Fossvogsund hið fyrra árið 2014

June 22, 2014 by · Leave a Comment
Filed under: Fréttir 

Næstkomandi fimmtudag, 26.júní, verður Sjósunds- og sjóbaðsfélag Reykjavíkur með Fossvogssund og hefst sundið kl 17:30. Fossvogssundið er tilvalið fyrir þá sem hafa prófað að synda í sjónum og langar að synda yfir til Kópavogs og ef til vill til baka. Bátafylgd verður og eins munu vanir sjósundsmenn synda með hópnum og leiðbeina og aðstoða sundmenn. Leiðin yfir er um 550 metrar og má reikna með að sjórinn verði um 13 gráður. Þeir sem synda aðra leiðina verða teknir upp í bát Kópavogsmegin og þeim skutlað til baka. Ef sundmenn treysta sér ekki til að synda lengra er alltaf hægt að rétta upp hendina og þá verður þeim sama skutlað í land. Sundið er öllum opið, skráning fram í Nauthólsvík frá kl 17 sama dag og kostar ekkert að taka þátt. Skylda er að synda með skærlitaða sundhettu.
NÚ ER BARA AÐ TAKA FRAM SUNDFÖTIN OG SUNDHETTUNA OG SKELLA SÉR MEÐ :-)

Share

Sumardagskráin 2014

June 6, 2014 by · 2 Comments
Filed under: Fréttir 

plakat

Share

Félagsgjöld 2014

June 2, 2014 by · 1 Comment
Filed under: Fréttir 

skötubót
Félagsgjöldin eru kominn inn á heimabankann. Félagsgjöldin eru grundvöllur þess að við getum rekið félagið. Þau gera okkur kleift að bjóða upp á örugg hópsund á sumrin, vera með fræðslu tengda sjósundi, efla félagsandann, kynna sjósund fyrir almenningi og auka vegferð sjósunds. Greiðslan er valkvæð og á að falla niður um næstu áramót ef ekki er búið að greiða. Ef einhver fékk ekki rukkun en vill vera í félaginu þá er bara að hafa samband og því verður kippt í liðinn :-) Hjá SJÓR er engin útundan og allir mega vera með.

bestu kveðjur
Ragnheiður Valgarðsdóttir

PS: myndin er frá ferð SJÓR í Skötubót 31.maí 2014.

Share