SYNT ÚT Í VIÐEY föstudagur 21.ágúst kl 17

August 14, 2015 by · 3 Comments
Filed under: Fréttir 

 

videy

Lagt verður af stað kl. 17:30 frá Skarfakletti en mæting kl 17. Það kostar ekkert fyrir félagsmenn SJÓR en 2000 kr fyrir aðra. Hægt verður að velja um aðra leið eða báðar. Við verðum með nokkra báta og kayaka sem fylgja fólki alla leið. Einnig verður mjög vant sjósundsfólk með blöðkur sem fylgist vel með og er tilbúið að hjálpa.

sundleið

Ekki er verra að hafa einhvern sem tekur á móti manni þegar sundið er búið. Allir sem takaþátt fá frítt í Laugardalslaugina eftir sundið og hvetjum við ykkur til að notfæra ykkur það og ylja ykkur í heitu pottunum þar.

SJÓR áskilur sér rétt til að stöðva sund þeirra sem hann telur að séu hætt komnir. Þetta er erfitt sund og því gerum við þær kröfur á þá sem ætla að taka þátt að þeir hafi synt Fossvogssundið eða geti sýnt fram á að hafa reynslu af sjósundum.

Við viljum benda sundfólki á að það er á eigin ábyrgð í sjónum.r verra að hafa einhvern sem tekur á móti manni þegar sundið er búið. Allir sem taka þátt fá frítt í Laugardalslaugina eftir sundið og hvetjum við ykkur til að notfæra ykkur það og ylja ykkur í heitu pottunum þar.

Önnur leiðinn er 900 m og fram og til baka 1800m.

Share

Sigrún kláraði Ermarsundið

August 9, 2015 by · 2 Comments
Filed under: Fréttir 

sigrun
í kvöld gerðist sá einstaki viðburður í íslenskri íþróttasögu að Sigrún Þuríður Gerisdóttir synti ein yfir Ermarsundið, fyrst íslenskra kvenna.
Hér er á ferðinni eistök afrekskona. Árið 2012 synti hún í boðsundi frá Reykjavík til Akraness. Árið 2013 synti hún með Sækúnum í boðsundi yfir Ermarsundið. Árið 2014 endurtók hún leikinn og synti aftur yfir Ermarsundið í boðsundi og þá með Yfirliðinu. Allar þessar boðsundssveitir voru eingöngu skipaðar konum. Við erum ótrúlega stolt af því að hafa hana í okkar röðum.
Hægt er að senda henni kveðju á fésbókasríðunni hennar: https://www.facebook.com/ErmarsundSigrunar?fref=ts

Share