Vel heppnuð ferð í Borgarnes

October 19, 2010 by
Filed under: Fréttir 

Síðasta sunnudag fór vaskur hópur upp í Borgarnes og synti á nýjum stað.  Ferðinni var heitið í svo kallaða Englendingavík við Brúðuheima en þar er gamall sjósundstaður.  16 ferskir sjósyndarar syntu út í litlu Brákarey, vöppuðu yfir eyjuna og útí aftur sunnan megin.  Þarna var synt í blöndu af jökulárvatni úr Hvítá og sjó og því var minna saltbragð af sjónum en við erum vön í Fossvoginum. Eins var botninn skemmtilega mjúkur af jökulleir og notuðu sumir félagar sér það og fóru í leðjubað eða leðjuslag út í Brákarey.  Eftir gott sund var yljað sér í pottinum í sundlaug Borgarness og auðvitað teknar nokkrar salibunur í grænu rennibrautinni. Síðan bauð Hildur verti á Brúðuheimum upp á yndislega súpu en hún rekur kaffihús á staðnum. Þetta er mjög skemmtilegur staður til að synda í á góðu flóði og hefur Hildur hug á að bæta aðstöðuna í fjörunni hjá sér til að auðvelda sjóböð í framtíðinni. Myndir úr ferðinni eru komnar inn á myndaalbúmið.

Share

Comments

Tell me what you're thinking...
and oh, if you want a pic to show with your comment, go get a gravatar!