Árshátíð (aftur að ári)

November 19, 2010 by
Filed under: Fréttir 

Fyrsta árshátíð Sjóbaðs- og sjósundsfélags Reykjavíkur fór fram um síðustu helgi.  Það er engu logið með það að árshátíðin tókst frábærlega. Veislustjórarnir Guðrún&Guðrún&Guðrún stjórnuðu með glans, Benni og Árni sýndu hvar hæfileikar þeirra liggja, Hulda dansaði undir dyggri stjórn draumaprinsins, kór sjósundafélagsins var stofnaður og tróð upp,  ekki má gleyma Jakobi Viðari sem sló rækilega í gegn með frábærum söng og gítarslætti. Marbendill og hafmeyja ársins voru heiðruð og hlotnaðist þeim Birgi Skúlasyni og Helenu Breiðfjörð Bæringsdóttur sá heiður.  Dregið var úr fjölmörgum veglegum happdrættisvinningum og viljum við færa velunnurum félagsins sem gáfu okkur vinninga kærar þakkir. Myndir frá kvöldinu eru komnar inn á síðuna.  

Þakka ykkur fyrir yndislega árshátíð – sjáumst að ári.

Share

Comments

Tell me what you're thinking...
and oh, if you want a pic to show with your comment, go get a gravatar!