Fyrsta árshátíð sjósundsfélagsins

November 3, 2010 by
Filed under: Fréttir 

Fyrsta árshátíð félagsins verður haldinn laugardaginn 13 nóvember og eru allir velkomnir bæði félagsmenn og sjósundsáhugafólk.  Á árshátíðinni verða mörg frábær skemmtiatriði, óborganlegir veislustjórar, fullt af glæsilegum happdrættisvinningum, hafmeyja og marbendill ársins verða heiðruð, gómsætur matur, hljómsveit og margt fleira.  Tilvalið tækifæri til að kynnast betur og eiga skemmtilegt kvöld saman. Miðaverð aðeins 5000 krónur á mann. Hægt er kaupa miða með því að „klikka „ á auglýsinguna hér fyrir neðan eða með því að smella á “miðar á árshátíð”  hér hægra megin á síðunni og svo er hægt að sækja miðana á opnunartíma í Nauthólsvík.

Ef þið eigið skemmtilegar myndir úr sjósundi sem þið viljið deila með öðrum félögum þá endilega sendið okkur.  Hægt er að smella á linkinn hér til hægri og senda okkur bestu myndirnar (Eina í einu og á JPG formi) Þær munu svo sjást á árshátíðinni og fara í myndaalbúmið á síðunni.

Hlakka til að sjá þig :-)

Share

Comments

2 Comments on Fyrsta árshátíð sjósundsfélagsins

  1. birgir on Sun, 14th Nov 2010 18:28
  2. Vil þakka fyrir frábærta árshátíð í gær, alltaf gaman í góðra vina hópi. Jakob snilli á gítarnum og skemmtilega nefndin kláraði sitt með prýiði.,,

  3. Jóhanna Fríða on Mon, 15th Nov 2010 10:13
  4. Sammála, þetta var frábær árshátíð og vel að henni staðið. Takk fyrir mig :)

Tell me what you're thinking...
and oh, if you want a pic to show with your comment, go get a gravatar!