Styttist í Bessastaðasundið

June 27, 2013 by · Leave a Comment
Filed under: Fréttir 

Bessastaðasundið fer fram á fimmtudaginn í næstu viku, þann 4. júlí.

Tvær vegalengdir eru í boði 4,5 km og 2,4 km. Skráningu lýkur degi fyrir sundið.

 Frekari upplýsingar og skráning:  hér.

Share

Glæsilegur árangur hjá Sækúnum !

June 26, 2013 by · 4 Comments
Filed under: Fréttir 

saekyr

Sækýrnar kláruðu Ermarsundið klukkan fjögur í nótt eftir 19:32:08 klst. sund. Þær eru fyrsta íslenska kvenna boðsundssveitin sem syndir Ermarsundið.  Sundið vakti gríðarmikla athygli og fylgdust yfir þúsund manns með sundinu á netinu í dag og í nótt. Stelpurnar skiptust á að synda og synti hver þeirra í klukkutíma í senn. 

Birna, Raggý, Sigrún, Anna, Kidda og Kristín til hamingju með þennan glæsilega árangur !

Share

Fossvogssundið fyrra

June 18, 2013 by · Leave a Comment
Filed under: Fréttir 

Rúmlega 50 manns tóku þátt í fyrra Fossvogssundinu  í dag 18. júní.  Sjórinn var rétt skriðinn í 11 gráðurnar og lofthiti var eitthvað svipaður og nokkur vindur.  Sundið gekk vel og syntu flestir báðar leiðir.  Allir skiluðu sér í land og eins og alltaf.  Eftir sundið var hægt að gæða sér á súpu og ylja sér í pottinum.  Næsta Fossvogssund er svo 8. ágúst og vonum við að hitastigið í sjónum verði töluvert hærra þá.

IMG_3785

Share

Súpusala sækúnna á Ylströndinni 18 júní

June 13, 2013 by · Leave a Comment
Filed under: Fréttir 

Næstkomandi þriðjudag, 18. Júní verður hið árlega Fossvogssund SJÓR sem hefur ávallt verið mjög vel sótt.  Á sama tíma verða Sækýrnar með fjáröflun á Ylströndinni fyrir góðgerðar sundið sem þær hyggjast synda yfir Ermarsundið og til baka til styrktar MS félaginu. Lagt verður af stað til Dover 20. júní næstkomandi.  Fjáröflunin er í formi súpusölu fyrir alla sem á Ylströndinni verða og mun hún kosta 500 krónur. Muna að taka pening með þar sem posi verður ekki á staðnum. Tilvalið að slá tvær flugur í einu höggi og fá góða súpu eftir sundið og styrkja gott málefni..  Baukur verður á staðnum fyrir frjáls framlög. Aldrei að vita hverju von er á frá kusunum sem eiga það til að bresta í söng og fremja ýmis uppátæki

Þeir sem vilja styrkja þetta verkefni beint geta lagt inn á reikning  0515-14-407491 kt. 551012-0420 – Með fyrirfram þökk, Sækýrnar

Sækýr

.

 

 

 

Share

Harpa Hrund vekur athygli í Windsor Swim 2013

June 3, 2013 by · 1 Comment
Filed under: Fréttir 

Harpa Hrund tók þátt í Windsor Swim 2013 eldsnemma þann 2.júní sl. og fór mótið fram í hinni víðfrægu Thames á í London.  Synt er upp með ánni og hægt að velja um nokkrar vegalengdir.  Flestir sem synda þetta sund synda í búningum eða galla en Harpa ákvað að synda bara í sínu bikiníi enda sagðist hún ekki kunna að synda í einhverjum galla.  Harpu sagði eftir sundið að þetta hefði  verið erfiðasta sund sem hún hafi synt- svakalegur straumur. “Að synda upp með á er frekar mikið erfitt, en glöð er ég ”  Harpa vakti athygli þeirra sem héldu mótið fyrir að synda í bíkiníi í 13 gráðu heitri ánni og í umfjöllun eftir mótið var þetta ritað um hana.

As we mentioned, today wasn’t just about the elite swimmers. There were a couple of other stories that we came across. For example, Harpa Berndsen was our only swimmer to race in a bikini today. Just to put those     that weren’t with us in the picture, the water temperature was 13 degrees! After the swim she told us that she wasn’t even that cold. She must be one of our bravest competitors out there. To top it all off she spent more than an hour and a quarter in the water. Quite some effort! Harpa, we salute you.

 

 

Share