Sækýrnar heiðraðar með silfurmerki SSÍ

November 25, 2013 by · Leave a Comment
Filed under: Fréttir 

IMG_4978 (2)

 

 

 

 

 

 

 

Uppskeruhátíð SSÍ var haldin 24. nóvember s.l. í Ásvallalaug í Hafnafirði. Á hátíðinni voru Sækýrnar heiðraðar með silfurmerki SSÍ fyrir sund sitt yfir Ermarsundið síðasta sumar.  Í reglum SSÍ um heiðursviðurkenningar kemur fram að veita megi þeim sem hafa náð viðurkenndum alþjóðlegum árangri silfurmerki SSÍ. Sækýrnar eru þær Anna Guðrún Jónsdóttir, Birna Hrönn Sigurjónsdóttir, Kristbjörg Rán Valgarðsdóttir, Kristín Helgadóttir, Ragnheiður Valgarðsdóttir og Sigrún Þuríður Geirsdóttir og hafa þær allar stundað sjósund í nokkur ár, allan ársins hring. Þær lögðu af stað yfir til Frakklands frá Dover í Englandi að morgni 25. júní og komu að landi í smábænum Sangatte undir stjörnubjörtum  himni, á fimmtugsafmæli Kristínar um miðja nótt þann 26. júní.

 

 

Share

Yfirheyrsla Sigurður V Aðalsteinsson

November 25, 2013 by · Leave a Comment
Filed under: Fréttir 

siggi

 

 

 

 

 

 

 

Hvernig atvikaðist það að þú fórst að synda í sjónum?
Bróðir minn hafði verið að reyna að plata mig í þetta, enn alltaf sagt honum að ég muni ALDREI ALDREI fara í sjóinn, það væri sko nóg að vinna til sjós og færi sko ekki að henda mér í hann líka.
Nú býður maður spenntur eftir næsta skipti.

Í hvernig sundhettu langar þig mest? Hettan, hún þarf bara að vera góð, og gera sitt gagn.

Hvar er draumurinn að synda? Hef nú lítið hugsað út í það hvar mig langar helst að synda, enn þegar maður ferðast og sér fallega staði þá fer maður oft að hugsa hvað það væri gaman að synda þar.

Eftirminnilegasti sundstaðurinn? Hef nú bara synt á Akranesi sem er algjör paradís og á Kjalarnesi. Ég verð að segja að mér finnst skemmtilegra að synda á Kjalarnesi, þar er meira að sjá og skoða.

Hvað hefur sjósundið gert fyrir þig? Tildæmis hef ég hvorki kvefast eða veikst að neinu ráði, og kuldaþolið aukist.

siggi2.jgp

Hefur þú sett þér sjósundsmarkmið? Sjóssundmarkmiðið er bara það að reyna að fara sem oftast.

Er sjósund smart eða púkó? Smart

Syndari eða syndgari? Syndari

Hvenær og hvar ertu hamingjusöm/samur? Þegar ég er í faðmi fjöldskyldunnar!

Eru einhverjar hefðir í kringum sjósundið hjá þér? Nei

Hvaða sjávardýr værir þú til í að vera? Það er nú auðvelt, höfrungur eða selur því þegar maður sér þessi dýr sér maður sakleysið og svo leika þau sér! á vel við mig.

siggi1

Borðar þú vini okkar, sjávardýrin? Já ég borða sjávardýr!

Hvaða sjávardýr er best á bragðið? Ný veiddur og grillaður selur og Langa.

Æfir þú aðrar íþróttir? Fer stundum í ræktina og þá er gott að fara í sjóinn strax á eftir.

Fyrir hverja er sjósund? ALLA! Til þeirra sem eru að hugsa um að prufa sjósund, þá ekki hika við það, ég mæli með því að byrja að sumri til og finna svo sjóinn kólna þegar líður á haustið,
Ekki byrja að vetri til, held að 2-3 gráðu heitur sjórinn myndi bara fæla frá.
Og eitt enn þetta er miklu kaldara í höfðinu á þér enn þetta er í raun og veru, svo sakar ekki að hafa öldur það er klikkað gaman að leika sér í þeim.

Share

Sjóbíó laugardagskvöldið 30. nóv kl 20

November 20, 2013 by · Leave a Comment
Filed under: Fréttir 

Okkar árlega sjóbíó verður laugardaginn 30. nóvember. Þá ætlum við að horfa saman á myndina “Creature from the black lagoon” frá árinu 1954.
Frítt fyrir félagsmenn SJÓR en utanfélagsmenn borga 500 krónur. Sýningin hefst kl 20 og allir koma með sitt popp og kók.

bio

Share