Sonja Georgsdóttir látin

September 24, 2015 by · Leave a Comment
Filed under: Fréttir 

sonja

Góður vinur okkar og sjósundsfélagi Sonja Georgsdóttir lést á líknardeild Landspítalans 21.september eftir harða baráttu við krabbamein. Sonja setti skemmtilegan svip á sjósundsfélagið þau sex ár sem hún synti með okkur. Í gegnum veikindi hennar síðasta ár reyndi hún að komast sem oftast í sjóinn þegar þrek og heilsa leyfðu. Sonja naut þess að vera í sjónum, þar leið henni best og fannst hún vera heil. Við þökkum Sonju samfylgdina og sendum fjölskyldu hennar samúðarkveðjur.

Share

Árni Þór og Ásgeir luku við Ermarsundið í kvöld

September 7, 2015 by · 1 Comment
Filed under: Fréttir 

Í dag er merkisdagur í hópi sjósyndara.
Tveir kappar kláruðu að synda yfir Ermarsundið í kvöld, en báðir syntu þeir sóló.
Árni Þór Árnason synti á 20 tímum og Ásgeir Elíasson kláraði á 17 tímum og korteri (óstaðfestir tímar).
Veðrið á leiðinni var ekkert sérstaklega gott og til að mynda var ölduhæðin 1.2 metrar í restina.
Við óskum þeim félögum innilega til hamingju með afrekin og hlökkum til að fá þá aftur heim í Nauthólsvík.á ogá

Share