Kveðja frá SJÓR-félaga í Osló

November 22, 2010 by
Filed under: Fréttir 

Okkur barst frábært bréf frá Eygló Halldórsdóttur í Osló, félaga í SJÓR, þar sem hún lýsir sjósundsafrekum í Noregi:

Ég er nú búin að vera hér í Noregi í rúma 3 mánuði og hef að sjálfsögðu ekki slegið slöku við í sjósundinu. Hér á eftir fer skrá yfir og smá úttekt á þeim stöðum sem ég hef prófað og Norðmenn kalla strendur eða “stranda” en hafa ekki uppá mikið að bjóða miðað við þá frábæru aðstöðu sem við höfum í Nauthólsvíkinni. Í mesta lagi að finna megi rusladall og útisturtu og kannske kamar. – Hér er því verk að vinna, kæru félagar, þið sem hyggið á “nýja útrás” eða boðun hins blauta fagnaðarerindis.

1. staðurinn sem ég prófaði var Hornstrandir hinar norsku sem eru á Nesoddatanga í Oslófirði.
http://www.zinetravel.no/image/1378
Þar er kletta- og sandströnd með gnægð appelsínugulra brennimarglytta sem skiptu sér jafnt um sjóinn eins og þær væru með ákveðið vaktsvæði hver og ein. Einhvern veginn tókst mér samt að semja við þær frið og synda líklega 1/2 km án þess að lenda í útistöðum við kvikindin.

Þegar ég kom í land beið nokkur hópur baðgesta sem veigruðu sér við að fara ofaní og spurðu mig í forundran hvort ég væri ekki hrædd við marglytturnar. Þá fyrst gerði ég mér grein f. alvarleika málsins, en ákvað að leika íslenska víkingakonu og sagði bara að þetta væri ekkert mál, því ef maður léti marglytturnar í friði gerðu þær manni heldur ekki neitt. Að þessu sögðu var ég svo hreykin af því hvernig ég tæklaði aðstæður að það lá við að ég tryði þessu sjálf!!!!!!!

2. staðurinn sem ég prófaði líka í ágúst var Katten við austurhluta Osló þar sem heitir Nordstrand.
http://www.oslofjorden.com/badesteder/oslo/katten.html
Það var ágætur staður með klettóttri strönd, grasflöt og sandhluta. Kamrar, útisturta og ruslafötur. Mætti einni appelsínugulri á sundleiðinni.

3. staðurinn var Ulvøya, en þangað fór ég í október. Kletta- og sandströnd beynt á móti Katten.
http://www.oslofjorden.com/badesteder/oslo/sydstranda.html
Ágætur staður með 2ja hæða stökkbretti, en ekki neinni búningsaðstöðu og veiðimenn með stangir við hlið sundfólksins. Þarna hittast nokkur hress norsk og dönsk pör (10-12 manns) kl. 9.30 á laugardagsmorgnum og vaða útí og uppúr aftur. Ég hef mætt 2x og slegið í gegn sem hetja f. að synda i 10 mínútur í 10 °C.

4.-5. staðurinn var svo i Moss eða brennivínsbænum eins og hann var eitt sinn kallaður (alveg satt! http://www.e-pages.dk/vis-itnorway/79/84)
Prófaði 2 strendur þar:
Larkollen
http://www.youtube.com/watch?v=YPbYbDS4bro
Ágæt sandströnd og tjaldstæði uppaf ströndinni.
Sjøbadet Moss http://www.visitmoss.no/product.php?id=375168
Ágæt sandströnd nýuppgerð í miðbæjarbryggjuhverfi Moss. hreirnn og fínn sjór, en heldur margir áhorfendur f. minn smekk og engin búningsaðstaða. Leið eins og fatafellu meðan ég skipti um föt eftir baðið.

6. staðurinn sem ég prófaði og langaðgengilegasti frá miðbæ Osló er Hulk ströndin á Bygdøy. Strætó nr. 30 ekur frá Nasjonalteatret og þangað ca. 4x á klst. virka daga en 2x um helgar.
http://www.friluftsetaten.oslo.kommune.no/badeinfo/huk/
Ætla að prófa 2 aðra staði þarna á Bygdøy Paradisbukten og Sjøbadet.

