Skerjafjarðasund 25.júlí kl 12

July 22, 2015 by · 1 Comment
Filed under: Fréttir 

Þetta er um 2.2 km löng vegalengd í beinni línu svokallaða Skerjafjarðarsund sem Eyjólfur Jónsson sundkappi synti oft. Þetta sund er fyrir vana sundmenn og sjósundsfólk og er mikilvægt eins og fyrir öll önnur sjósund að koma vel nærður og sofinn til leiks. Einnig er gerð krafa um að þeir sem synda séu með skæra sundhettu á höfðinu. Það er mikið öruggisatriði til að sundmenn sjáist vel á sundinu og til að verja höfuðið fyrir hitatapi. Sundmenn verða ferjaðir frá Nauthólsvík og að upphafsstað. Gott að hafa meðferðis teppi eða hlýja yfirhöfn til að vera í á leiðinni. Veittir verða viðurkenningapeningar fyrir sundið. Þátttaka kostar 2000 krónur fyrir þá sem ekki eru í Sjósunds- og sjóbaðsfélagi Reykjavíkur. Við verðum með nokkra báta sem að fylgja fólki alla leið. SJÓR áskilur sér rétt til að stöðva sund þeirra sem taldir eru hætt komnir. Nauðsynlegt að vera mættur kl 11:30 niður í Nauthólsvík. Þetta er erfitt sund og því gerum við þær kröfur á þá sem ætla að taka þátt að þeir hafi synt Fossvogssundið eða geti sýnt fram á að hafa reynslu af sjósundum. Við viljum benda sundfólki á að það er á eigin ábyrgð í sjónum. Munið að taka með ykkur sjósundsbækurnar sem þið fenguð í Fossvogssundinu.

skerjafjordur

Share

Sjósundsdagskráin á Akranesi 2015

July 1, 2015 by · Leave a Comment
Filed under: Fréttir 

Sjóbaðsfélag Akraness býður að venju upp á mörg skemmtileg sjósund í sumar. Bendum á að það tekur tíma að keyra upp á Akranes og inn í Hvalfjörð til að taka þátt í sundunum.

Helgasund til minninar um Helga Hannesson (Bryggjusund) laugardaginn 4.júlí kl 10:00. Synt frá bryggjunni að Merkjaklöpp á Langasandi, 950 metrar. Mæting í sundlauginni á Jaðarsbökkum.
Skarfavör laugardaginn 11.júlí kl 12:30. Synt frá Skarfavör að Merkjaklöpp á Langasandi, 1690 metrar. Mæting í sundlauginni á Jaðarsbökkum.
Álmaðurinn -Þríþraut laugardaginn 25.júlí kl 14:00. Hjólað frá Langasandi að Akrafjalli ca 5.5 km (1,3 á malbiki og 4,2 á möl). Hlaupið/gengið upp á Háahnjúk á Akrafjalli og skrifað í gestabók, 550 metrar. Hjólað aftur til baka að Langasandi 5.5 km. Synt 440 metrar meðfram ströndinni. Stutt í heitan pott eftir sundið. Mæting í sundlauginni á Jaðarsbökkum. Nánari upplýsingar á www.hlaup.is
Helgusund laugardaginn 29.ágúst kl 11:00. Synt frá Geirshólma í Hvalfirði og í land, 1600 metrar. Mjög skemmtilegt sund sem kemur við sögu í Harðar sögu Hólmverja. Mæting í fjörunni fyrir neðan Þyril í Hvalfirði, rétt við Hvalstöðina.

Biðjum ykkur að fylgjast með ef breytingar verða á dagskránni til dæmis vegna veðurs.
Hér í viðhengi er nánari upplýsingar um sundin og myndir af sundleiðum

Dagskrá SBFA 2015

Share