Skerjafjarðarsund

July 22, 2013 by · Leave a Comment
Filed under: Fréttir 

Laugardagurinn 27. júlí kl. 11:00, verður efnt til sjósunds yfir Skerjafjörðinn frá Grímsstaðavörinni á Ægisíðu að Eyri á Álftanesi.
Þetta er um 2.2 km löng vegalengd í beinni línu. Þetta er hið svokallaða Skerjafjarðarsund sem Eyjólfur Jónsson sundkappi synti oft.
Þetta sund er fyrir vana sundmenn og sjósundsfólk og er mikilvægt eins og fyrir öll önnur sjósund að koma vel nærður og sofinn til leiks.
Einnig er gerð krafa um að þeir sem synda séu með skæra sundhettu á höfðinu. Það er mikið öruggisatriði að sundmenn sjáist vel á sundinu og verja höfuðið fyrir hitatapi.
Sundmenn verða ferjaðir frá Nauthólsvík og að upphafsstað. Gott að hafa meðferðis teppi eða hlýja yfirhöfn til að vera í á leiðinni.
Veitt verða viðurkenningapeningar fyrir sundið. Þátttaka kostar 1000 krónur fyrir þá sem ekki eru í Sjósunds- og sjóbaðsfélagi Reykjavíkur.
Við viljum benda sundfólki á að það er á eigin ábyrgð í sjónum. Við verðum með nokkra báta og nokkra kayaka sem að fylgja fólki alla leið.
SJÓR áskilur sér rétt til að stöðva sund þeirra sem taldir eru hætt komnir. Nauðsynlegt að vera mættur kl 10:30 niður í Nauthólsvík

Posar verða ekki á staðnum og eru þáttakendur sem ekki eru félagar í SJÓR beðnir um að koma með 1000 krónur á staðinn og greiða áður en sundið hefst.

Skráning fer fram hér.

Skerjafjörðurinn

Share

Vel heppnað Íslandsmót í sjósundi.

July 19, 2013 by · 1 Comment
Filed under: Fréttir 

islandsmot

Hátt í fimmtíu manns tóku þátt í Íslandsmótinu í sjósundi í Nauthólsvíkinni í gær. Coldwater ásamt Sundsambandi Íslands stóðu fyrir mótinu í samvinnu við Securitas.

Mikið rigndi á meðan að á sundinu stóð en sundmenn og áhorfendur létu það ekki á sig fá og var stemmingin góð. Gott var í sjóinn, lítil alda og hitastig sjávar 12,3°C. Keppt var í tveimur vegalengdum, 3 km og 1 km. Mótið hlaut mikla athygli í fjölmiðlum en hér má sjá tengla á nokkrar fréttir af mótinu:

Rúv

Mbl

Vísir

Eftirfarandi er listi yfir verðlaunasætin.

3 km án galla.

Aldursflokkur 39 ára og yngri:

Karlar.

 1. Þorsteinn Már Jónsson

Konur.

 1. Bára Kristín Björgvinsdóttir
 2. Íris Dögg Jónsdóttir
 3. Harpa Hrund Berndsen

Aldursflokkur 40 ára og eldri:

Karlar.

 1. Þorgeir Sigurðsson

Konur.

 1. Margrét J. Magnúsdóttir
 2. Þórdís Hrönn Pálsdóttir

1 km án galla.

Aldursflokkur 39 ára og yngri:

Karlar.

 1. Ólafur Sigurðsson
 2. Dado Milos
 3. Hafþór Jón Sigurðsson

Konur.

 1. Ásdís Birta Guðnadóttir
 2. Jóna Helena Bjarnadóttir
 3. Kristín Jóna Skúladóttir

Aldursflokkur 40 ára og eldri:

Karlar.

 1. Steinn Jóhannsson
 2. Einar Hauksson
 3. Jakob S Þorsteinsson

Konur.

 1. Corinna Hoffmann
 2. Sigrún Þ. Geirsdóttir
 3. Guðbjörg Matthíasdóttir

3 km í galla

Aldursflokkur 39 ára og yngri:

Karlar.

 1. Torben Gregersen
 2. Hordur Valgardsson

Aldursflokkur 40 ára og eldri:

Karlar.

 1. Benedikt Ólafsson

1 km í galla

Aldursflokkur 39 ára og yngri:

Konur.

 1. Stefanie Gregersen

Aldursflokkur 40 ára og eldri:

Karlar

 1. Þórhallur Halldórsson

 

Hér má sjá úrslitin í heild sinni.

Share

Yfirheyrslan: Dagný Finnsdóttir

July 5, 2013 by · Leave a Comment
Filed under: Fréttir 

dagny1

Hvernig atvikaðist það að þú fórst að synda í sjónum?
Mig hafði langað til að prufa þetta í þónokkurn tíma, svo sl haust þá heyrði ég af
nokkrum sem voru farin að synda reglulega á Ólafsfirði ,ákvað að hafa samband
og kanna hvort að ég mætti ekki prufa og það er ekki aftur snúð.