7. staðurinn var St. Olavs pir, Sjøbadet í Þrándheimi.
http://www.sjobadet.no/
Þar var ég laugardaginn 30. okt. sl. Eftir mikla leit og eftirgrennslan fann ég loks þetta frábæra sjóbað. Flott aðstaða en því miður búið að loka því sumarvertíðinni lauk 1. sept. Ég skellti mér nú samt ofaní og notaði útiaðstöðuna, borð og bekki og stiga út í sjó.

Verð að viðurkenna að þarna braut ég sjósundsreglu nr. 1 að synda ekki ein. Hugðist synda um 100 m leið að bryggjutanga einum. Engar baujur eða viðvaranir sjáanlegar. Sneri við áður en ég var komin alla leið og var rétt komin uppúr þegar stór bátur kom á fullri ferð og krossaði leiðina sem ég var nýbúin að synda. Þarna munaði nú litlu að ég synti mitt síðasta sjósund. En lítill vernarengill hefur líklega verið með í för.

8. Í dag fór ég svo í frábærum félagsskap 6 kvenna á besta aldri sem hafa stundað sjóböð í um 10 ár í strönd í litlum bæ, Son, við austanverðan Oslófjörð.
http://www.visitfollo.no/?c=5&parent=100000109&TLcc=100000123&id=199077&lang=no
Við byrjuðum á röskum göngutúr í ca. hálftíma og skelltum okkur svo útí. En Adam var ekki lengi í Paradís og Eva ekki heldur, því þær voru ekki fyrr farnar útí en þær ruku uppúr aftur. Ég hélt fyrst að þær hefðu séð hákarl, eða amk marglyttu. En nei, þetta var bara venjulega sjóbaðið þeirra. Þær tóku andköf af aðdáun yfir því að ég skildi synda í um 10 mín. í 5°C “heitum” sjónum og grandskoðuðu neofreon sokkana mína og hanskana og töldu að þeir hlytu að vera svarið við úthaldinu. Ætla allar að fá sér svoleiðis fyrir næstu ferð.

Svo var kveikt bál í fjörunni og drukkið kaffi og borðað súkkulaði og kökur. Semsagt bætt á sig þeim kaloríum sem töpuðust. Mikið hlegið og talað alveg eins og heima. Svo var gengið til baka sömu leið og ég kynnt fyrir bæjarbúum sem hetjan úr norðri. Þær sögðust hafa notið hylli í áraraðir fyrir hreysti í bænum, en nú væri ég semsagt búin að eyðileggja það allt saman. Samt vilja þær endilega hafa mig með næst – skil ekki alveg hvers vegna.

Með blautum sjósundkveðjum,
frá Eygló í Osló

Share

Comments

3 Comments on Kveðja frá SJÓR-félaga í Osló

 1. Birgir on Mon, 22nd Nov 2010 10:42
 2. Það er aldeilis, sumir búnir að vera virkir í útlöndunum. Frábær pistill, “keep them comming” gaman að fylgjast með.
  kv. Birgir

 3. Jóhanna Fríða on Mon, 22nd Nov 2010 15:40
 4. Spurning um að SJÓR skelli sér í heimsókn til Noregs í vetur?!!! :)

 5. Eygló on Mon, 22nd Nov 2010 21:34
 6. Já kæru sjósundfélagar látið endilega vita ef þið verðið á ferðinni í Osló f. áramót. Ég er alveg til í að fá mér smásundsprett með ykkur. Hér er nóg af köldum og freistandi sjó !!!!!!!!! Kem svo heim í nýársundið.

  Fyrir þá sem ekki komast í sjó má alltaf láta sig dreyma, sbr. þessi fínu sængurföt sem gætu hægleg verið jólagjöf sjósundfólksins í ár:
  http://web.me.com/blessberlin/BLESS_new/Webshop_files/webshop_post%234_bedsheetslake.pdf

Tell me what you're thinking...
and oh, if you want a pic to show with your comment, go get a gravatar!