Félagsfundur 16. september

August 29, 2013 by · Leave a Comment
Filed under: Fréttir 

Stjórn Sjósunds og sjóbaðsfélagsins boðar félagsmenn til almenns fundar mánudaginn 16. september kl 19 í húsnæði Sigluness. Á fundinum verður rætt um opnunartímann, framtíðarsýn félagsins og önnur mál. Í upphafi fundar munum við kynna fyrir ykkur stöðuna. Eftir það verður fundurinn með vinnuhópasniði, þar sem við skiptum okkur í hópa til að ræða ákveðin málefni félagsins. Veitingar í boði.

Vonum að sem flestir sjái sér fært að mæta – ykkar skoðanir og viska er okkur dýrmæt

bestu kveðjur

Stjórn SJÓR

 

Share

Allir að taka upp prjónana !

August 24, 2013 by · Leave a Comment
Filed under: Fréttir 

prjon

Share

Synt út í Viðey í blíðskaparveðri

August 23, 2013 by · Leave a Comment
Filed under: Fréttir 

Hið árlega sund Sjósunds- og Sjóbaðsfélags Reykjavíkur út í Viðey fór fram í kvöld og tóku hátt í 60 manns þátt í sundinu. Veður var með besta móti, lítill vindur, hlýtt og lítil alda. Allir kláruðu sundið þreyttir og sælir. Nokkrar marglyttur skreyttu leiðina og þurftu sundmenn að synda gegnum nokkrar þyrpingar þeirra og höfðu misgaman af. Sundið tókst mjög vel og var sundmönnum vel gætt á leiðinni af björgunar- og hjálparsveitarfólki auk kayakræðarar. Sund út í Viðey hefur nú fest sig rækilega í sessi sem fastur liður í aðdraganda Menningarnætur, og alltaf fleiri sem spreita sig á þessari vinsælu sundleið.

2013-08-23 17.50.52

Share

Sundnámskeið fyrir sjósundsfólk 8 vikur á 9500 kr.

August 20, 2013 by · 1 Comment
Filed under: Fréttir 

8 vikna sundnámskeið byrjar 2. september í Kópavogslaug og kennari er Arnar Felix Einarsson. Verðuð er frábært eða 9500 krónur þið borgið sjálf aðgangseyri í sundlaugina.

Þetta yrði sambland af kennslu og þjálfun og með það að markmiði að ná byggja upp þol og tækni. Þetta byggist svo aðeins á hverjir skrást í tímana.

Kennsla er mánudaga og miðvikudaga kl 20:00 og stefnan er að ná saman ca 10 manna hóp og í lagi að með séu byrjendur í skriðsundi en þáttakendur verða annars á mismunandi getustigi. Allar upplýsingar og skráning er hjá mér og best að senda tölvupóst á sigurlaug@simnet.is

(námskeiðið er ekki á vegum SJÓR heldur mín hugmynd sem ég ákvað að framkvæma)

kv. Sigurlaug

Share

Synt út í Viðey

August 14, 2013 by · Leave a Comment
Filed under: Fréttir 

SJÓR er með hina árlegu sundferð fram og til baka til Viðeyjar föstudaginn 23. ágúst. Lagt verður af stað kl. 17:30 frá Skarfakletti. Það kostar ekkert fyrir félagsmenn SJÓR en 1000 kr. fyrir aðra, og fer það í að greiða kostnað við báta og annan tilfallandi kostnað við sundið. Hægt verður að velja um aðra leið eða báðar. Við viljum benda sundfólki á að það er á eigin ábyrgð í sjónum. Við verðum með nokkra báta og nokkra kayaka sem að fylgja fólki alla leið. Einnig verður mjög vant sjósundsfólk með blöðkur sem fylgist vel með og er tilbúið að hjálpa. Bendum fólki á að hafa meðferðis eitthvað heitt að drekka og hlý föt sem auðvelt er að klæða sig í eftir sundið. Ekki verra að hafa einhvern sem tekur á móti þegar sundið er búið. Allir sem taka þátt fá frítt í Laugardalslaugina eftir sundið og hvetjum við ykkur til að notfæra ykkur það og ylja ykkur í heitu pottunum þar. SJÓR áskilur sér rétt til að stöðva sund þeirra sem hann telur að sé hætt kominn.

Skráning fer fram hér

Share

Fossvogsundinu aflýst

August 8, 2013 by · Leave a Comment
Filed under: Fréttir 

Fossvogssundi í dag AFLÝST vegna veðurs. Stjórn SJÓR hefur ákveðið að aflýsa fyrirhuguðu Fossvogssundi sem vera átti í dag kl 17:30. Sjávarhitinn er kominn undir 10 gráður, vindaspáin gerir ráð fyrir 12 m/s með rigningu og lofthiti er um 10 gráður. Við treystum okkur ekki til að halda sundið við þessar aðstæður. Kveðja

Share

Fossvogssund 8.ágúst kl 17:30

August 7, 2013 by · Leave a Comment
Filed under: Fréttir 

Á morgun, fimmtudaginn 8.ágúst, verður Sjósunds- og sjóbaðsfélag Reykjavíkur með Fossvogssund og hefst sundið kl 17:30. Fossvogssundið er tilvalið fyrir þá sem hafa prófað að synda í sjónum og langar að synda yfir til Kópavogs og ef til vill til baka. Bátafylgd verður og eins munu vanir sjósundsmenn synda með hópnum og leiðbeina og aðstoða sundmenn. Leiðin yfir er um 550 metrar og má reikna með að sjórinn verði um 13 gráður. Þeir sem synda aðra leiðina verða teknir upp í bát Kópavogsmegin og þeim skutlað til baka. Ef sundmenn treysta sér ekki til að synda lengra er alltaf hægt að rétta upp hendina og þá verður þeim sama skutlað í land. Sundið er öllum opið og fer skráning fram í Nauthólsvík frá kl 17 á morgun og kostar ekkert að taka þátt. Skylda er að synda með skærlitaða sundhettu.

fossvogsund2013

Share