Í hvernig sundhettu langar þig mest? Æji er nú ekki mikið fyrir sundhettur.

Hvar er draumurinn að synda? Það er eiginlega engin draumastaður

Eftirminnilegasti sundstaðurinn? Er nú svo mikill nýgræðingur í þessu, ég hef bara synt á Ólafsfirði og á Siglufirði

Hvað hefur sjósundið gert fyrir þig? Ekkert nema gott. Þetta er svo hrikalega hressandi og kætandi. Og frábært félagsskapur.

Hefur þú sett þér sjósundsmarkmið? Já stefnan er í sumar að synda yfir bæði Siglufjörð og Ólafsfjörð

Er sjósund smart eða púkó? Ótrúlega smart

Syndari eða syndgari? Ætli ég sé ekki bara bæði

Hvað ertu að gera þessa dagana?  Bíða eftir sumrinu.

Hvenær og hvar ertu hamingjusöm/samur?  Ég nýt stundarinnar og gæti þess að hafa alltaf eitthvað skemmtilegt og spennandi að gera . Eintóm hamingja á þessum bæ

Eru einhverjar hefðir í kringum sjósundið hjá þér?  Nei engar

Hvaða sjávardýr værir þú til í að vera? Höfrungur

Ef þú mættir breyta einu í Nauthólsvíkinni, hverju myndir þú vilja breyta?  Á eftir að synda þar svo ég verð að segja pass við þessari spurningnu

dagny2

Og svo koma nokkrar spurningar til að auðvelda úrvinnslu þessara spurningarlista

Hver eru launin þín? þokkaleg

Hverja á að kjósa í næstu alþingiskosningum? Pass

Kók eða Pepsí? Hvortugt, drekk ekki svart gos

Borðar þú vini okkar, sjávardýrin? Já það geri ég.

Hvaða sjávardýr er best á bragðið? Humarinn hefur alltaf verið í uppáhaldi en laxinn er að koma sterkur inn.

Æfir þú aðrar íþróttir? Já ég spila blak, strandblak og golf, auk þessa að sprikla í ræktinni af og til

Ætlar þú á tónleikana með Hasselhoff? Nei ég held að ég sleppi þeim J

Share

Skerjafjarðarsund 27.júlí kl 11

July 5, 2013 by · Leave a Comment
Filed under: Fréttir 

Næsta sund hjá SJÓR verður laugardaginn 27.júlí en þá er ætluninn að synda saman yfir Skerjafjörðinn frá Grímsstaðavörinni á Ægisíðu að Eyri á Álftanesi.
Þetta er um 2.2 km löng vegalengd í beinni línu og er hið svokallaða Skerjafjarðarsund sem Eyjólfur Jónsson sundkappi synti oft.
Sundið er fyrir vana sundmenn og sjósundsfólk og er mikilvægt eins og fyrir öll önnur sjósund að koma vel nærður og sofinn til leiks.
Veitt verða viðurkenningapeningar fyrir sundið. Þátttaka kostar 1000 krónur fyrir þá sem ekki eru í Sjósunds- og sjóbaðsfélagi Reykjavíkur.
Við viljum benda sundfólki á að það er á eigin ábyrgð í sjónum. Við verðum með nokkra báta og nokkra kayaka sem að fylgja fólki alla leið.
SJÓR áskilur sér rétt til að stöðva sund þeirra sem hann telur að sé hætt kominn. Einnig er mikilvægt að vera með skærlitaða sundhettu til auðvelda sýnileika.
Skráning fer fram á heimasíðunni. Nánari upplýsingar um sundið þegar nær dregur.

skerjafjorður

Share

Bessastaðasundið 2013

July 5, 2013 by · Leave a Comment
Filed under: Fréttir 

Bessastaðasundið fór fram í gær 4.júlí í ágætis veðri og 12 gráða heitum sjó. Rúmlega 40 manns tóku þátt í sundinu og fór tæpur helmingur lengri vegalengdina 4,5 km en hinir 2,4 km.
Sundið gekk vel og kláraðu flestir sem byrjuðu. Nokkur alda var á leiðinni og straumur auk þess sem sjórinn er heldur kaldari en síðastu sumur. Þetta gerði sundið erfiðara þó mörgum þætti áskorunin meiri fyrir vikið. Sundmenn syntu þetta eins og hver og einn vildi og voru nokkrir í göllum, aðrir með blöðkur og í sokkum. Gæsla í sundinu gekk vel og vorum við með 4 báta og 7 kayakræðara okkur til halds og traust og auðvitað var starfsfólk ylstrandar okkur innan handa. Viljum við þakka þeim kærlega fyrir hjálpina.

hopur

Share

Félagsskírteini SJÓR tilbúin

July 4, 2013 by · Leave a Comment
Filed under: Fréttir 

Félagsskírteinin eru tilbúin. Hægt er að nálgast þau í afgreiðslunni í Nauthólsvíkinni.

Share