Fossvogssund hið fyrra 2.júlí 2015

June 25, 2015 by · 2 Comments
Filed under: Fréttir 

Mæting kl 17 sundið hefst kl 17:30
Fossvogssundið er tilvalið fyrir þá sem hafa prófað að synda í sjónum og langar að synda yfir til Kópavogs og jafnvel til baka. Bátafylgd verður og eins munu vanir sjósundsmenn synda með hópnum, leiðbeina og aðstoða sundmenn. Leiðin yfir er um 550 metrar og má reikna með að sjórinn verði um 12-13 gráður. Þeir sem synda aðra leiðina verða teknir upp í bát Kópavogsmegin og þeim skutlað til baka. Ef sundmenn treysta sér ekki til að synda lengra er alltaf hægt að rétta upp hendina og þá verður þeim skutlað í land. Sundið er öllum opið og fer skráning fram í Nauthólsvík frá kl 17 og kostar ekkert að taka þátt. Skylda er að synda með skærlitaða sundhettu. Við viljum benda sundfólki á að það er á eigin ábyrgð í sjónum.

Við viljum benda á að við gerum þær kröfur að sjósyndarar hafi synt a.m.k Fossvogsundið til að fá að synda út í Viðey í ágúst. Þeir sem synda Fossvoginn fá afhenta sjósundsbók þar sem þeir fá sundið skráð.
Bókin fylgir þeim svo í önnur sund hjá okkur og það er því hægt að safna sér sundum í bókina.

fossvogur
Myndin er frá Fossvogssundi 2014

Share

Kvennasund 2015

June 25, 2015 by · Leave a Comment
Filed under: Fréttir 

Föstudaginn 19.maí syntu um 40 konur saman út í vík í góðu veðri. Eftir sundið gæddi hópurinn sér á sérhönnuðum bollakökum og bleikum drykk. Boðið var upp á kaffiskrúbb, epsomsalt og ilmgufu.
Við hlökkum til að sjá ykkur á næsta ári. Kvennasundið verður vonandi einn af föstum punktum í félaginu næstu árin. Takk fyrir komuna frábæru konur.

kvennasund
Myndin er tekinn við upphaf sundsins

Share

Skötubót við Þorlákshöfn sunnudaginn 7.júní kl 12

June 4, 2015 by · Leave a Comment
Filed under: Fréttir 

skötubót

Þá er að komið að Skötubót. Hittumst kl 12 við Olísstöðina Norðlingaholti og förum í halarófu þrengslin til Þorlákshafnar. Við ætlum að leggja bílunum við golfvöllinn sem er rétt áður en komið er inn í bæinn. Skötubótin er skemmtilegur staður til útivistar, þarna er mikil sandfjara og hægt að leika sér í öldum ef sá gállinn er á sjónum. Eftir sjósundið verður auðvitað farið í sundlaug Þorlákshafnar og lagst í alla potta og rennibrautir. Við höfum farið árlega í Skötubótina og alltaf hefur verið alveg ógurlega gaman. Við erum ekkert að synda neitt langt út enda getur staðurinn verið varasamur. Hér erum við meira að leika okkur, hlaupa um fjöruna og kafa í öldunum. Gott er að vita af þeim sem ætla að koma með, svo við förum ekki á undan neinum austur. Hægt er að setja athugasemd hér eða senda skilaboð á Raggý 849-0092.

Share