Fyrirlestur um Ermarsund

November 15, 2010 by
Filed under: Fréttir 

Eins og flestir vita þá hefur Benni, formaðurinn okkar, synt yfir Ermarsundið og Árni, gjaldkerinn okkar, stefnir á sama afrek næsta sumar.

Næstkomandi miðvikudag, munu þeir halda sameiginlegan fyrirlestur um þetta sund. Það verður fróðlegt og skemmtilegt að heyra frá fyrstu hendi hvernig upplifun er að standa í undirbúningi fyrir svona aflraun og hins vegar hvernig er svo að vera á staðnum, kominn í aflraunina og ljúka henni.

Að auki munu Vadím Forofonov og Ingþór Bjarnason verða á staðnum og svara spuningum um þjálfunarmál og fleira. Vadím, sem er þjálfari Árna fyrir Ermarsundið, var kosinn þjálfari ársins af SSÍ nú nýliðna helgi, er ellefu faldur Rússlandsmeistari, heimsmeistari í garpasundi og ólympíufari. Ingþór er pólfari og íþróttasálfræðingur.

Tími: Miðvikudagurinn 17. nóvember, kl. 19:15 til 20:30
Staður:
HR við Nauthólsvík, fyrirlestrarsalurinn Antares, V1.01.
Fyrirlesarar: Benedikt Hjartarson og Árni Þór Árnason
Sitja fyrir svörum: Vadím Forofonov og Ingþór Bjarnason

Frítt er á fræðslukvöldið og léttar veitingar verða í boði SJÓR.

Share

Comments

Tell me what you're thinking...
and oh, if you want a pic to show with your comment, go get a gravatar!