldið 2. júní í Windsor og er synt í hinni víðfrægu Thames á. Við spurðum Hörpu um ástæðu þess að hún ákvað að taka þátt. “Mér fannst spennandi að taka þátt í þessu móti því Windsor er yndislegur bær ekki langt frá London. Ég kom þangað fyrst árið 2002 og heillaðist alveg. Ég hef alla tíð haft gríðarlegan áhuga á bresku konungsfjölskyldunni og Windsor kastali, helgarheimili drottningarinnar, er við Thames ánna í Windsor, svo það verður ekki leiðinlegt að synda þar fram hjá. Ég er mjög spennt að sjá hvernig svona skipulögð sund fara fram erlendis, samt er ég smá kvíðin því sjórinn er ennþá það kaldur hér að ég mun ekki ná að æfa mig að synda neitt að ráði í sjónum áður en ég fer út. Ég mun synda 1500m en hægt er að velja um vegalengdirnar 750m, 1500m og 3km. Flestir synda í búning en leyfilegt er að vera í venjulegum sundfötum svo ég mun gera það, enda kann ég ekki að synda í búning :)

Svona er hægt að tvinna saman áhuga á sjósundi og bresku konungsfjölskyldunni. Það verður gaman að fylgjast með sundinu hjá Hörpu og fá fréttir af því loknu. Frekari upplýsingar um sundið eru hér: http://humanrace.co.uk/events/open-water-swimming/windsor-swim/

Share